Litli Bergþór - 01.04.1998, Blaðsíða 6

Litli Bergþór - 01.04.1998, Blaðsíða 6
U.M.F. Biskupstungna / Iþróttadeild. Á aðalfundi Umf. Bisk. 1990 var kosið í stjórn íþróttadeildar sem síðan var stofnuð 14. júní 1990. I stjómina voru kosnir þrír aðilar sem skiptu með sér verkum og einn til vara. Mini körfuboltaliðið í Þorlákshöfn ífeb 1998. Andri H., Smári, Andri Freyr, Jóhann Pétur, Kristinn, Benedikt og Guðmundur. Fyrsta árið var auðvitað frumraunin í þessu öllu saman og skipti því máli hvernig til tækist. Nefndir voru skipaðar yfir þessum hefðbundnu íþróttagreinum sem stundaðar höfðu verið, þ.e.a.s. frjálsíþróttanefnd, boltanefnd inni og úti, skáknefnd, sundnefnd og göngudagsnefnd. Um 70 manns gengu í deildina í upphafi, aðallega börn og unglingar. Fjáröflun er stór liður í starfi deildarinnar. þar er veigamest flugeldasalan, en hefð er komin á þessa sölu og fólk veit að það getur stólað á hana. Einnig hafa verið farnar aðrar leiðir, eins og kökubasar, bingókvöld, hlutaveltur, körfuboltamaraþon, og önnur sala í sölutjaldinu, einnig sala á harðfisk og klósetpappír. Lionsfélagið hefur styrkt okkur og krakkar hafa haldið tombólur. Einnig fáum við styrk frá aðaldeild félagsins sem kemur vegna Lottósölu og styrks frá Biskupstunngnahrepp til Ungmennafélagsins. Einnig hafa fyrirtæki í Biskupstungum styrkt okkur með gjöfum á bingóvinningum og með því að hjálpa okkur við kaup á íþróttabúningum. Iþróttamót sem íþróttadeildin tekur þátt í yfir árið eru fjölmörg, en þar ber mest á frjálsíþróttamótum. Það eru Islandsmót, héraðsmót, millifélagamót og félagsmót. Þessi mót eru bæði innanhúss og utan og í mörgum aldursflokkum. Við eigum margt efnilegt frjálsíþróttafólk sem hefur náð mörgum héraðsmeistaratitlum og íslandsmeistaratitlum og einnig eigum við Islands- methafa. Á tímabili voru fjórir unglingar frá Umf. Bisk. í unglingalandsliði Islands í frjálsum. Æfingar í frjálsum hefur verið fastur punktur hjá íþróttadeildinni öll árin allt árið um kring. Mikil vinna hefur verið lögð í að fara með krakkana á sem flest mót sem í boði eru. Eflaust finnst mörgum skemmtilegustu mótin vera þriggjafélagamótin, sem haldin eru tvisvar á ári og er þá keppt við Grímsnesinga og Laugdæli. Sund hefur verið æft í mörg ár og höfum við átt magra góða sundmenn sem hafa staðið sig vel á hinum Litli - Bergþór 6 ------------------------- ýmsu mótum og þá aðallega héraðsmótum. Heldur fór að halla undan fæti með áhugann á sundinu fyrir nokkrum árum og var þá tekið til bragðs að halda námskeið fyrir yngstu börnin og reyna með því að byrja aftur frá grunni og ekki vantar áhugann hjá þeim. Fótbolti hefur verið iðkaður hér mjög frjálslega. Oft hefur gengið illa að fá þjálfara og þá hafa æfingar ekki verið markvissar. Á timabili gekk þetta samt ágætlega og þá var æft tvisvar í viku og við kepptum við nágrannafélögin í yngri flokkunum og einnig fórum við með lið á HSK hátiðina. Körfubolti hefur lengi verið vinsæl íþróttagrein í Tungunum. Síðan deildin var stofnuð höfum við alltaf verið með unglingalið í héraðsmótinu og á tímabili líka karlalið og stúlknalið. Gengi liðanna í héraðsmótunum hefur verið nokkuð sveiflukent, stundum gengið vel og stundum illa. Æfingar og heimaleikir fóru oftast fram í Aratungu þar til á síðasta ári þá fluttum við heimaleikina út að Laugarvatni og nú í vetur erum við bæði með æfingarnar og heimaleikina þar. Einnig erum við með yngri lið sem hafa verið að keppa á Garðyrkjumótinu við nágrannafélögin og nú síðustu ár hefur HSK stofnað til keppni fyrir þessa yngstu flokka. Á fyrstu árum deildarinnar var reynt að hafa skákæfingar, en þá var töluvert telft í skólanum. Eitt sinn fengum við hingað þekktan skákmann til að vera með námskeið yfir eina helgi og gekk það ágætlega. Síðan smá dró úr áhuganum og ekki hefur veið telft á vegum íþróttadeildarinnar í mörg ár. Borðtennis var heilmikið spilaður í skólanum og félagar úr íþróttadeildinni tóku þátt í Héraðsmótinu og gekk alveg ágætlega. Síðan voru fjórir drengir sem fóru að sækja æfingar í greininni til Reykjavíkur einu sinni í viku með mjög góðum árangri. Þá þótti okkur ekki stætt á öðru lengur, en að reyna að útvega þjálfara í greininni. Það lét ekki á sér standa að mikill áhugi var á borðtennis og æfingamar mjög vel sóttar. Síðan höfum við unnið Héraðmótið flest árin og eigum marga héraðsmeistara og íslandsmeistara. Við höfum einnig átt unglinga í Unglingalandsliðinu og borðtennismaður ársins hjá HSK hefur verið frá okkur undanfarin þrjú ár. Göngudagsnefnd var lengi starfandi í deildinni. Hún hóaði saman fólki einn dag á sumri og skipulagði gönguferð einhvemstaðar í sveitinni. Víða hefur verið gengið eins og t.d. í Haukadal, upp með Brúará, niður með Tungufljóti, gengið á Vörðufell, og gjaman var fenginn heimamaður sem fararstjóri. Seinni árin hefur þetta breyst í skíðagöngudag og em þá troðnar brautir í Haukadal og gengið á skíðum. Tvisvar hefur verið fenginn kennari frá Skíðasambandi íslands og hefur hann verið með kennslu á gönguskíði. Hér hefur verið stiklað á stóm í sögu íþróttadeildarinnar. Deildin er ung og vaxandi og á alla framtíðina fyrir sér. Auðvitað geram við okkur miklar vonir með tilkomu nýja íþróttahússins og vonandi að allir eigi eftir að nýta það sem best. Áslaug Sveinbjömsdóttir.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.