Litli Bergþór - 01.04.1998, Blaðsíða 13

Litli Bergþór - 01.04.1998, Blaðsíða 13
truflaði alltaf það barn sem átti foreldrið þá vikuna en allt vandist þetta. Kostirnir voru kannski þeir að foreldramir kynntust starfinu og bömum hvors annars vel og margar hugmyndir komu inn í starfið. Einnig var gaman að ræða við foreldra um uppeldi og fleira. Margt var gert til skemmtunar þó leikföng og leiktæki Húsnæðissaga. Leikskólinn fékk nafnið Álfaborg eftir klettum fyrir ofan sumarbúðimar í Skálholti (en hvort einhverjir klettar heita þetta í alvöruni skal ósagt látið). í því húsnæði vorum við í 3 vetur. Við fengum það fyrir mjög lága leigu en urðum að víkja fyrir annari starfsemi sem var í I desember 1987. Fyrstu litlu jólin í leikskólanum. ' é m \♦k*. .v.r/iAlf u > y væru af skomum skammti. Farið í göngutúr og náttúran skoðuð, drukkið úr fjallalækjum, hestunum gefið brauð, gengið að Skálholtskirkju. Auðvitað voru hin venjubundnu „litlu jól“ og fleiri skemmtanir. Foreldrafélag. Foreldrafundir voru einu sinni í mánuði, á sunnudagskvöldum. Alltaf var góð mæting og mömmur í miklum meirihluta. Nóg var um að spjalla hvort sem það var starfsemin, uppeldismál eða sveitamóralinn. Einu sinni á ári var svo haldið leikskóla partý og var það mikið fjör hjá foreldrum. Þá voru pabbamir duglegir að mæta. Drífa Kristjánsdóttir á Torfastöðum var í forsvari fyrir foreldrafélagið fyrstu árin og þurfti oft að standa í margskonar stappi og bréfaskriftum. Viðtökur. Þegar leikskólinn var stofnaður fengum við strax styrk frá hreppnum. Vegna þess heyrðust raddir um það í sveitinni að ekki gætu öll böm nýtt sér leikskólann. Því ætti ekki að styrkja hann úr sameiginlegum sjóði. Einnig vom margir hissa á því að börn væru send í burtu og mæðumar samt allar heima. Þó ekki séu nema 12 ár frá stofnun leikskóla í Biskupstungum hefur margt breyst hér í sveitinni. Ekki var mikið um að konur ynnu fyrir utan heimilið eða bú sín og ekki mikla vinnu að hafa. Fyrir 12 árum var leikskólinn eingöngu ætlaður sem tilbreyting fyrir bömin og til að létta aðeins á heimilunum en nú í dag er leikskólinn starfandi frá kl 9:00-17:00 fimm daga vikunnar. Fleiri konur stunda nú vinnu utan heimilis. Atvinnutækifæri hafa aukist og auðveldara er að fá kennara með böm til starfa við grunnskóla sveitarinnar. húsnæðinu. Það var oft leigt út um helgar við urðum þá að ganga frá öllu dóti inn í eitt herbergið. Þetta húsnæði misstum við svo vorið 1989 en fengum þá inni í kjallara íbúðarhúss í Reykholtshverfi. Sú aðstaða var ekki góð og foreldrafélag leikskólans var búið að senda margar fyrirspurnir til hreppsins um varanlegt húsnæði fyrir leikskólann. Á hreppsnefndarfundi 11. feb. 1987 er fjallað um bréf frá leikskólanum og em menn þá sammála um að Álfaborg eigi að vera í Reykholti. Þann 11. mars 1987 kemur nýtt bréf frá foreldrum leikskólabama þar sem farið er fram á að byggt verði hús undir leikskóla og honum mörkuð lóð. Því er vel tekið og tveimur hreppsnefndarfulltrúum falið að annast málið. Nokkur bréf koma síðan á hverju ári til hreppsnefndar frá foreldrum. Öllu er tekið mjög vel en lítið gerist í þeim málum, annað en það að leikskólanum er úthlutuð lóð í Reykholti. Á þessum tíma var verið að byggja við bamaskólann og losnaði þá gamalt skólahús sem hentað gat undir leikskóla. Foreldrar komu með tillögu til hreppsnefndar þess efnis að leikskólinn fengi inni í gamla skólahúsinu. Á fundi 12. mars 1989 samþykkir hreppsnefnd að leikskólinn fái það húsnæði. í því húsnæði er leikskólinn enn í dag. Húsið er á þremur hæðum og eldhús í kjallara. Stór og rúmgóð herbergi og líka mörg skemmtileg skot. Til gamans má geta þess að ekki voru allir sveitarstjómarmenn sammála að girða ætti utan um leikskólann, og var það gert að umræðu fyrir sveitarstjómarkosningar. Girðing kom svo ekki fyrr en einu og hálfu ár eftir að leikskólinn flutti í nýja húsnæðið. Hún var þá strax of lítil. Rökin fyrir því að Litli - Bergþór 13

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.