Litli Bergþór - 01.04.1998, Blaðsíða 7
Hvað segirðu til?
Hér verða tíunduð helstu tíðindi úr sveitinni frá
jólaföstu og fram á góu.
Að vanda verður byrjað á veðurfarinu. Skammdegið
var eitt það mildasta, sem elstu menn muna. Um miðjan
desember kom dálítill snjór, en hann hvarf fljótt í hægri
asahláku. Helst mun hún hafa valdið skaða á Kjalvegi, og
hafði hann skolast burt báðum megin við brúna á Grjótá
en er þar þó talið fært á jeppum. Um jól og áramót og
raunar alveg fram á góu var veður yfirleitt milt og
kyrrlátt, lítið um frost, snjó eða rok. Þó kom ein snörp
hrina seint í janúar, sem tók með sér hluta af fjárhúsi á
Heiði. Ekki varð þar tjón á skepnum og var húsið
endurreist að bragði. Síðustu dagana í febrúar kólnaði
verulega og stóð til loka fyrstu viku mars. Hitinn fór
nokkrum sinnum niður fyrir - 15 stig og a.m.k. einu sinni í
-17. Oftast var um leið töluvert hvasst og leitaði kuldinn
því mikið á. Eftir kuldakastið tóku við umhleypingar með
blotum og éljagangi.
Snemma á jólaföstu var aðventusamkoma í
Skálholtskirkju. Þar sungu kórar bæði heimamanna og
annarra, einsöngvarar sungu, hljóðfæraleikarar léku og
forsætisráðherra hélt ræðu.
Viku fyrir jól var séra Guðmundi Óla Ólafssyni,
fráfarandi sóknarpresti, haldið heiðurssamsæti í
Aratungu. Honum var þar þakkað farsælt starf í full 42 ár
og hann heiðraður með gjöfum, ávörpum, ráðum, söng og
hljóðfæraslætti.
Helgihald um jól og áramót var með hefðbundnum
hætti með messum á öllum kirkjum í umsjá vígslubiskups
og rektors í Skálholti.
Þorrablót var fyrstu helgi í þorra í umsjá
Torfastaðasóknar. Var þar húsfyllir og komust jafnvel
færri en vildu. Gestir komu að vanda með kvöldmatinn
með sér og snæddu hann undir skemmtidagskrá
heimamanna og dönsuðu síðan við undirleik tveggja
hljómlistarmanna fram eftir nóttu.
Alþingismenn tveggja stjómmálaflokka boðuðu
heimamenn á sinn fund hvorir síðla í janúar. Fyrst komu
þingmenn Framsóknarflokksins í Suðurlandskjördæmi.
Þeir gáfu góðar vonir um að allar helstu ferðamannaleiðir
hér í sveit yrðu komnar með bundið slitlag á næstu 4 árum
og jafnvel einnig brú á Hvítá við Bræðratungu. Þeir
höfðu góð orð um að hvetja umhverfisráðherra til að
heimila að Geysir verði látinn gjósa og yfirborð
Hagavatns hækkað.
Síðar komu svo tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins,
annar úr kjördæminu en hinn af Norðurlandi vestra. Sá
heitir Hjálmar Jónssonar og er fæddur í Borgarholti hér í
sveit. Ekki fékkst staðfest á fundinum að hann væri á leið
á bemskuslóðir. Þeir fóm vítt um stjómmálasviðið og
gáfu vonir um betri tíð í ýmsu tilliti. Greindu þeir m.a. frá
hugmyndum um lýsingu vegar yfir Hellisheiði og göng
eða rör í sjó til Vestmannaeyja.
Reykholtsskóli fagnaði 70 ára afmæli viku af mars.
Þar var fjölmennt og mikið um dýrðir, ræður,
hljóðfæraleikur, söngur og feira.
Nemendur Reykholtsskóla leika á afmœlishátíð.
Nokkrar kindur hafa heimst við Hlíðar síðan um
áramót. Um þrettándann náðust 8 kindur í Rauðafelli, 3
frá Austurhlíð, 3 frá Vaðnesi í Grímsnesi og 2 frá Efra-
Apavatni í Laugardal. Talið var að auk þeirra hefðu sést
einar 16 í Efstadalshögunum. Snemma í mars náðust
þessar kindur og voru flestar frá Austurhlíð. Um miðjan
febrúar fundust svo 4 kindur hátt í Hellisskarði. Þrjár
þeirra voru frá Austurhlíð og ein frá Vaðnesi. Þær vom
taldar dável á sig komnar.
Brautarholtsbúið á Kjalarnesi hefur tekið á leigu
svínahúsið í Helludal. þar eru alin á annað hundrað svín.
Pest sú er hrjáð hefur hross manna á Suðvesturlandi í
vetur barst að Gýgjarhóli í febrúar. Síðar breiddist hún út
á nokkra bæi í sveitinni. Hún hefur valdið nokkmm
hrossum dálitlum óþægindum og a.m.k. eitt mun hafa
fengið gamaflækju og drepist. Helsta fjörtjónið af
hrossapestinni í mars var frestun á árshátíð Loga.
Jónas Ólafsson fyrrum bóndi á Kjóastöðum, sem hefur
verið búsettur á Selfossi síðustu ár, lést í desember. Útför
hans fór fram frá Skálholtskirkju í byrjun janúar og var
hann jarðsettur í Haukadal.
A.K.
BISK-VERK
Tökum að okkur alla byggingastarfsemi
Nýsmíði - Viðhald
Sumarhúsaþj ónusta
Þorsteinn Þórarinsson, sími 486 8782
Skúli Sveinsson................ 486 8982
Bflasími 853 5391
GSM 893 5391
Litli - Bergþór 7