Litli Bergþór - 01.04.1998, Blaðsíða 21

Litli Bergþór - 01.04.1998, Blaðsíða 21
Frá upprana til ævistarfs frh Kapellan í Vatnaskógi. L-B: Hvað gerðir þú eftir stúdentsprófið? Sr. Guðmundur: Jú, þá var komið að því að marka sér braut, og ég fór í guðfræði fyrir tilstilli allra þessarra manna sem ég hef minnst á og fleiri. Ég hafði átt í trúarbaráttu á unglingsárunum, átti erfitt með að skilja margt í kristinni trú, fannst kröfur hennar harðar og hélt að ég gæti aldrei orðið almennilega kristinn. Þá var það að norskur maður, guðfræðingurinn Bjame Hareide, kom hér sem gestur og í predikun vitnaði hann mjög í annan predikara, Carl Rosenius, sem var sænskur, og Martein Lúther. Fyrir áhrif frá Bjame fór ég að lesa Rosenius og í framhaldi af því Martein Lúther sjálfan. Og það var Lúther sem rak smiðshöggið á guðfræði mína og trú. Sigurbjöm Einarsson og Magnús Runólfsson hvöttu mig líka til að leggja stund á guðfræði, og fyrir hvatningu þeirra fór ég eftir guðfræðiprófið 1953, í framhaldsnám, fyrst til Noregs og síðan til Þýskalands. Sú námsdvöl varði þó aðeins í nokkra mánuði. I Noregi sótti ég fyrirlestra við Oslóarháskóla og Menighedsfakultetet, sem var á vegum leikmanna í norsku þjóðkirkjunni (heimatrúboðið). Það var ekki eiginlegur sértrúarsöfnuður, en fólk, sem var óánægt. Til Þýskalands fór ég í janúar 1954, fyrst til Hamborgar og síðan til Túbingen með þýskum vini mínum. Sá var lengi með íslenskunámskeið í Þýskalandi, og það er gaman að segja frá því að tveir nemendur hans komu hingað í fyrra vor, eingöngu til að gifta sig hér í Skálholtskirkju. Þau héldu síðan brúðkaupsveisluna í Uthlíð. A þessum tíma vom guðfræðideildirnar í Túbingen, Erlangen og Göttingen þekktastar fyrir Lúthersk fræði. Stúdentalífið í Túbingen var áhrifaríkt þama vorið 1954, svo stuttu eftir stríð. Hamborg var í rúst, mikil fátækt og allir áttu um sárt að binda eftir stríðið. í útvarpi voru lesnir langir listar yfir eftirlýst fólk. Sumir leituðu að bömum sínum, aðrir að foreldmm eða ættingjum. Ofsóknimar gegn Gyðingum settu mark sitt á þjóðarsálina. Það var trúarvakning í þýskalandi á þessum ámm. Við sóttum messu hvem sunnudag, kirkjurnar vom fullar af stúdentum og mikið sungið. L-B: Hvenœr kynntist þú Önnu ? Sr. Guðmundur: Jú, við Anna kynntumst auðvitað þegar Friðrik trúlofaðist Helgu og það varð meiri samgangur á milli fjölskyldnanna. Þau voru 5 systkini Önnu. Helga elst, síðan Guðmundur, sem fórst ungur í bílslysi, Einar Thorlacius, Kristín og Anna yngst. Af þeim systkinum eru aðeins Einar og Kristín á lífi. Foreldrar þeirra voru Magnús Guðmundsson, prestur í Ólafsvík, og kona hans Rósa Einarsdóttir Thorlacius. Anna varð ung berklaveik og þurfti að fara inn á Vífilsstaði árið eftir að Friðrik dó, þá aðeins 15 ára gömul. Rétt rúmlega fermd. Hún var þar í eitt ár. Það hiýtur að hafa verið erfitt fyrir unga stúlku að hafa dauðvona og deyjandi fólk í kringum sig, en það varð hlutskipti margra sem fengu berkla á þessum tíma. Hún fór síðan í Kennara- skólann, nokkru seinna en jafnaldrar hennar vegna berklaveikinnar, og lauk kennaraprófi vorið 1951. Hún byrjaði að kenna árið eftir, ári áður en ég lauk kandidatsprófi úr guðfræðideildinni. Kenndi fyrst í Ólafsvík og síðan í Langholtsskóla í Reykjavík. Við giftum okkur það sama haust, í ágúst 1952. Anna kom út til mín til Túbingen eftir kennslu vorið 1954, en þá höfðum við ekki sést síðan ég fór utan. Viðskilnaður okkar haustið nna meó moður sinm og systkynum. Frá vinstri: Rósa, móðir Önnu, Helga, Anna (fremst) Kristín (ímiðju), Einar (afiast) og Þóra Thorlacius móðursystir Önnu. Anna og Guðm. Óli á heimili þeirra í Barðavogi í Rvík. árið '53 eða '54. Foreldrar Sr. Gðmundar til vinstri, Helga systir Önnu til hœgri. áður var reyndar ekki auðveldur, því Anna fór í móðurlífsskurð skömmu eftir að ég fór. Það var holskurður, en hún hafði fengið blöðruæxli á eggjastokkana, svo það þurfti að fjarlægja þá. Þetta var fyrri uppskurðurinn af tveim, sem hún þurfti að gangast undir. Þegar hér var komið sögu fann ég að ég var búinn að fá nóg af skólasetum, hafði ekki eirð í mér til að halda áfram. Þá fóru ekki aðrir í framhaldsnám en þeir, sem ætluðu að verða prófessorar við háskóla eða sinna opinberum embættum og ég fann að það átti ekki við mig. Ég hafði helgað mig rannsóknum á Lúther í 3 ár og Anna hafði unnið fyrir mér frá því við giftum okkur. Mig langaði því til að fara að vinna fyrir mér sem prestur. Við Anna ákváðum því að halda heim um haustið 1954. Ég hafði reyndar í hyggju að skrifa um Lúther og þýða verk hans, en það hefur orðið minna úr því en ætlað var. Eina æfisögu Lúthers þýddi ég að vísu, sem er, að ég held, enn notuð sem kennslubók við Háskólann. Það hefur teygst úr viðtali okkar Sr. Guðmundar Óla, svo við verðum að hœtta hér í bili. En þráðurinn verður tekinn upp aftur í nœsta blaði.' GS _______________________ Litli - Bergþór 21

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.