Litli Bergþór - 01.04.1998, Síða 14

Litli Bergþór - 01.04.1998, Síða 14
Stofnun leikskóla í Biskupstungum...frh. Sumardagurinn fyrsti 1991. Hefðbundin hátíð í leikskólanum með foreldmm, börnum og gestum. ekki ætti að girða voru að böm í sveit ættu að vera frjáls og óhindruð og ef komin væri girðing væri hún eingöngu til að klifra yfir. * Aframhaldandi þróun. Stjóm leikskólans kom á fund oddvita snemma á árinu 1990 og óskaði eftir að hreppurinn tæki við rekstrinum. Það var samþykkt á hreppsnefndarfundi 27. júní 1990. Haustið 1990 tekur Biskupstungnahreppur við rekstrinum. Leikskólinn erþá opinn frá kl. 13:00-17:00 fimm daga vikunnar. Hægt var að velja um að hafa barnið í 3, 4 eða 5 daga vistun. Árið 1991 var svo tekin upp átta tíma vistun eða frá kl. 9:00-17:00 með heitum mat í hádeginu, en hann kom úr skólamötuneytinu. Árið 1993 var lærður leikskólakennari ráðinn til starfa. Hún heitir Svanhildur Eiríksdóttir en áður en hún kom til starfa voru mannabreytingar örar. Eftir að hún tók við hefur orðið meiri stöðugleiki hjá starfsfólki. I dag eru 29 böm á leikskólanum og fjórir starfsmenn, þar með talinn leikskólakennarinn. Veturinn 1996-1997 voru flest börn eða 36 og fimm starfsmenn. Börnin eru aldrei öll í einu heldur er hægt að velja margskonar vistun. Reynt hefur verið að draga úr fjöldanum til sparnaðar og vegna þess að húsið og útisvæði taka ekki við öllum þessum fjölda nema bætt verði úr. Sveitarsjóður hefur ekki viljað auka við sig skuldir vegna sumaropnunar, þar sem alltaf eru færri börn sem hafa viljað nýta sér sumaropnun. Einn siður hefur haldist með leikskólanum en það er að halda upp á sumardaginn fyrsta. Þá er höfð sýning á verkum bamanna, skrúðganga, hlutavelta og öllum boðið í kaffi. Alltaf er góð mæting og oft koma yfir hundrað manns. Frumkvöðullinn að þessari skemmtun var Helga Pálsdóttir. Hvatinn að því var að veturinn 1988- 1989 var ákaflega snjóþungur og vorið því kærkomið. Ekki vora allir sammála um ágæti þessarar skemmtunar en Helga stóð fast á sínu og enginn hefur séð eftir því síðan. Lokaorð. í dag hefur leikskólinn sannað gildi sitt og flestir eru sammála um að hann sé kominn til að vera. En það er alltaf erfitt að rjúfa hefðir. Það sem byrjaði fyrir 12 áram sem foreldrarekinn leikskóli 3 daga í viku, aðallega ætlaður til þess að gefa börnum kost á að hittast, er nú orðinn leikskóli sem starfar 5 daga vikunnar frá kl. 9:00- 17:00, rekinn af sveitarsjóði. Börnin fá heitan mat í hádeginu, ávexti á morgnana og brauð í kaffitímanum. Foreldrar geta öraggir sent bömin sín í leikskólann. Lærður leikskólakennari sér um að bamið fái að njóta alls sem virkt leikskólastarf býður upp á. Foreldrar í dag gera þá kröfu að leikskóli sé sjálfsagt mál en það er í raun mjög stutt síðan sú krafa varð raunhæf. Eg vona að saga þessa leikskólans minni fólk á hvað hægt er að gera ef áhugi og samstaða er fyrir hendi. Gert 18.02.98, S.E.R. Heimildaskrá. 1. Gerðabœkur hreppsnefhdar Biskupstungnahrepps árin 1986 -1991. Ijótel Sími 486 8915 fax 486 8715 r Söluskálinn við Geysi Sími 486 8935 Smáréttir minjagripir Bensín og olíuvörur Tjaldstæði - hiólhysasvæði Bláfellsbar Góðar veitingar gisting, svefnpokapláss Bergþórsbar, ný bjórstofa. Hlý glæsileg sundaðstaða. Hestaleiga á staðnum. Qóð þjónusta Litli - Bergþór 14

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.