Litli Bergþór - 01.04.1998, Blaðsíða 8

Litli Bergþór - 01.04.1998, Blaðsíða 8
Hreppsnefndarfréttir Hreppsnefndarfundur 18. nóvember 1997. Fundargerð stjórnar Skólaskrifstoiu Suðurlands. Farið var yfir fundargerð stjórnar Skólaskrifstofu og frá fundi 29. okt. 1997. Kynnt var tillaga stjórnar Skólaskrifstofu um ráðningu sálfræðings á verktakagrundvelli. Samþykkt var að fresta ákvörðun en bent á möguleika á samstarfi uppsveitanna. Frá Tónlistarskóla Árnessýslu. Samkvæmt yfirliti yfir nemendafjölda 1997 eru 28 nemendur í Biskupstungnahreppi en voru 36 árið áður. En stjórnarmenn og skólastjóri Tónl.sk. Árn. komu hér til fundar við oddvita og ræddu málefni þessarar deildar Tónlistarskólans. Bréf frá Skipulagi ríkisins 12. nóv. Efni: Aðalsk.l. Bisk. Skipulag ríkisins fellst á að greiða 50% kostn. vegna 1. áfanga aðalskipulagsvinnunnar. Heildarframlag Skipulags ríkisins til verksins eru 525.000 kr. án vsk. og getur sveitarfél. fengið upphæðina greidda í þrennu lagi í jan,. mars og apríl 1998. Bréf Tilraunastöðvarinnar á Keldum 10. nóv. 1997 v/rannsóknar á garnaveiki í fé frá Bræðratungu. þar er staðfest gamaveiki í 2 kindum nú í haust. Hreppsnefnd bendir á nauðsyn þess að dýralæknir og fjáreigendur vandi til garnaveikibólusetningar. Bréf frá Biskupsstofu. Þar er beðið um að tilnefna aðila í skólaráð Skálholtsskóla. Samþykkt var að tilnefna Þorfinn Þórarinsson til áframhaldandi setu í skólaráði Skálholtsskóla. Frá Sýslumanninum á Selfossi. Um umsókn Þóris Sigurðssonar um leyfi til almennra áfengisveitinga í Gistiheimilinu á Geysi. Vísað til félagsmálanefndar. Frá Fjölbrautaskóla Suðurlands 13. nóv. Osk um fjárstyrk v/nemendaskipta við skóla í Frakklandi. Farið var fram á 10 - 15 þús kr. Samþykkt var að leggja fram 15.000 kr. Hreppsráðsfundur 2. desember 1997. Bréf Samb. ísl. sveitarfélaga dags. 24. nóv. 1997. Kynnt heimild til hækkunar útsvars. Hreppsráð leggur til að innheimt verði hámarks útsvar, sem nemur 12,04% núna. Bréf Hestamannafél. Loga dags. 25. nóvember 1997. Óskað eftir tilnefningu hreppsins í reiðveganefnd á móti Hestamannafélaginu. Hreppsráð leggur til að Gísli Einarsson verði fulltrúi hreppsins í nefndinni. Fundargerð Sameiningarnefndar dags. 18. nóv. 1997. Fyrir lá fundargerð stjórnar sameiningamefndarinnar þar sem hún beinir eftirfarandi tillögu til sveitarfélaganna á stórsvæðinu: „Fundur ísameiningarnefnd uppsveita Arnessýlsu þann 18. nóv. beinir því til viðkomandi sveitarfélaga að þœr rceði framkomna fundargerð og geri tillögur um fyrirkomulag, kynningu, og hugsanlega skoðunarkönnun og eða kosningar og þá hvenœr, og sendi niðurstöður til framkvœmdanefndarfyrir 10. des. 1997. Ifundargerð nefndarinnar komafram mjög misjafnar skoðanir. Því tekur hreppsráð þá afstöðu að skoða beri áfram alla kosti, jafiivel þótt um minni vœri að rœða. “ Skólamál. Á fundinn komu skólanefndarmenn, þeir Guðmundur Ingólfsson, Páll Skúlason og Bjarni Kristinsson. Kynntu þeir stöðu skólamála og stöðu úttektar sem Kennaraháskólinn er að vinna að. Stefnt er að því að úttektaraðilar mæti á næsta hreppsnefndarfund og kanni hug nefndarmanna til skólans. Bréf Utvarps Suðurlands 7. nóv. 1997. Þar er vakin athygli á þessum sérstaka og öfluga fjölmiðli og hvatt til notkunar á honum. Bréf Gylfa Haraldssonar dags. 19. nóv. 1997. Óskað er eftir framlagi á fjárhagsáætlun til gangstéttar í gegn um Laugarás. Meðfylgjandi er bréf Vegagerðarinnar þar sem vísað er til þess að það sé verkefni sveitarfélagsins. Vísað er til þeirrar umræðu hreppsins við Vegagerðina um að koma fyrir fjölnota stíg og kanti meðfram veginum, þar sem Vegagerðin hefur ftrekað hafnað þeirri beiðni hreppsins um að leggja gangstíg meðfram veginum. Bréf S.Á.Á. dags. 18. nóv. 1997. Ósk um fjárstuðning til gerðar fræðsluefnis á Intemetinu o.fl. Samþ. að leggja til 5.000,-. Erindisbréf fyrir kennara, skólanefnd og skólastjóra. Fyrirliggjandi vom tillögur frá Samb. ísl. r LEIF & ÆVAR Hársnyrtistofa Leifs og Ævars Austurvegi 21 Selfossi, r v Opið: Opið: mán.-miðv. 9-18,^ fímmtud. 9-20, föstud.9-19, og laugard. 9-14. _________J sími 482-1455 fax 482-2898 j Litli - Bergþór 8

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.