Litli Bergþór - 01.04.1998, Síða 17

Litli Bergþór - 01.04.1998, Síða 17
Heilladrjúgt ævistarf Avarp í kveðjusamsœti séra Guðmundar Ola Olafssonar, Aratungu Kœri heiðursgestur. Aðrir tilheyrendur. Það var 13. mars árið 1955 að tœplega 200 Tungnamenn gengu að kjörborði til að velja prest til að þjóna Skálholtsprestakalli. Ætla má að þeir hafi gert sér greinfyrir að þeir voru að taka ákvörðun, sem skipta myndi miklu máli fyrir sóknarbörnin, eftil vill nœstu áratugina. Jafnvel allt til loka aldarinnar, forveri hans hafði jú gegnt embœttinu í nœstum hálfa öld. Milli tveggja ungra guðfræðinga var að velja. Vert er að velta þvífyrir sér hvað réði því að nœr 6 af hverjum 10, sem afstöðu tóku, völdu Reykvíkinginn fram yfir hinn, sem var borinn og barnfæddur Arnesingur og af góðum og gegnumframsóknarmönnum kominn. Báðir virtust þeir í stakk búnir til að gegna prestsembœttinu með prýði, og höfðu sér við hlið konur, sem vænta mátti að sómdu sér vel í hlutverki prestskonunnar. Vœntanlega var það eitthvað í stillilegri framkomu Reykvíkingsins, yfirvegaðri og öfgalausri túlkun hans á fagnaðarerindinu, fluttri á afar fáguðu máli, sem vakti Itjá þeim traust á honum við þessi stuttu kynni. En svo var það konan hans. Hún heillaði strax við fyrsta handtak, hlýtt, hiklaust og bar vott um ríkan kœrleika. Líkamsburður sýndi reisn og kjark. Augun spegluðu gáfur og athygli. Sterku og hljómmiklu söngröddina var yndi á að hlýða og túlkun hennar í sálmasöngnum var vott um einlœga trú. Að þrem mánuðum liðnum voru þessi ungu hjón, Guðmundur Oli Olafsson og Anna Magnúsdóttir komin til þjónustu í prestakallinu með búsetu í hjarta sveitarinnar, á Torfastöðum. Við sveitungar þeirra fengum síðan að njóta starfskrafta Önnu í 32 ár, en hún dó í apríl árið 1987. Hennar er sérstaklega Ijúft að minnast í dag þegar 70 ár eru liðinfrá fœðingu hennar. I mörgu tilliti er erfitt að skilja að staifþeirra hjóna, svo samstiga sem þau voru. 1 sumu var séra Guðmundur að sjálfssögðu í fyrrirúmi, svo sem við kirkjulegar athafnir, en Anna hinn öruggi rœðari, eða má et til vill líkja henni við bátsmann, sem hefur forustu um að öll áhöfnin inni sitt starfaf höndum með kostgœfni. Við gestamóttökur á heimili þeirra hafði Anna hins vegar frumkvœði og veitti öllum, sem að garði bar af mikilli rausn, en með traustum stuðningi Guðmundar. Þar var öllum strax ljóst að þeir voru velkomnir og þörfum þeirra væri Ijúft að sinna. Á sviði félagsmálanna greindust leiðir þeirra hins vegar meira. Guðmundur beitti sérfyrir stofnun félags á sviði, sem hann hafði áhuga á, með því að vera aðalfrumkvöðull að stofnun Hestamannafélagsins Loga og formaður þess mörg fyrstu ár þess og hefur alla tíð flutt blessunarorð á hestaþingi. Hann tók einnig virkan þátt í staifi Ungmenna- félagsins og á þar minnisvarða, sem er hinn glœsilegi fáni þess. Félagar þessfá nú og um ókomin ár að njóta hœfileika hans á sviði myndlistar með glœsilegu félagsmerki, sem þeir eru mjög stoltir af. 17.12.97. Anna valdi sér hins vegar vettvang hjá Kvenfélaginu. Fetaði hún þar ífótspor fyrirrennara síns á Toifastöðum, Sigurlaugar Erlendsdóttur. Hefúr það áreiðanlega verið mjög œskilegt fyrir félagið aðfá þannig nýjan liðsmann í samrœmi við gamla hefð, en um leiðferska strauma í anda meginmarkmiðs þess félagsskapar; að verða öðrum að liði. I starfi sínu semformaður Kvenfélagsins til margra ára nautAnna mikilla vinsœlda og virðingar bœði innan þess og utan. Eitt veigamesta starfÖnnu hér í sveitinni var kennslan. Flest sín starfsár hér kenndi hún meira og minna börnum og unglingum við Reykholtsskóla. Til þess hafði hún menntað sig og þar fékk hún gott tækifœri til að nota hœfileika sína í annarra þágu í samrœmi við sitt meginmarkmið í lífinu að stuðla að þroska og velferð samborgara sinna. Viðurkennt er að hún hafi jafnan náð góðum árangri við að aukafœrni nemenda sinna á sviði hefðbundins skólastarfs. Mér býður þó í grun að ýmsu öðru hafi hún lœtt í nestistösku þeirra út í lífið. Ekki aðeins að kenna þeim að meta söng, Ijóð og sálma, heldur ekki síður að þaufengju jákvœtt viðhorf gagnvart öðrufólki og að virða verðmœtustu lífsgildi. Þar vænti ég að sáð hafi verið frœjum sem skutu rótum og eiga eftir að hafa áhrif um langa framtíð. Ýmsar hliðstœður þessa voru hjá séra Guðmundi, og er þar fermingarfrœðslan nœst. Hygg ég að hannfinni nú. þegar fermingarbörn hans erufarin að koma saman á fullorðinsárum hve mikils það er metið. Fallegar myridir eru áreiðanlega til í hugum margra frá fermingarathöfnum, sem yfir hvíldi svo mikil helgi og hátíðleiki. Sama má raunar segja um aðrar kirkjulegar athafnir, svo sem skírnir, brúðkaup og útfarir. Við allt þetta stóð Anna við hlið hans meðan hannar naut við og lagði sitt afmörkum. Eitt er það í tengslum við þetta, seiti ég get ekki stillt mig um að minnast á. Við sem höfum fylgt til grafar nœrri hálfri annarri kynslóð Tungnamanna undir stjórn séra Guðmundar, hljótum að þakka hversu virðulega kveðjuathöfn allir hafa fengið og þann smekklega minnisvarða, sem þeir eiga í miiuiingarrœðum hans. Þar var ekki gerður greinarmunur á þeim sem kallaðir eru háir og lágir. Allirfengu eftirmœli, þar semfram kom að þeiráttu virðingu skilið og voru þar hafnir yfir þá flokka, sem menn skipa jafnan hver öðrum í. Þannig markaðist allt staifþeirra, Önnu og séra Guðmundar, af kœrleikanum, sem þau voru kölluð til að boða, og því að gera okkur, samborgurum sínum, ljóst að til er einn staður sem ekki hefur stœrð né lögun, og allir eiga athvarf alltaf. Þar sagði Kristur að vœru margar vistarverur, og þœr standa okkur opnar, hver sem við erum og livernig sem á stendur fyrir okkur. Það er göfugt staifað fœrafólki heim sanninn um að slíkur staður sé til. Fyrir það verður aldrei þakkað sem vert er. Arnór Karlsson. Litli - Bergþór 17

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.