Litli Bergþór - 01.04.1998, Blaðsíða 26

Litli Bergþór - 01.04.1998, Blaðsíða 26
Af gömlum leikafrekum í Biskupstungum Höfundur Gunnar Karlsson. í október í fyrra, 1996, komum við systkinin frá Gýgjarhólskoti saman í Haukadal, ásamt bömum okkar, bamabörnum og fleiri nákomnum, og héldum upp á hundrað ára afmæli Sigþrúðar móður okkar Guðnadóttur frá Gýgjarhóli, sem þá var látin fyrir næstum þrjátíu árum. Þar rifjaði ég upp það sem mig minnti að hún hefði sagt mér um fyrstu spor sín á leiklistarbrautinni, þegar hún lék Steinunni í Galdra-Lofti eftir Jóhann Sigurjónsson, ásamt öðrum ungmennum úr Haukadalssókn. Eftir á var mér sýnt fram á að ég hefði ruglað saman í frásögn minni að minnsta kosti tveimur ef ekki þrernur leiksýningum. Með því móti varð sagan að vísu langtum betri en sú sem ég neyðist til að segja nú, eftir bestu fáanlegu heimildum. En það eru álög sagnfræðinga að eltast sífellt við sannleikann, eins þótt hann sé stundum ekki eins skemmtilegur og hugarburðurinn, og tjáir ekki að fást um það. En þessi eltingarleikur við sannleikann hefur leitt mig frá sýningunni á Galdra-Lofti að nokkrum fróðleiksmolum um aðrar leiksýningar í Biskupstungum á öðrum og þriðja áratug tuttugustu aldar, svo að grein mín hér verður hrafl af fróðleik um upphaf leiklistar í sveitinni. Úr því að svo fór er best að byrja á byrjuninni, eftir því sem traustar heimildir eru um. Leikstarfsemi Ungmennafélagsins Llngmennafélag Biskupstungna var stofnað á fyrsta sumardag árið 1908, og eru til vandaðar fundargerðabækur þess frá upphafi til 1920, varðveittar í Héraðsskjalasafninu á Selfossi. Þar kemur leiklist fyrst við sögu á skemmtun sem var haldin í Miklaholti 4. janúar 1913. Þar var leikinn leikur sem er kallaður Annarhvor í gerðabókinni. Leikarar voru fjórir, Salvör Ingimundardóttir, Bríet Þórólfsdóttir, Sumarliði Grímsson og Jóhannes Kárason. Fjölda leikara og kynferði ber saman við persónur í örstuttum þýddum söngleik sem var gefinn út á íslensku árið 1897 með titlinum Annarhvor verður að giftast. Höfundar er ekki getið, en kverið hefur verið flokkað með enskættuðum bókmenntum í Landsbókasafni. Sennilegast finnst mér að leikurinn sé vestan úr Amenku; þannig syngur ein persónan unt norðrið: „þar sem grenigrónu fjöllin / gnæfa yfir sléttan völlinn", og á það betur við Vesturheim en Bretland. Verkið er aðeins fimm blaðsíður á prenti, allt í söngvum og með afar einfaldri sögu sem er þó ekki sögð til fulls. I fyrsta söng ber Geirþrúður mat á borð fyrir tvo systursyni sína, Jakob og Vilhjálm Plum, um leið og hún skensar þá fyrir að vita flest um náttúruna en kunna ekki að haga sér rétt. I öðrum söng ræða bræðumir hvor eigi að biðja stúlkunnar og virðast koma sér saman um að draga um það. I þriðja söng útmálar Geirþrúður fyrirhöfnina við að undirbúa brúðkaup og heimilisstofnun. Fjórða söng syngur Lovísa, bróðurdóttir Geirþrúðar, og dásamar lífið og náttúmna. í fimmta söng er árangurslaust reynt að koma þeim Jakobi og Lovísu saman, en í sjötta söng biður Vilhjálmur hennar. Bœrinn í Miklaholti. Síðan er niðurlagssöngur. Geirþrúður á síðasta orðið og flytur boðskap verksins: Efþú vilt eitthvað áunniðfá, og eitthvað liggur hjarta þér á, þá settu hugmóð þig allan í já um að gera að drífa í því; þá mun farsældin fríð yður fylgja um síð, og á lífsins sjónarsviði sitjið þér glöð og í friði. Ætli þau hafi sungið þetta í Miklaholti eða snúið söngvunum í samtöl? Það kemur hvergi fram, en Sveinn Einarsson leiklistarfræðingur kannast við að Annarhvor verður að giftast hafi verið leikið víðar um þetta leyti. Skemmtunin í Miklaholti 4. janúar 1916 varsett klukkan sjö síðdegis og henni slitið klukkan átta árdegis Greinarhöfundur og Sigþrúður dóttir hans leika hjónin í Gilitrutt. Litli - Bergþór 26

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.