Litli Bergþór - 01.04.1998, Blaðsíða 15
Frá íþróttadeild U.M.F.B.
Salbjörg, Guðrún Gígja og Sigrún.
Ágætu félagar og sveitungar.
Starf ___________
íþróttadeildarinnar
hefur verið með sama
sniði og undanfarin
ár.
Körfubolti,
frjálsar, borðtennis,
eru þær greinar sem
stundaðar eru yfir
vetrarmánuðina, og
eru þessar greinar
mjög vel sóttar.
í lok nóvember
s.l. var farið með
krakkana sem stunda
frjálsar til
Reykjavíkur í bíóferð og á eftir var farið á
Pizzastað. Tókst þessi ferð mjög vel og krakkarnir
voru mjög hrifin.
í lok desember var hinn árlega sala á
flugeldum og gekk það framar vonum. Við þökkum
öllum sem studdu Iþróttadeildina með kaupum á
flugeldum kærlega fyrir stuðninginn.
Um mánaðamótin janúar febrúar var haldið á
Selfossi aldursflokkamót H.S.K. og fóru fjórir krakkar
héðan á það mót og gekk þeim mjög vel. Jóhann Pétur
Jensson fékk á þessu móti gull í langstökki og brons í
hástökki.
Þá vil ég nefna að borðtennisliðið okkar varð H.S.K.
meistari á Skarphéðinsmóti sem haldið var á Flúðum og
óskum við þeirn innilega til hamingju.
Að lokum vil ég þakka öllum sem studdu deildina
innilega fyrir og óska öllum gleðilegs nýs árs.
Sigurjón Sæland.
Héraðsmót HSK í borðtennis
Mótið var haldið að Flúðum 7. febrúar 1998.
Tungnamenn mættu á staðinn með 18 manns innanborðs og að vanda varð þetta enn ein frægðarförin fyrir
borðtennisdeildina.
Okkar fólk raðaði sér í eftirfarandi sæti í einstökum flokkum.
Strákar 11 ára og yngri:
2. Andri Helgason
3. Andri Hilmarsson
Að auki:
Jakop Trausti Þórðarson
Guðmundur Ameson
Stúlkur 12-13 ára:
1. Fríða Helgadóttir
Strákar 12-13 ára:
4. Jóhann Pétur Jensson
5. Jón Ágúst Gunnarsson
Að auki:
Reynir Ingólfsson
Strákar 14-15 ára:
4. Ivar Sæland
Strákar 16-17 ára:
1. Georg Hilmarsson
3. Gunnar Öm Þórðarson
Stúlkur 18-39 ára:
1. Elma Rut Þórðardóttir
Strákar 18-39 ára:
1. Axel Sæland
2. Guðni Páll Sæland
Konur öldungar:
1. Margrét Sverrisdóttir
2. Áslaug Sveinbjömsd.
Karlar öldungar:
1. Þórður G. Halldórsson
2. Gústaf Sæland
Urslit í stigakeppni:
1. Umf. Bisk. 71 stig
2. Umf. Garpur 54 stig
3. Umf. Hrunam.13,5 stig
4. Mímir frá M.L. 10 stig
5. Umf. Skeiðam. 6 stig
6. Umf. Trausti 1,5 stig
H.S.K. meistarar í borðtennis 1998.
Þess má að lokum geta að þetta var í fjórða skiptið í röð
sem félagið hefur unnið bikarinn.
Hafi okkar fólk þökk fyrir þátttökuna.
Borðtennisdeildin.
Litli - Bergþór 15