Litli Bergþór - 01.04.1998, Blaðsíða 11

Litli Bergþór - 01.04.1998, Blaðsíða 11
Hreppsnefndarfréttir genginu 2,53 eða samtals kr. 325.900,-. Hreppsráð leggur til að gengið verði að tilboðinu. Bréf Þingvallanefndar dags. 17. febrúar 1998. Boðað er til fundar þann 26. febrúar á Borg í Grímsnesi um endurskoðun laga frá 1928 um þjóðgarðinn á Þingvöllum. Endurskoðun texta hefur farið fram frá síðasta fundi og er ekki lengur gert ráð fyrir að mörkin nái inn í Biskupstungur. Því er fulltrúa Biskupstungna- hrepps einungis boðið sem áheymarfulltrúa á fundinn. Bréf Slysavarnafélags íslands dags. 20. febr. 1998. Kynnt samþykkt félagsins um áskorun til allra sveitarstjórna á landinu um að skylda skólabflstjóra að hafa bflbelti í öllum skólabílum. Bréf sem varða fjárhagsáætlun 1998. a) Bréf HSK dags. 4. des. 1997. Samþykkt að leggja til sambandsins kr. 20.000,-vegna útgáfu bókarinnar um Sigurð Greipsson og Haukadalsskólann. b) Bréf Landssamtaka áhugafólks um flogaveiki. Oskað eftir kaupum á málverki (eftirprentun) eftir Kristján Davíðsson til styrktar hreyfingunni. Hafnað. c) Bréf Skógræktarfélags Ámesinga dags. 20. nóv. 1998. Óskað eftir ótilgreindum fjárhagsstuðningi. Hafnað. d) Bréf brunamálanefndar. Beiðni um styrk til tækjakaupa ( Eg lœt afskrifa mína skuld. 1998 fyrir kr. 559.000,-. Ákveðið að leggja til kr. 250.000,- á fjárhagsáætlun til tækjakaupa. Afskriftir skulda. Hreppsráð leggur til felldar verði niður og afskrifaðar skuldir sex aðila, þar sem sýnt þykir að ekki sé hægt að innheimta þær. Heildarupphæð er samtals kr. 163.404,-. Oddviti lagði fram lista yfir þessa aðila. Einnig var afskrifuð víxileign hjá þremur aðilum af sömu ástæðum samt. kr. 307.590,-. Hreppsnefndarfundur 3. mars 1998. Hreppsnefnd telur að stefnt skuli að því að bflbelti verði í öllum skólabílum frá og með næsta hausti. Fjárhagsáætlun 1998. Lögð var fram fjárhagsáætlun Biskupstungnahrepps árið 1998 til síðari umræðu og afgreiðslu. Áætlaðar skatttekjur 89.475.000 Rekstur málaflokka 68.075.000 Selt hlutafé 10.000.000 Tekin ný langtímalán 25.000.000 Breyting á hreinu veltufé (skammtímalán) 5.937.000. Fjárhagsáætlunin var samþykkt. Bréf Helga Sveinbjörnssonar 13. jan 1998. Helgi óskar eftir að fá til leigu lóð vestan við Slakka. Oddvita falið að ræða við Helga um frágang mála. Fundarboð aðalafundar Atvinnuþróunarsjóðs og kosning fulltrúa á fundinn. Boðað er til aðalfundar Atvinnuþróunarsjóðs á Hótel Örk 26. mars. Svavar Sveinsson var kjörinn fulltrúi hreppsins og Sveinn Sæland varamaður. Bréf Snorra Guðjónssonar og Evu Hillströms. Óskað er eftir að fá samþykkt nafnið Litla-Tjöm á hús þeirra í landi Tjamar. Samþykkt. Hreppsnefndarfundur 10. mars 1998. Erindi Þóris Sigurðssonar 9. mars 1998. Þórir sækir um leyfi til að setja upp og reka tjaldstæði í Birkilundi. Hreppsnefnd samþykkir starfsleyfið enda hljóti erindið lögformlega afgreiðslu varðandi skipulagsmál. Kynntar voru teikningar af þjónustu og safnahúsi við Geysi í Haukadal sem Már Sigurðsson hyggst reisa. Hreppsnefnd fagnar þessum hugmyndum og lýsir fullum stuðningi við framkvæmdina. Lagt fram vinnuplagg vegna samciningarkosninga í vor. Samantekt D.K. --------------------------------------'N HJÓLBARÐAVIÐGERÐIR HJÓLBARÐASALA R AFGE YM AÞ J ÓNUSTA Opið: Mán.-fös. 08.00-18.00, lau. 10.00-15.00. SÓLNING AUSTURVEGI58 Sími 482 2722 ________J Litli - Bergþór 11

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.