Litli Bergþór - 01.03.2003, Blaðsíða 3

Litli Bergþór - 01.03.2003, Blaðsíða 3
\ Ritstjómargrein Um þessar mundir eru margir að gera upp rekstur sinn á liðnu ári. Hætt er við að margir hér í sveit sjái þá svart á hvítu að starf þeirra hefur ekki skilað miklum arði og þeir verði jafnvel að sætta sig við að bera lítið úr býtum fyrir vinnu sína. Afkoma hefðbundinna greina landbúnaðar mun í flestum tilvikum lakari en verið hefur, þó er hún að sjálfsögðu misjöfn bæði milli greina og einstaklinga. Líkega er mjólkurframleiðslan með tryggasta afkomu. Afurðaverðið fylgir í stórum dráttum breytingum á reksturskostnaði og beingreiðslur ríkisins eru tengdar neysluvöruvísitölu. Einnig hefur tíðarfar verið gott, mikil grasspretta og veðurblíða hefur gælt við kýrnar á sumrin. Rúllun heysins hentar líka vel mjólkurframleiðslu. Á hinn bóginn hefur offramboð á kjötmarkaðinum valdið versnandi afkomu í nautakjötsframleiðslunni, sem er bæði hentug og að nokkru leyti óhjákvæmileg hliðargrein þesarar framleiðslu. Sauðfjárræktin á í vök að verjast. Hörð samkeppni á kjötmarkaðnum hefur bæði valdið hækkuðu útflut- ningshlutfalli og einnig er vandkvæðum bundið að fá afurðaverð til bænda hækkað í takt við aukin útgjöld vegna reksturs sauðfjárbúanna. Margir sauðfjáreigendur munu líka hafa orðið fyrir vonbrigðum með vænleika dilkanna eftir svo blítt sumar og mikla sprettu beitarjurta bæði í byggð og á afrétti. Ekki virðist heldur fækkun fjárins í afrétti skila mikilli afurðaaukningu þess fjár er þar gengur. Ef til vill geta einhverjir nýtt sér þá ný- breytni að viðskipti með greiðslumark sauðfjár eru nú frjáls, og bændur geta hvort sem er selt greiðslumark, ef þeir vilja, án þess að þurfa að gangast undir skuldbindingar um fáar kindur á fóðrum næstu árin, eða keypt sér aukinn stuðning til að tryggja sér rekstrargrundvöll fyrir stærra búi en þeir hafa. Heldur virðist hafa hallað undan fæti hjá flestum greinum garðræktarinnar á síðasta ári. Tekin var upp sú nýbreytni að greiða bændum, sem framleiða tómata, gúrkur eða papriku, beingreiðslur úr ríkissjóði til að þeir gætu lækkað verð svo það væri sambærilegt við verð á ótolluðum erlendum vörum. Einnig var þessum bænd- um gefinn kostur á greiðslum, ef þeir vildu hætta framleiðslu. Væntanlega er ekki enn komin full reynsla á hvemig þetta kemur út fyrir bændur, en mikið ber á þeirri skoðun að þetta muni ekki tryggja þeim farsæla framtíð. Heldur er látið illa af afkomu blómabænda og er offramleiðslu kennt um. Erfitt er að henda reiður á afkomu í öðmm greinum garðyrkjunnar, sem hér eru stundaðar, svo sem skógarplöntuframleiðslu, þar sem verð byggist í mörgum tilvikum á tilboðum, og útiræktun matjurta, en ýmsir lentu í erfiðleikum við uppskeru- störf í haust vegna mikillar úrkomu. Líklega er ferðaþjónustan sú grein sem mest vex hér í sveit um þessar mundir. Ferðamönnum fjölgar ár frá ári og stöðugt fjölgar þeim er atvinnu hafa af því að þjóna þeim. Væntan- lega eru samt miklir möguleikar ónýttir á því sviði. Því er líklegt að hlutverk íbúa í þessari sveit breytist meira og meira úr því að framleiða ýmsar neysluvörur fyrir íbúa annarra byggða og landa, í það að þjóna þeim er hingað koma og dvelja lengri eða skemmri tíma sér til andlegrar og líkamlegrar hressingar. Að mörgu leyti fer þetta vel saman. Vel rekinn og snyrtilegur landbú- naður er aðlaðandi fyrir gesti og ferðamennskan ætti að vera hvatning til góðrar umgengni í atvinnurekstri, sem er óneitanlega til góðs fyrir reksturinn. Æskileg framtíðarsýn er því sú að viðhalda hér þeirri starfsemi, sem hér hefur verið stunduð, og einnig að laða að fleiri, sem vilja þiggja þjónustu, ekki aðeins til að seðja hungur sitt, svala þorsta og hvflast, en einnig fyrirgreiðslu og leiðsögn við að njóta töfra umhverfisins, sögu þess og sérkenna. L_________________________________________________________________________' KJ IVIúrverk Plötuslípun Hellulagnir Flísalagnir iga á jarúvegsþjappu ga á vinnupöllum ga á slípivél Símar 4BE B718 ag 893 E737 Helgi Árnason múrari Litli Bergþór 3

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.