Litli Bergþór - 01.04.1998, Qupperneq 28

Litli Bergþór - 01.04.1998, Qupperneq 28
Af gömlum leikafrekum í Biskupstungum...frh. Á þessu er einn lítill hængur. Frá Þórði Kárasyni er varðveitt bændaríma, í fyrirsögn að vélriti sögð ort 1915. Þar er ort um Kristján Loftsson sem seinna bjó lengi á Felli en þá í Haukdal: 7 Haukadal þá sögu eg sel, setja Kristján nái. Hann ég góðri forsjón fel, fljóðin segja hann leiki vel. En sagan segir einmitt að Kristján hafi leikið Gottskálk biskup grimma í Galdra-Lofti, og það með miklum ágætum, eins og þeir eiga auðvelt með að ímynda sér sem muna hans dimmu, drynjandi rödd. Varla gengur þó upp að færa sýninguna á Galdra-Lofti til 1915, því að hann var hvergi leikinn fyrr en í Leikfélagi Reykjavíkur á annan jóladag 1914 og kom ekki út á prenti fyrr en 1915. Aðeins er hugsanlegt að Galdra- Loftur hafi verið leikinn í Kóngshúsinu fyrir áramót veturinn 1915-16, fyrr en Syndir annarra, og bændaríma Þórðar Kárasonar ort fyrir áramótin og sungin á samkomunni á Torfastöðum í janúar 1916. Hitt kann líka að vera að Kristján hafi getið sér orð fyrir leiklist áður en hann tókst á við Gottskálk biskup. Hvort sem er, má fullyrða að Galdra-Loftur var leikinn í Biskupstungum veturinn 1915-16, eða í allra síðasta lagi seint á árinu 1916. Það merkir að Tungnamenn hafa sett upp tvö spklunkuný meiri háttar íslensk leikrit sama veturinn, eða á sama almanaksárinu, og hefði það stundum þótt góð frammistaða í þjóðleikhúsi. Hverjir voru í sýningunni, aðrir en Kristján Loftsson? Sigþrúður móðir mín lék Steinunni, hina sviknu ástkonu Lofts. Ekkert man ég af frásögn hennar hverjir voru í öðrum hlutverkum. En nú, eftir að ég fór að vekja máls á þessari sýningu við fólk, hefur svolítið bæst við. Einna helst er talið að Ingvar á Gýgjarhóli hafi leikið Loft sjálfan. Amór bróður minn rámar í að hafa heyrt að Gústaf Loftsson, bróðir Kristjáns, seinast á Kjóastöðum, hafi verið með. Hann hefur þá verið ungur maður, og eins og ég man Gústa er ég sannfærður um að honum hefur ekki verið boðið annað hlutverk en ljúfmennisins Ólafs. Líklega hefði ekki þýtt að spyrja um leikstjóra að þessari uppfærslu Galdra-Lofts. Raunar var kunnátta þátttakenda svo lítil, eftir því sem móðir mín sagði mér, að enginn þeirra sem tóku þátt í henni hafði nokkru sinni séð leiksýningu. Mig langar mikið til að hafa þetta fyrir satt, þótt það sé að vísu orðið dálítið erfitt. Fyrst er vísan í bændarímu Þórðar Kárasonar, þar sem Kristján er sagður leika vel strax árið 1915. Svo bera gerðabækur Ungmennafélagsins með sér að Ingvar á Gýgjarhóli hélt ekki bara einu sinni heldur tvisvar ræður á skemmti- samkomum þar sem einnig var leikið, bæði 1913 og 1916. Það verður að teljast ólíklegt að hann hafi í bæði skiptin komið svo seint að hann missti af leiknum. Ekki tími ég heldur að taka Galdra-Loft af Ingvari frænda mínum, sem dó í blóma lífsins úr berklum sumarið 1918. Svona geta heimildimar leikið góðar sögur. Aðgangseyrir og leikbúningur Galdra-Loftur var örugglega ekki leikinn á vegum Ungmennafélagsins, enda er þeirrar sýningar hvergi getið í bókum þess. Einhvem veginn var sýningin tengd við Haukadalssókn, og örugglega var stofnað til hennar í tjáröflunarskyni fyrir einhvem góðan málstað, ef það á við hana sem ég man að móðir mín sagði frá, að leikendum þótti koma svo lítið í kassann að þau ákváðu að borga aðgangseyri sjálf til að drýgja tekjumar. Manni dettur auðvitað fyrst í hug að tilgangurinn hafi verið að kaupa eitthvað í þágu Haukadalskirkju, úr því að sýningin var tengd við sóknina, en um það virðist enginn muna neitt, og yfirleitt var það ekki sérstakt áhugamál þessarar kynslóðar ungs fólks að safna kirkjugripum. En hvemig sem það nú var, þóttist leikhópurinn eiga nokkra sanngimiskröfu til þess sem Haukadalskirkja gæti látið þeim í té af leikmunum, svo að þau gripu til messuskrúðans úr kirkjunni til að skrýða Gottskálk biskup, þegar hann var særður upp úr gröf sinni. Helst minnir mig að þau hafi fengið leyfi sóknamefndar- formanns til þess að nota skrúðann, hver sem hann var. En sóknarpresturinn, séra Eiríkur Þ. Stefánsson á Torfastöðum, var ekki spurður, og sagan sagði að hann hefði orðið svo hneykslaður að hann hefði hótað að lýsa yfir vanþóknun sinni af prédikunarstólnum í Haukadal þegar næst yrði messað. En það vildi stundum dragast að séra Eiríkur færi upp í Haukadal að messa, og þegar loksins varð úr því, þá var svo langt um liðið frá leiksýningunni að hann kunni ekki við að fara að nefna misnotkun messuskrúðans og vekja þannig athygli á því hvað messuföllin voru orðin mörg. Málið féll því niður hljóðlega. Húsið í Múla þar sem „ Tengdamamma “ var sett á svið. Leikhúsið í Múlabaðstofunni Ég hafði lengi fyrir satt að Galdra-Loftur hefði verið leikinn í baðstofunni í Múla. Ástæða þess mun vera sú að móðir mín tók þátt í sýningu á Tengdamömmu eftir Kristínu Sigfúsdóttur, og hún var sýnd í Múla veturinn 1923-24, að sögn Sveins Kristjánssonar frá Drumbodds- stöðum, sem sá hana sjálfur, tíu eða ellefu ára gamall. Tvær langminnugar konur úr Tungunum, Þóra Bjömsdóttir frá Brekku og Þorbjörg Eiríksdóttir frá Torfastöðum, muna vel eftir sýningunni á Tengda- Litli - Bergþór 28

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.