Litli Bergþór - 01.04.1998, Blaðsíða 22
Kosningar um
sameiningu
Eftir: Pál M. Skúlason
Inngangur:
Það eru dálítið skiptar skoðanir um það hvort þetta
blað, Litli Bergþór, blað Ungmennafélags
Biskupstungna, á að vera vettvangur fyrir umræðu af því
tagi sem hér er borin fram. Eg sjálfur tel að ef blaðið á
að geta talist spegill samfélagsins þurfi það að taka til
umfjöllunar þau mál sem hæst ber hverju sinni svo fremi
að það sé fjallað málefnalega um viðfangsefnið.
Það var nú svo, að ritstjórn blaðsins fór fram á það að
ég skrifaði eitthvað um sameiningarmálin í þetta blað og
eins og sjá má hef ég orðið við því.
I stórum dráttum má segja að þessi grein fjalli um
tvennt: annars vegar um þá vinnu sem átt hefur sér stað
frá því hreppsnefndir 8 hreppa í uppsveitunum ákváðu að
leggja af stað í þá ferð sem nú sér fyrir endann á, og
hinsvegar mun ég gera nokkra grein fyrir nokkrum
ástæðum þess, að ég tel að það væri rétt ákvörðun að
samþykkja tillögu um sameiningu ofangreindra hreppa.
Leiðin að kosningum.
Ég hef ekki farið dult með þá skoðun mína að ég er
hlynntur þeirri sameiningu sem kosið verður um í vor og
vil leyfa mér að lýsa ánægju minni með þá ákvörðun
sveitarstjómanna að samþykkja að efna til kosninga.
Það hefur ekki verið mikil opinber umræða um þetta
mál hingað til og virðist eins og fólk sé frekar feimið að
tjá afstöðu sína, ekki síst sveitarstjómarfólkið sjálft. Við
verðum að vona að þegar nær dregur kosningum og sú
kynning á málinu sem fyrirhuguð er, er farin af stað, fari
fólk að láta meira í sér heyra.
Ég ætla hér að greina stuttlega frá því starfi sem farið
hefur fram frá því sveitarstjómir hreppanna átta:
Biskupstungnahrepps, Gnúpverjahrepps,
Grafningshrepps, Grímsneshrepps,
Hrunamannahrepps, Laugardalshrepps,
Skeiðahrepps og Þingvallahrepps, komu fyrst saman í
Aratungu 1. nóvember 1996.
Á þessum fundi var ákveðið að hefja vinnu sem átti
að miða að því að kanna hvort heppilegt gæti verið að
sameina sveitarfélögin. Hver sveitarstjóm skipaði tvo
fulltrúa í viðræðunefnd, utan Grafningshreppur sem
skipaði einn. í þessari nefnd áttu sæti í upphafi:
Svavar Sveinsson og Páll M. Skúlason frá
Biskupstungnah repp i,
Loftur Þorsteinsson og Sigurður Ingi Jóhannssonfrá
Hrunamannahreppi,
Bjarni Einarsson og Hörður Harðarson frá
Gnúpverjahreppi,
Kjartan Agústsson og Sveinn Ingvarsson frá
Skeiðahreppi,
Böðvar Pálsson og Kjartan Helgasonfrá
Grímsneshreppi,
Þórir Þorgeirsson og Elsa Pétursdóttir frá
Laugardalshreppi,
Ragnar Jónsson og Halldór Kristjánsson frá
Þingvallahreppi og
Guðmundur Þorvaldsson frá Grafiúngshreppi.
Þórir Þorgeirsson lést á árinu og tók Guðmundur
Rafnar Valtýsson sæti í nefndinni í hans stað.
Viðræðunefndin kom fyrst saman 31. janúar 1997.
Þar voru lagðar línumar fyrir framhaldið og skipuð
þriggja manna framkvæmdanefnd. í hana vom valdir
þeir Sigurður Ingi Jóhannsson, sem síðar var valinn
formaður nefndarinnar, Páll M. Skúlason, ritari og Bjami
Einarsson, gjaldkeri. Hlutverk framkvæmdanefndar
hefur verið að safna upplýsingum og undirbúa fundi
viðræðunefndar.
Leitað var til Endurskoðunar ehf. um að gera
tjárhagslega úttekt á sveitarfélögunum. I september lá
fyrir slík úttekt og í framhaldi af því var ákveðið að
senda út eyðublöð til allra sveitarfélaganna vegna
stöðugreiningar til að unnt yrði að átta sig á stöðu þeirra
að öðm leyti en því sem fram kemur í ársreikningum og
bera saman ýmsa þætti í starfsemi þeirra. I lok október
lágu þær upplýsingar síðan fyrir. Utbúin var mappa með
öllum gögnum sem safnað hafði verið og var hún send
öllum fulltrúum í viðræðunefndinni. Síðan var haldinn
fundur viðræðunefndar 18. nóvember. Þar kom fram að
sveitarstjómimar vom ekki tilbúnar að fara allar jafnhratt
í sameiningarmálunum. í framhaldi af þeim fundi ákvað
framkvæmdanefnd að boða til fundar
viðræðunefndarinnar þann 5. janúar. „Gert er ráð fyrir, að
á þeim fundi túlki nefndarmenn skýra afstöðu
viðkomandi sveitarstjórna, þannig að ljóst sé hvaða
sveitarstjórnir vilja stefna að sameiningu fyrir kosningar í
vor.“ Þannig var þetta orðað í fundarboðinu.
Á fundinum 5. janúar kom fram að allir voru
sammála um að reyna við sameiningu allra
sveitarfélaganna og varð niðurstaða fundarins sú, að send
var tillaga til allra sveitarstjórnanna. Tillagan fól í sér:
*Að útbúið verði kynningarefni um hugsanlega
sameiningu sem verði dreift eigi síðar en 31. mars.
*Að kynningarfundir um sameininguna fari fram í
öllum hreppunum fyrir 1. maí.
*Að í hreppunum fari fram kosning um sameiningu
þeirra samhliða sveitarstjórnarkosningum þann 23. maí.
*Að hugsanleg sameining eigi sér stað 1. janúar 1999.
*Að verði sameining samþykkt í öllum
Litli - Bergþór 22