Litli Bergþór - 01.04.1998, Blaðsíða 23
sveitarfélögunum tilnefni þau fulltrúa til setu í nefnd sem
hefur það hlutverk að undirbúa sameininguna.
*Að verði sameiningin ekki samþykkt í einhverju(m)
sveitarfélaganna skuli kosið aftur í þeim sem samþykktu
hálfum mánuði síðar, eða laugardaginn 6. júní.
Þessi tillaga var samþykkt af öllum
sveitarstjómunum.
Þegar þetta er ritað er gerð kynningarefnis á lokastigi.
Náðst hefur samstaða innan sameiningamefndarinnar um
öll þau atriði sem til umfjöllunar hafa verið.
En hversvegna?
Um ástæður þess að nú liggur fyrir að við munum
kjósa um þessa sameiningu í vor má margt segja að
sjálfsögðu. Sameining sveitarfélaga um allt land hefur
verið samþykkt á undanfömum misserum. Það táknar
meðal annars það að eðli sveitarstjórnarstigsins er að
breytast. Það er að búa sig undir að taka að sér stærri,
sérhæfðari og flóknari verkefni en það hefur áður haft.
þessi verkefni krefjast faglegrar þekkingar á sviðum, sem
sveitarfélög hafa ekki þurft að fást við hingað til. Ég
nefni hér grunnskólaflutninginn, og að fyrirhugað er að
flytja málefni fatlaðra innan skamms frá ríki til
sveitarfélaga.
Að sjálfsögðu má deila um hvort það er góður kostur
að sveitarfélögin taki að sér ýmislegt það sem ríkið hefur
séð um hingað til, en þetta virðist vera sú þróun sem við
stöndum frammi fyrir.
Það er okkar að ákveða það í vor:
*Hvort við teljum að það sveitarfélag sem við búum í
nú muni ráða við það, sem framtíðin ber inn á borð til
þess.
*Hvort líklegt sé að sveitarfélagið sem við búum nú í
hafi fjárhagslegt bolmagn til að veita þá þjónustu sem
íbúamir eru í auknum mæli að krefjast..
*Hvort líklegt sé að það sveitarfélag sem við búum
nú í hafi bolmagn til að skapa þær aðstæður að hér vilji
fólk setjast að.
Þær em nokkuð margar og stórar þessar spumingar
sem við verðum að svara í vor.
Ég vil hvetja fólk til að taka málefnalega afstöðu í
kosningunum á hvom veginn sem er - reyna að vega og
meta kosti og galla áður en endanlegt svar er ákveðið.
Það er líklegt að hver og einn muni fyrst hugsa málið
r
Heimasimar:
Loftur: 486 8812
853 1289
VÉLAVERKSTÆM
Heimasímar:
Guðmundur: 486 8817
, Helgi: 482 3182
IÐU • BISKUPSTUNCUM
SlMI 486-8840 • FAX 486-8778
KT. 490179-0549
Viðgerðir á búvélum og öðrum
tækjum í landbúnaði.
Bifvélaviðgerðir.
Smurþjónusta. Olíusíur í bíla
og dráttarvélar.
út frá sínu næsta umhverfi og spyrja um sinn eigin
hagnað af sameiningu í dag. Ég tel að við þurfum ekki
síður að reyna að hugsa um samfélagslega kosti og galla
til lengri tíma. þessi ákvörðun mun hafa áhrif á þetta
svæði um langan aldur. Við þurfum að reyna að gera
okkur grein fyrir hvemig samfélagið muni þróast og
hvemig við viljum sjá það þróast.
Hér til viðbótar er hluti af grein sem ég skrifaði í
Sunnlenska fréttablaðið í desember s.l.
Við stöndum frammi fyrir því, uppsveitafólk, að í
flestum hreppunum em tekjur mjög lágar og þegar við
bætist síðan fámenni í hverju sveitarfélagi hlýtur
útkoman að verða getulítill sveitarsjóður. Þrátt fyrir að
ekki verði um það efast að sveitarstjórnimar vilji
íbúunum allt hið besta, þá er sá kostur bara vart fyrir
hendi og ekki fyrirsjáanlegt að þar verði breyting á. Til
þurfa að koma þær aðstæður, sem gera okkur kleift að
takast öll saman á við þessa staðreynd og laða til okkar
nýtt blóð og nýja atvinnustarfsemi, sem stendur undir
hærri kaupgreiðslum.
Við horfum til þess að hefðbundinn landbúnaður er í
vörn og þarf í stöðugt auknum mæli að mæta samkeppni
frá útlöndum. Við þurfum að vera í stakk búin til að
bregðast við þeim breytingum sem þetta hefur í för með
sér.
Samvinna hefur stöðugt verið að aukast með þessum
sveitarfélögum og má næstum því segja að þar sé búið
að koma upp sérstöku stjórnsýslustigi: oddvitanefndinni.
Þessi samvinna er fyrst og fremst til komin vegna þess að
þörf var á. Við óbreyttar aðstæður stefnir í að stofna
þurfi sérstakt skólasamlag, ef það verður ofaná að auka
samvinnu milli núverandi grunnskóla.
Grunnskólinn hefur verið fluttur frá ríkinu, það mun
vera orðið ljóst. Hann er aldeilis ekki lítið fyrirtæki og
hefur reynst og mun í enn ríkara mæli reynast litlum
sveitarfélögum þungur í skauti fjárhagslega og þegar
liggur fyrir að aukin krafa verður gerð um hagræðingu í
rekstri grunnskólanna með því að Jöfnunarsjóður
sveitarfélaga mun draga úr framlögum til fámennra skóla
til að ýta þeim út í hagkvæmari einingar.
Fyrir utan peningalega þáttinn þarf að fjalla um
félagslegar og samfélagslegar afleiðingar flutningsins.
Talað var um það sem kost, að færa skólann nær fólkinu.
Ég er þeirrar skoðunar að sú nánd sem lítil sveitarfélög
búa við í skólamálum geti verið samfélagslega óholl.
Smámál geta blásið út vegna alls kyns tengsla og
kunningsskapar. Ég tel nauðsyn á meiri fjarlægð frá
skólanum og að umfjöllun um hann geti af þeim sökum
orðið málefnalegri og faglegri.
Þau rök gegn sameiningu þessara sveitarfélaga, sem
fram hafa komið, eru helst af tilfinningalegum toga. Síst
ætla ég að fara að gera lítið úr þeim. Við vitum hvað við
höfum, en það sem við fáum bíður fyrir handan
sjóndeildarhringinn.
Við þurfum að geta virt fyrir okkur svæðið í heild úr
ákveðinni fjarlægð. Getum við það, tel ég að við munum
fljótlega átta okkur á að það liggur nokkuð beint við að
sameina það undir eina stjóm.
Við erum í rauninni öll undir sömu sök seld. Við
eigum þetta allt sameiginlegt.
Höfundur er kennari við Menntaskólann að Laugarvatni, á
sœti í hreppsnefnd Biskupstungnahrepps og viðrœðunefnd
uppsveitanna um sameiningu.
___________________________ Litli - Bergþór 23