Litli Bergþór - 01.04.1998, Blaðsíða 29

Litli Bergþór - 01.04.1998, Blaðsíða 29
f gömlum leikafrekum í Biskupstungum...frh mömmu, og þeim ber saman um að leikurinn hafi verið æfður á bæjunum sem leikendur komu frá og leikinn í þinghúsinu á Vatnsleysu. Hvorki þær né Sveinn verða rengd um þetta, svo að hafa má fyrir satt að sýnt hafi verið á tveimur stöðum í sveitinni að minnsta kosti. Þóra og Þorbjörg settu saman fyrir mig lista yfir persónur og leikendur í Tengdamömmu: Björg, efnuð ekkja: Kristín Sigurðardóttir frá Vatnsleysu, þá á Brekku Ari, sonur hennar: Sigurður Greipsson frá Haukadal Ásta, kona Ara: Sigþrúður Guðnadóttir frá Gýgjarhóli Rósa, fósturdóttir Bjargar: Agústa Jónsdóttir á Vatnsleysu Þura, öldruð vinnukona: Guðrún Einarsdóttir á Torfastöðum Jón, gamall ráðsmaður: Eiríkur Guðlaugsson í Fellskoti Sveinn, vinnumaður: Þorsteinn Sigurðsson á Vatnsleysu Séra Guðmundur: Lýður Sœmundsson, síðar á Gýgjarhóli Signý, aðkomukona: Kristín Ögmundsdóttir frá Syðri- Reykjum Ekki er hægt að ganga úr skugga um það skjallega hvort Tengdamamma var leikin á vegum Ungmenna- félagsins, því bækur félagsins eru glataðar frá þessum árum. En ég tel víst að svo hafi verið. Stærsta syndin í gögnum Ungmennafélags Biskupstungna á Selfossi er handrit að leikriti, sýnilega þýddu, sem bar titilinn Stærsta syndin, en einskis höfundar getið. Sveinn Einarsson kannaðist nægilega mikið við persónur þessa verks til að benda mér á að það er sama leikritið og var leikið undir titlinum Dauðasyndin í Leikfélagi Reykjavíkur á útmánuðum 1907. Höfundurinn var þýskur samtímamaður, Otto Emst að nafni, en Jens B. Waage þýddi á íslensku. Ekki veit ég hvort Tungnamenn hafa leikið þetta verk, né hvort það er þýðing Jens Waage sem þeir hafa eignast. Titillinn bendir þó ekki til þess. En til þess að halda öllu til haga handa þeim sem vilja kanna málið betur, fannst mér rétt að nefna þetta. Lengi er von á einum. í vor sem leið skrapp ég austur á Selfoss til að leita að upplýsingum um leikstarfsemina í Ungmennafélaginu. Tungnamaðurinn Hreinn Erlendsson, sem var skjalavörður þar, tók auðvitað eftir því hvað ég var að gera, fylltist áhuga á viðfangsefninu og fór að segja mér, svo innilega söguglaður eins og hann var, hvað hann hafði fyrir satt um upphaf leiklistar í Tungunum. Fyrst hefðu „Suðursveitungar", eins og hann orðaði það, leikið leikgerð Sumarliða Grimssonar á Torfastöðum af smásögunni Gamla-Togga, sem hafði birst í Iðunni. Um leið, frekar en næst á eftir, hefðu þeir leikið Anderson. Þetta rakti Hreinn til Haralds Péturssonar, sem var alinn upp á Litla-Fljóti og var síðast húsvörður í Safnahúsinu við Hverfísgötu í Reykjavík. Það var komið að lokunartíma á safninu þegar þetta barst í tal, svo að ég spurði Hrein lítið út í það en hugsaði að ég mundi hringja til hans eitthvert kvöldið og spjalla betur við hann. En áður en það kæmist í verk heyrði ég andlátsfregn Hreins í útvarpinu. Gamla-Togga fann ég í sjötta árgangi Iðunnar árið 1888-89. Hann er kallaður sjálenskt ævintýri og birtist í þýðingu Guðlaugs Guðmundssonar, síðar sýslumanns (og föður þeirrar rómuðu leikkonu Soffíu Guðlaugsdóttur). Sagan segir frá klókum bónda sem seldi tveimur skóurum sama kálfinn og át hann áður en þeir nálguðust hann. Anderson heitir ein smásagan í bók Einars Kvaran, Frá ýmsum hliðum, þar sem Marjas birtist. Anderson virðist ekki hafa komið út fyrr en þar, 1913, því að sögumar á undan henni í bókinni eru ársettar 1908 og 1908-09, en Anderson og síðasta sagan, Óskin, eru ársettar 1913. Þetta gerir fremur ólíklegt að Anderson hafi verið leikgerður austur í Biskupstungum fyrr en í fyrsta lagi veturinn 1913-14, og þá verður vafasamt að það geti verið rétt að þessi leikstarfsemi Suðursveitunga hafi verið fyrr á ferðinni en fyrstu leikir Ungmennafélagsins í Miklaholti. Á hinn bóginn mun Sumarliði Grímsson hafa flust úr Tungunum til Reykjavfkur árið 1918; fyrir þann tíma hefur hann væntanlega búið Gamla-Togga í leikbúning. Leikafrek Ekki fer mörgum sögum af leikstíl þessara brautryðjenda leiklistar í Biskupstungum. Aðeins er haft á orði að þessi eða hinn hafí leikið með miklum ágætum. Þannig fer orð af góðum leik þeirra Kristínar á Vatnsleysu og Sigþrúðar í hlutverkum tengdamæðgnanna í Tengdamömmu. Þegar mamma minntist á sýninguna á Galdra-Lofti lét hún þess jafnan getið að hún hefði verið látin leika Steinunni vegna þess að hún hafi ekki þótt nógu lagleg til að leika Dísu biskupsdóttur, og segir það vissulega svolítið um skilning manna og túlkun á verkinu. Á hinn bóginn eru heimildir um að Sigþrúður hafi reynst nógu lagleg í öðru hlutverki sínu í Tengda-mömmu. Sagt er að faðir minn, Karl Jónsson í Efstadal í Laugardal, hafi séð sýninguna. Þar hafi hann fyrst tekið eftir Sigþrúði og fengið granna sinn, Guðmund Njálsson á Böðmóðsstöðum, til að hjálpa sér að skrifa bónorðsbréf til hennar. Aðrir nefna Sigurð Greipsson. Sé þetta rétt má segja að leikur hennar hafi verið slíkur að lengra eftir leiksýninguna í Múla. Litli - Bergþór 29

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.