Litli Bergþór - 01.04.1998, Qupperneq 19

Litli Bergþór - 01.04.1998, Qupperneq 19
Dómkirkjuprestsins, Sr. Jóhanns Þorkelssonar um að skíra hana. Einhverra hluta vegna treystir hann sér ekki til að koma og móðgast amma mín svo, að hún gekk úr Dómkirkjusöfnuðinum og í Fríkirkjuna. - Þá var almennt talið að Dómkirkjusöfnuðurinn væri fyrir gamla Reykjavíkur aðalinn, en Fn'kirkjusöfnuðurinn var hinsvegar stofnaður af aðkomuprestum og var fólk í þeim söfnuði mest aðkomufólk í Reykjavík. - Foreldrar mínir voru því ekki í þjóðkirkjunni og ég ólst upp sem Fríkirkjumaður fram yfir fermingu, eða þar til Friðrik bróðir minn dó, að fjölskyldan gengur í Hallgrímssöfnuð hjá Sr. Sigurbimi Einarssyni, síðar biskupi. Lát bróður míns, Friðriks, skipti að mörgu leyti sköpum í lífi okkar allra bræðranna, en ég mun koma betur að því seinna. Það er gaman að geta þess að skömmu eftir að við Anna komum hingað í Tungumar, fæ ég fagurlega ritað bréf frá Guðjóni Rögnvaldssyni á Tjörn, þar sem hann býður okkur velkomin í sveitina. Guðjón var KFUM- maður og systir hans, sem var nágranni okkar í Reykjavík, KFUK-kona. Þegar ég heimsæki hann skömmu seinna og við förum að tala um ættir hans úr Hvalfirðinum, segir hann frá Sumarliða Rögnvaldssyni bróður sínum, sem verið hafði hagmæltur og dáið ungur á sjó. Var þar kominn Sumarliði sá, er fyrst var trúlofaður ömmu minni Júlíönu. Minntist ég þess, að hún hafði einhverju sinni farið með kvæði eftir hann, sem í mínum eyrum var mjög vel ort. Því miður skrifaði ég það ekki upp, og er ekki vitað hvað um það varð. L-B: Viltu segja okkur eitthvað frá uppvexti þínum? Sr. Guðmundur: Við vorum 4 bræðumir, Friðrik elstur, þá Bjarni, ég og Felix yngstur. Við vorum uppaldir hér og þar í Reykjavrk í kreppunni, faðir minn byggði hús og seldi. M.a. bjuggum við um tíma á Óðinsgötunni. Foreldrar mínir voru trúhneigðir og hlédrægir, ólust upp í stúku og kynntust þar. Friðrik fæddist 1921 og var Brœðurnirfjórir ásamt móður sinni, óhraustur og lítill Hallfríði. Frá vinstri: Friðrik, bógur frá fæðingu og Bjarni, Felix og Guðm. Óli. snemma brjóstveikur. Friðriks nafnið, sem þýðir friðarboði, var kannski frekar valið sem ósk um að hann lifði. En hann var ekki skírður í höfuðið á Sr. Friðrik Friðrikssyni, eins og margir héldu, vegna tengsla hans við KFUM. Vegna heilsuleysisins var Friðrik settur til náms og lauk kennaraprófi. Hann hafði óvenju mikla foringjahæfileika og hafði einstakt lag á að safna í kringum sig ungum drengjum. Stofnaði hann ýmis félög, m.a. um fermingu fuglavinafélagið Svan, sem var vísindafélag, sem stundaði rannsóknir á fuglalífi. I því félagi voru um 80 félagar þegar mest var. Góður vinur Friðriks var Kristinn Magnússon (bróðir Knúts R. Magnússonar), en þeir voru skólafélagar. Kristinn dó ungur úr botnlangabólgu, aðeins 16 ára og hafði það mikil áhrif á Friðrik. Skömmu áður en hann dó, hafði Friðrik lofað því að fara með honum á KFUM- fund, en svo fór að þeir fóru aldrei saman. Friðriki fannst hann samt verða að efna loforðið og fara á fundinn, og varð það til þess að hann gekk í KFUM. Þar varð hann fljótlega sveitarstjóri, eða hverfissjóri, en þá voru 11 sveitarsjórar KFUM í Reykjavík. Friðrik tók við 3. sveit, og undir hans stjóm söfnuðust í hana um 300 drengir á aldrinum 10-12 ára. Honum dugði það þó ekki, en hóf að nema lönd í Laugarneshverfi, sem þá var úthverfi. Þar áttu félagamir athvarf í garðhúsi, á svipuðum stað og sundlaugin er nú. Taktu eftir því, að þetta var eingöngu félagsskapur drengja. í sambandi við starfið í KFUM var einnig sumarstarfið í Vatnaskógi. Tók þetta starf hug okkar allan, enda ekki svo margt annað sem glapti. Friðrik lauk kennaraprófi, en í skólanum hafði hann kynnst Helgu Magnúsdóttur, elstu systur Önnu, seinna konu minnar, og vom þau trúlofuð. Hann útskrifaðist 21 árs og kenndi stundakennslu til reynslu við Austurbæjarskóla. Hann var ekki búinn að kenna nema í mánuð þegar hann veiktist af því sem nú mun vera kallað bráðahvítblæði og dó 18. desember 1942. Skömmu fyrr hafði Sr. Sigurbjörn Einarsson, fyrr prestur á Breiðabólsstað á Skógarströnd í Dalasýslu, sótt um annað af tveimur prestsembættum, sem þá vora auglýst laus við Hallgrímskirkju í Reykjavík. Friðrik bróðir minn gerðist ákafur fylgismaður Sr. Sigurbjamar í kosningarbaráttunni og gekk í Hallgrímssöfnuð eftir að hann hafði verið kosinn. Hinn presturinn, sem var skipaður, var Sr. Jakob Jónsson. Veturinn 1942-43 byrjar Sr. Sigurbjöm að flytja útvarpshugvekjur á jólaföstunni. Hann hafði sérstaka persónutöfra og ræðustfl, sem náði eyrum manna og athygli. Við bjuggum þá á 3. hæð á Óðinsgötunni og lík bróður mfns stóð uppi í stofunni um jólin. Þetta aðfangadagskvöld, skömmu eftir hugvekjuna, var drepið á dyr og fór ég, þá á 15. ári, til dyra. Var þar Sr. Sigurbjörn kominn að veita fjölskyldunni hluttekningu sína vegna fráfalls Friðriks. Þá kynntist ég Sr. Sigurbirni fyrst í návígi. Urðu það náin kynni, einnig við Magneu konu hans og bömin, en þau systkinin urðu heimagangar hjá okkur. Eg hafði ekki farið í skóla eftir bamaskólann, en nú var allt gjörbreytt. Stríðið byrjað og herinn kominn. Nóg vinna fyrir föður minn og Bjama, bróður minn, hjá hemum. Það mun hafa verið Sr. Sigurbjöm sem gekkst í að innrita okkur Felix í gagnfræðaskólann við Lindargötu. Við áttum skemmtilegt og gott bemskuheimili og góða foreldra, sem opnuðu húsið fyrir vinum okkar, KFUM drengjum sem öðmm. Eftir að herinn kom, kom Friðrik iðulega heim með breska hermenn, sem hann var fljótur að kynnast eins og öðru fólki. Var þeim fagnað af foreldrum okkar eins og öðmm. Litli - Bergþór 19

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.