Litli Bergþór - 01.04.1998, Blaðsíða 5

Litli Bergþór - 01.04.1998, Blaðsíða 5
Kassabílakeppni á þjóðhátíð. höfum við haft öðru hverju og einnig dansnámskeið. Göngudagar hafa einnig verið af og til. Öll svona starfsemi er háð þátttöku og ef ekki er góð þátttaka einhver árin er erfiðara að byrja aftur. Félagar hafa einnig reynt að aðstoða H.S.K við fjáraflanir ef þess er óskað. Það er alltaf hægt að deila um það, á hvað Ungmennafélagið ætti að leggja mestu áhersluna. Ungmennafélagið er ekkert annað en við sem í því störfum og óneitanlega fer það eftir þeim sem eru í nefndum og eru virkir hvar áherslan er. Unglingastarf almennt mætti vera meira. íþróttir eru alltaf vinsælar hjá stórum hóp krakka en stúlkur eiga eitthvað erfitt í þeim geiranum. Eru þær spéhræddar eða tapsárar? Hvaða íþrótt vilja þær? Síðastliðið haust sendi íþróttadeildin út könnun og spurði hvað íþrótt þú vildir stunda. Valið var þetta venjulega, körfubolti, frjálsar, borðtennis o.fl. svo var einnig spurt um eitthvað annað og hvað það ætti að vera, það voru tvær stúlkur sem skrifuðu, líkamsrækt (erobik), ekki var áhuginn meiri. Arið 1997 var svona í meira lagi unglingavænt hjá félaginu en meira er hægt að gera, það vantar bara áhugann hjá okkur sem eldri erum. Nú er að rísa íþróttahús og er það gleðilegt að á þessu ári, afmælisárinu, verði það tekið í notkun. Ungmennafélið vill þakka sveitarstjóm fyrir að þessi langþráði draumur okkar skuli nú verða að veruleika. Samvinna félaga í sveitinni mætti vera meiri svo að starfsemin rekist ekki á en einhvem veginn vilja allir vera í friði í sínu horni og er ekkert við því að gera. Ungmennafélagar, til hamingju með 90 ára afmælið. Stöndum nú saman og gemm félagið enn líflegra og fjölbreyttara. Gerum kröfur á okkur sjálf en bíðum ekki með útréttar hendur eftir að aðrir geri hlutina fyrir okkur. Félagið er lifandi eftirmynd okkar. Það lengi lifi! Afmæliskveðja frá stjórn Umf. Bisk. Margrét Sverrisdóttir. íþróttafólk ársins 1991. sem verið var að gera í reksti félagsheimilisins og var það árið 1994. Bókasafnið var flutt upp í skóla 1996 og bókasöfn Reykholtsskóla og Ungmennafélagsins sameinuð í Bókasafn Biskupstungna. Ástæðan fyrir þessari breytingu var að hreppurinn þurfti að fá meira pláss í Aratungu og þar að auki var þessi fína aðstaða í skólanum sem sjálfsagt var að nýta. Öllum svona breytingum er misvel tekið og enginn segir að þær séu alltaf til bóta en tímamir breytast og mennimir með, eða svo er sagt. Þó svo að félagið sé búið að láta mörg verkefni í annarra hendur þurfum við ekki að kvarta yfir verkefnaleysi. Aðalstjórn sér um þau verkefni sem falla ekki undir hinar deildirnar þrjár og sér um skýrslugerð sem þarf að skila til H.S.K., Umf.í. og ÍSÍ ár hvert svo að félagið sé löggiltur aðili innan þessara samtaka. Hver deild er með sér fjáröflun og má segja að aðaldeildin sé einungis með sölu á sælgæti og gosi í Tungnaréttum á sinni könnu. Árið 1995 seldum við í fyrsta sinn kjötsúpu í réttunum og hefur því verið vel tekið og eykst salan með ári hverju. Lengi vel átti Ungmennafélagið lítið sölutjald en frá árinu 1993 höfum við leigt stóra tjaldið sem er í eigu hrepps og nokkura sveitunga. Félagsvist ekki fyrr en vorið 1990 sem má segja að hann hafi verið fullgerður, en þá var haldin hér íþróttahátíð H.S.K. 23. - 24. júní. Ungmennafélagið hafði í gegnum tíðina séð alfarið um skemmtidagskrá á þjóðhátiðardaginn. Árið 1991 breyttist þetta fyrirkomulag þannig að sveitarfélagið stingur upp á formanni nefndarinnar en stærri félögin í sveitinni senda einn fulltrúa. Það var vegna beiðni frá Ungmennafélaginu að af þessari breytingu varð þar sem oft gekk illa að manna þessa nefnd og einnig vantaði meiri fjölbreytni í dagskrána. Þetta fyrirkomulag hefur gengið ágætlega. Það er fleira sem við höfum látið af hendi vegna þess að nýjar og breyttar aðstæður krefjast þess. Félagið hætti rekstri sölubúðar í Aratungu vegna breytinga Litli - Bergþór 5

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.