Litli Bergþór - 01.04.1998, Síða 27

Litli Bergþór - 01.04.1998, Síða 27
morguninn eftir. Þá hafði auk leiksýningar verið haldið eitt erindi og ein ræða, auk setningarræðu, lesið upp tvisvar, leiknir málsháttaleikir, drukkið kaffi, sungið og dansað. Samkomuna sótti um hundrað manns, segir í gögnum félagsins. Salurinn sem hýsti þennan fjölda var svokölluð hliðarbygging, segja mér Valdimar Pálsson frá Spóastöðum og fleiri. Það var íbúðarhús með langhlið úr timbri fram á hlaðið. Fátt annað en bjartsýni ungmennafélaga í byqun 20. aldar hefði getað unnið kraftaverk eins og að koma hundrað manns inn í þess konar hús. Næstu árin varð það siður í Ungmennafélaginu að halda skemmtisamkomu snemma í janúar, og jafnan voru leikir meðal skemmtiatriða. Arið 1914 var aftur komið saman í Miklaholti, og er leikurinn kallaður 101 í gerðabókinni. Það hlýtur að vera sama verkið og var leikið undir titlinum Nr. 101 í Góðtemlarahúsinu í Reykjavík veturinn 1893-94 og aftur 1894-95, samkvæmt leiksýningaskrá í riti Sveins Einarssonar, íslenskri leiklist. Þar er höfundur sagður ókunnur, en leikritið er sjálfsagt þýtt. í gerðabók Ungmennafélagsins er tekið fram að upphækkaður pallur hafi verið settur í húsið svo að allir gætu séð leikinn. Aftur voru þar um hundrað manns. Árið eftir var skemmtunin haldin á Torfastöðum, og voru leiknir tveir smáleikir, Mötunautamir og Marjas. Ég veit ekki hverjir þessir Mötunautar eru, en Marjas hlýtur að vera leikgerð af smásögu Einars Kvaran, sem kom fyrst út í Skími árið 1908 og síðan í smásagnasafni Einars, Frá ýmsum hliðum, 1913. Árið 1916 var skemmtunin aftur á Torfastöðum. Þá komst leiklistin á nýtt stig í Ungmennafélaginu, því tekið var til sýningar leikritið Syndir annarra eftir Einar Hjörleifsson Kvaran. Þetta var nútímaleikrit, hafði komið út árið 1915 og gerist í Reykjavík samtímans í borgaralegu umhverfi ritstjóra, lögfræðings og sómakærra frúa. Það er í þrem þáttum með tólf hlutverk og tekur 135 blaðsíður á prenti í vasatæku broti. Eftir þetta em samkomur með leiksýningum ekki nefndar í gögnum Ungmennafélagsins fyrr en 1919. Þá hélt félagið skemmtun á Vatnsleysu 26. janúar, og var leikinn sjónleikurinn Góð kaup eftir Valdimar Erlendsson. Maður með því nafni var uppi á ámnum 1879-1951, upprunninn norður í Kelduhverfi, læknir sem nam háskólanám sitt og bjó alla sína starfsævi í Danmörku. Hann skrifaði talsvert, bæði um lækningar og endurminningar sínar. Tvö kvæði birtust eftir hann í Eimreiðinni 1912, en ekki hef ég séð hann orðaðan við leikritun, nema ef Góð kaup væm eftir þennan Valdimar. Næsta vetur var skemmtisamkoman haldin fyrir áramótin, 28. desember á Vatnsleysu, en þar var ekki leikið. Eftir það þrjóta gerðabækur félagsins um árabil. Vitnisburður Þórðar Kárasonar Eftir hinn ágæta hagyrðing Tungnamanna, Þórð Kárason sem bjó lengi á Litla-Fljóti, hafa varðveist gamanvísur þar sem meðal annars er lýst samkomunni á Torfastöðum f janúar 1916. Þæreru svona: Nýjan skal nú byrja braginn Svitnaöi margur svanni íframan, og bjóða öllum góðan daginn sá þó hvergi nœrri amann. og láta angurs bitran blœinn Einar Sœmundsson gerði gaman ei blása hér um stund. og gleði jók að mun. Já, mérfinnst sitthvað mœtti segja, þó máski vœri nœr að þegja, en fyrir vitra og flón þvífleygja semfœrist manni í hug. Hnígur sögn úr huga glöðum, heima var á Torfastöðum skemmtun háð og skrefum hröðum þar skatnar sóttu að. Þar var mikil þröng í salnum, þar komfólk úr Laugardalnum. Meyjunum og mörgum halnum magnaðist gleði þá. Þar kom austan þjóð úr Hreppum, þar var Ijóða ögn af greppum. Allvœnn hópur sást af seppum er sveimaði þangað með. Annarra drýgðar sáust syndir, sætlega andlits brostu myndir, rœðu flóðu líka lindir og lœkir mœlskunnar. Já, margt var þá sem hressti hugi, hvergi sáust mein á bugi. Ingvar kom í oddaflugi og œtlaði ég vissi ei hvert. Margur vildi vœngjum þöndum veifað geta ofar löndum. Ein var gleðin uppi á Söndum sem allafýsti að sjá. Já, þá var margur maður lireykinn, margur teygði á skeiði eikinn, þá var Galdra-Loftur leikinn, sem lýða hressti geð. Þó ótti flygi að ýmsum drjólnum augum þegar dauða bólgnum Gottskálk leit hinn grimmi úr stólnum, það gerði ei vitund til. Svanna þá við sœta kransa séra Brynki fór að dansa. Augu meyja gjörðu glansa er guma litu þann. Horskur sveinn og hringaskorðan horfðu á karl þar einn að norðan er kvæða ósmáan kunni forðann og kyrjaðifyrir þjóð. Eitt enn verð ég á að minnast, um þó kunni ræður spinnast og sumum muni fátt um finnast, það fer nú sína leið. Þegna enginn þar dró ýsur, þuldi hann nýjar bœndavísur, fjöldi sveina og dúkadísur þar dansinn stigu létt. Kjartansson yfir rekka röðum raflýsti á Torfastöðum, vœgur gjalds þó varði kvöðum verknaðinn fyrir þann. Að hér sé átt við ungmennafélagsskemmtunina 1916 sést ekki aðeins á því að vísað er til leiksins Syndir annarra í sjöttu vísunni. Á sömu samkomu hélt Ingvar Guðmundsson á Gýgjarhóli, hálfbróðir Sigþrúðar, ræðu sem hét Oddaflug, eins og vikið er að í tíundu vísu, og Einar Sæmundsen bæði flutti ræðu og las upp, ásamt raunar Þórði Kárasyni sem las frumort kvæði: Landið mitt góða. Þorsteinn Sigurðsson á Vatnsleysu kvað bændarímu eftir Þórð, og mun hafa leikið karl að norðan. Víkur nú sögunni að Galdra-Lofti Þar með er sýningin á Galdra-Lofti sett niður á stað og í tíma, eins nákvæmlega og kostur er á. „Ein var gleðin uppi á Söndum,“ orti Þórður, og hefur átt við hverasvæðið við Geysi; það varjafnan kallað „á Söndunum“ íbemsku minni og er kannski enn. Hér fær það staðfestingu, sem fróðir menn hafa haldið fram við mig, bæði Amór bróðir minn í Amarholti og Eiríkur mágur minn Tómasson, að Galdra-Loftur hafi verið settur á svið í Kóngshúsinu svonefnda við Geysi, sem var reist til að taka á móti Friðriki konungi áttunda árið 1907 og stóð uppi fram yfir 1920. Þórður segir frá sýningunni á Galdra-Lofti á eftir Torfastaðasamkomunni, og liggur beinast við að skilja það svo að hann hafi verið leikinn síðar sama vetur, á útmánuðum 1916, eða hugsanlega á haustmánuðum vetrarins á eftir, ef gamanvísumar hafa átt að ná yfir almanaksárið 1916. Litli - Bergþór 27

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.