Litli Bergþór - 01.04.1998, Blaðsíða 9
Hreppsnefndarfréttir
sveitarfél. að slíkum bréfum. Ákveðið að senda út til
hreppsnefndarmanna með næsta fundarboði þessar
tillögur til umræðu á næsta fundi.
Geysismál. Fyrir lá bréf frá Náttúruvemd ríkisins
dags. 24. nóv. 1997 þar sem stofnunin átelur harðlega þá
ákvörðun oddvita að láta framkalla sápugos í Geysi.
Einnig lá fyrir svar oddvita þar sem rakin eru helstu rök
heimamanna. Hreppsráð fagnar því að hraða eigi
rannsóknum á Geysi og vonar að það leiði til þess að
Geysir geti gosið án sápu í framtíðinni.
Gísli sagði frá því að sóknarnefndirnar ætluðu að
standa fyrir hófi til heiðurs Sr. Guðmundi Óla Ólafssyni,
fráfarandi presti, þann 17. des. n.k. Hreppsráð samþ. að
sveitarfélagið leggi til kaffiveitingar í veisluna.
Gjöf frá börnum Erlendar Gíslasonar frá
Dalsmynni sem létst nú í haust. þau hafa gefið íbúðum
aldraðra í Bergholti fagurt málverk af Heklu málað af
Gísla Sigurðssyni frá Uthlíð. Ágústa Ólafsdóttir veitti
málverkinu mótttöku fyrir hönd hreppsins og kom með
það á fundinn.
Hreppsnefndarfundur 8. desember 1997.
Hreppsnefnd Biskupstungnahrepps er sammála um
það álit að íframhaldi gagnasöfnunar sameiningar-
nefndar sé eðlilegt að framfari kynning á gögnum í
sveitaifélögunum sem að henni standa, og að íframhaldi
kynningarinnar farifram kosning um vilja íbúanna til
sameiningar þeirra sveitarfélaga sem reynast tilbúin til
þess.
Hreppsnefnd beinir því til sameiningarnefndar að
hún leggifram ákveðnar tillögur, eftir að hafafengið í
hendur afgreiðslu sveitarstjórnanna fyrir lO.jan 1998,
umframhald málsins sem miðar að því að kosningar til
sveitarstjórnar í sameinuðu sveitaifélögunum getifarið
fram við sveitarstjórnarkosningar vorið 1998.
Hreppsnefnd ítrekar fyrra erindi til
Vegagerðarinnar í bréfum dags. 13. júni 1995 og 12.
sept. 1995 að samhliða frágangi vegkants um Laugarás
verði ekið fyllingu undir gagnstíg sem jafnframt mætti
nota sem reiðveg á svæðinu milli vegbrúnar og
ljósastaura. Ennfremur að steyptur verði kantsteinn til að
afmarka veginn og að öryggi vegfarenda verði aukið
með viðeigandi ráðstöfunum, dregið úr umferðarhraða og
dregin óbrotin lína til aðgreiningar akreina.
Á fundinn komu Ingvar Sigurgeirsson og Guðrún
Kristinsdóttir og kynntu sér viðhorf
hreppsnefndarmanna til Reykholtsskóla.
Erindisbréf skólanefndar og skólastjóra voru
yfirfarin og gengið var frá þeim til samþykktar á
hreppsnefndarfundi í janúar. Leitað verði umsagnar
kennara og skólastjóra.
Bréf Fasteignamats ríkisins 25. nóv. 1997.
Heildargjaldstofn sveitarfélagsins er 3.848.632 þús. og
hefur breyst um 3,39% frá síðasta ári.
Ein íbúð fyrir aldraða í Bergholti er laus. Enginn
aldraður hefur sótt um að leigja hana. Samþ. var að
auglýsa hana til leigu (á almennum markaði) ef enginn
aldraður sækir um verði hún leigð öðrum tímabundið.
Páll talaði um að ofaníburð vantaði í veg að
Austurbyggð í Laugarási.
Hreppsnefndarfundur 19. desember 1997.
Bréf eigenda Krosshóls í landi Laugaráss dags. 6.
12. 1997. Óskað er eftir framlengingu samnings um
lóðaréttindi en núverandi samningur gildir til 2002.
Hreppsnefnd er tilbúin til viðræðna um málið.
Bréf frá Verkamannafélaginu Dagsbrún dags. 9.
des. 1997. Dagsbrún hyggst girða af landspildu sína úr
jörðinni Stóra-Fljóti og huga að framtíðamýtingu hennar.
Hreppsnefnd er tilbúin til viðræðna um málið.
Kynnt var stöðuskýrsla vegna fyrsta áfanga
aðalskipulags Biskupstungnahrepps 1998-2010. Rætt
um skipulag miðhálendis og vefsíðugerð á Laugarvatni.
Hreppsráðsfundur 8. janúar 1998.
Hreppsráð leggur til að álagning fasteignagjalda,
vatnsskattur og sorpeyðingargjald verði óbreytt fyrir árið
1998.
Bréf Ferðaþjónustunnar Suðurstrandar dags. 29.
des. 1997. Hreppsráð leggur til að Ferðaþjónustunni
verði veitt leyfí til bátasiglinga á Hvítárvatni sumarið
1998. Leyfið er háð því að öll umgengni sé góð og
aðstaða valin í samráði við sveitarstjóm.
Bréf S.B.S. dags. 22. des. 1997. Hreppsráð leggur
til að ekki verði nýttur forkaupsréttur að 30,9% í
félaginu að nafnverði kr. 4.884.000,- sem Austurleið hf
kaupir af Guðmundi Jónassyni o.fl.
Bréf Vinnumálastofnunar dags. 23. des. 1997.
Kynnt ákvörðun svæðisráðs Suðurlands um að
einstaklingar, sem em á skrá í Laugardal og
Biskupstungum skuli í framtíðinni mæta til skráningar í
Reykholti frá og með l.jan. 1998.
Bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga dags. 17. des.
1997. Kynnt ný reglugerð um jöfnunarframlög
Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til reksturs grunnskóla nr.
653/1997 sem tekur gildi l.jan. 1998. Með fylgir
bæklingur til almennarar kynningar á Jöfnunarsjóðnum
með einkar fallegri mynd af ráðgjafanefnd sjóðsins.
Bréf Skógræktarstjóra dags. 15. des. 1997. Yfirlit
yfir jarðir í Biskupstungum sem til stendur að hefja
nytjaskógrækt á. Jarðimar em: Gýgjarhóll I,
Galtalækur, Helgastaðir II og Vatnsleysa II. Hreppsráð
leggur til að skipulagið verði samþykkt.
Bréf Tóbaksvarnarnefndar dags. 18. des. 1997.
Hvatning til sveitarstjórna um að gera ráð fyrir
fjármunum á fjárhagsáætlun til fjölþættra tóbaksvama í
grunnskólum. Vísað til skólanefndar.
Bréf Helga Sveinbjörnssonar dags. 13. des. 1997.
Sótt um stækkun á lóð umhverfis Launrétt I. Hreppsráð
leggur til að athuga þurfi málið nánar áður en ákvörðun
er tekin.
Fundargerð Sameiningarnefndar dags. 5. jan.
1998. Hreppsráð er samþykkt þeirri tillögu, sem
samþykkt var á fundi sameiningarnefndarinnar, þannig
að kosið verði samhliða sveitarstjómakosningunum þann
23. maí í vor um sameingu uppsveita Árnessýslu.
Litli - Bergþór 9