Litli Bergþór - 01.03.2003, Blaðsíða 30

Litli Bergþór - 01.03.2003, Blaðsíða 30
konung kenna sér ráð til að ráða tröllið af dögum. Konungur segir, að hann skuli fara að Jóru um sólaruppkomu á hvítasunnumorgun, ,,því ekki er svo vond vættur né svo hamramt tröll til, að ekki sofi það þá“, segir konungur. „Muntu þá koma að Jóru sofandi, og mun hún liggja á grúfu. Er hér öxi, er ég vil gefa þér,“ segir konungur og fékk honum um leið öxi silfurrekna, „og skaltu höggva henni milli herða tröllsins. Mun þá Jóra vakna, og er hún kennir sársaukans, snúa sér við og segja: „Hendumar fastar við skaftið.“ Þá skaltu segja: „Fari þá öxin fram af.“ Mun hvort tveggja verða að áhrínisorðum, og mun Jóra velta ser niður í vatn það, sem er þar ekki langt frá, er hún liggur í Jórukleif, með axarblaðið milli herðanna. Mun axarblaði síðan reka upp í á þá, sem við hana mun kennd verða. Þar munu íslendingar síðan velja sér þingstað." Svo mælti konungur, en maðurinn þakkaði honum ráðin og axargjöfina. Fór hann síðan út til íslands og fór að öllu sem konungur hafði fyrir hann lagt, og banaði Jóru. Rættist öll spá konungs, og rak axarblaðið í á þá, sem síðar heitir Öxará, þar sem íslendingar settu alþing sitt. - Víkur nú sögunni aftur að Fandnámu. Við land- nám mun Öxará hafa fallið í Þingvallavatn skammt frá Skálabrekku. Snemma á þjóðveldisöld var hún „veitt í Almannagjá og fellur nú eftir Þingvelli“. (Sturl. 1946 I, 57). Um miðja 20. öld sýndi sá snjalli jarðfræðingur Guðmundur Kjartansson fram á að Öxará hafi á landnámsöld runnið í Þingvallavatn skammt frá Skálabrekku. Öxarárfoss er því elsta mannvirkið á Þingvöllum sem vitað er um þar. Alþingi var svo stofnað á Þingvöllum árið 930. Vegna skorts á vatni á þingstaðnum hafa svo forfeður okkar veitt Öxará í þann farveg er hún hefur síðan runnið eftir. Þeir Ketilbjörn og félagar halda för sinni áfram. Þeir á undir múlanum við Faugarvatnshella og skilja þar eftir „árreyðar þær er þeir tóku í ánni“ , þ. e. þarna verður eftir veiði þeirra úr Öxará. Það er gaman að geta þess hér, að í upphafi 20. aldar var þama reist nýbýli og þar búið í allmörg ár. Þessu býli var gefið nafnið Reyðarmúli. Þar var búskapur stundaður í nokkur ár og þar fædd- ist stúlkubarn sem enn mun vera á lífi. Ketilbjörn settist svo að á Mosfelli í Grímsnesi. Enn eru ömefni sem vert er að minnast á frá þessum löngu liðna tíma. Þegar synir Ketilbjarnar neituðu honum um að gera þverslá úr silfri í hof sitt, tekur öldung- urinn til sinna ráða. Hann lætur silfrið á bak tveggja uxa og lætur Haka og Bót þræla sína fela féð á fjallinu, drepur þau að því búnu til þess að enginn viti um felustaðinn. Ömefnin Hakaskarð og Bótarskarð minna okkur nútímamenn á þessa eftirminnilegu frásögn. Enn hvílir nokkur dulúð yfir Mosfelli og langar mig að segja ykkur frá hvemig níu ára stúlka upplifði fjallið fyrir rúmum aldar- fjórðungi. Hún var þá nemandi frú Rósu B. Blöndals er þá var kennari í Barnaskólanum á Faugarvatni. Skólastjóri þá var núverandi oddviti Faugardalshrepps, Guðmundur Rafnar Valtýsson. Frú Rósa bjó þá með manni sínum, sr. Ingólfi Ástmarssyni að Mosfelli og buðu þau hjónin nem- endum frú Rósu heim til sín að Mosfelli. Og svo kemur hér sagan er ber heitið: Sagan af álfínum á Mosfelli Ég ætla að segja frá, þegar við skólakrakkamir vorum boðin að Mosfelli. Þar var nú margt, sem við sáum, sem við héldum að ekki væri til. Fyrst fengum við tertur og öl og það fannst okkur nú mikið gott en á undan var séra Ingólfur búinn að sýna okkur kirkjuna. Þegar við vorum búin að drekka sagði Rósa okkur skemmtilega sögu og sýndi okkur álfasteininn og við hlupum til að skoða hann. Allt í einu sáum við fallega álfkonu. Kjóllinn var blár með hvítum fiðrildum, sem flugu í kringum hana þrjá hringi og settust svo á kjólinn og þá urðum við alveg undrandi. Álfkonan sagði við okkur. Viljið þið ekki koma í eltingaleik, þið megið nota hreindýrin mín - og við sögðum auðvitað -jú. Ég valdi mér ógurlega fallegt hreindýr. Það var hvítt með gullhornum. Og svo hófst eltingarleik- urinn. Álfkonan sagði: „Ég skal ver’ann“. Okkur til mikillar undrunar fóru hreindýrin að svífa af stað upp í loftið. Þau fóru alla leið upp á Mosfell og ég ætla nú bara ekki að segja ykkur hvað það var gaman og við sáum alla leið upp að Faugarvatni. Við vorum alltaf að reyna að ná henni en þá hló hún að okkur og sveif á undan. Allt í einu heyrðum við einhvern kalla: „Krakkar, hvar eruð þið?“ Við litum snögglega við og sáum Rósu og Ingólf standa á túninu og þá kom enn eitt skrítið fyrir. Álfkonan var horfin og öll hreindýrin. Við hlupum til Rósu og Ingólfs og þau spurðu hvar við hefðum verið. Þá sögðum við móð að við hefðum komið í eltingaleik við álfkonuna í steininum, hún lánaði okkur hreindýrin sín. Þau sögðu: „Ekki vera að plata okkur.“ Þá sögðum við: „Þetta er alveg satt“, og þá brostu þau bara til okkar og nú var tími til að fara heim. Á leiðinni sögðum við Rafnari frá álfkon- unni en hann bara hló að okkur. Þegar við komum heim sögðum við líka frá þessu sem gerðist en þar trúði okkur enginn heldur og þá urðum við nú í vandræðum, svo við hættum alveg að tala um það. En margar nætur dreymdi okkur um Álfkonuna og hreindýrin hennar. Hér lýkur sögu telpunnar 9 ára. En höldum nú áfram með frásögn Fandnámu um landnám í Biskupstungum. Litli Bergþór 30

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.