Litli Bergþór - 01.03.2003, Blaðsíða 32

Litli Bergþór - 01.03.2003, Blaðsíða 32
Haust í Haukadalsskógi. dalur er einn af merkustu sögustöðum landsins, allt frá landnámi til okkar tíma. Hér þykir því rétt að hann fái eftirfarandi umfjöllun og enn er stuðst við frásögn úr ritinu Landið þitt ísland. Haukadalur er kirkjustaður í Biskupstungum, í hvilft undir Sandfelli og austan Bjarnarfells. Hann var fyrrum stórbýli og höfðingjasetur en er nú í eyði. í Haukadal var kirkja helguð Maríu guðsmóður, Andrési postula, Marteini biskupi og heilagri Barböru. Þar var útkirkja frá Torfastöðum en nú heyrir kirkjan til Skálholts. Núverandi kirkja var reist á árunum 1842-1843. Hún var rifin árið 1939 og byggð upp aftur á steyptum grunni, kirkjuskipið lengt nokkuð og gluggum fjölgað. Þá voru altaristafla, altari, bekkir og fleira endumýjuð. Af góðum gripum í eigu kirkjunnar má einkum nefna altaristöfluna er sýnir krossfestinguna og er skorin úr perutré af Ásmundi Sveinssyni mynd- höggvara. Þá á kirkjan silfurkaleik með patínu, altarisstjaka úr kopar og ljósahjálm. Á kirkju- hurðinni er merkilegur hurðar-skjöldur, upphaflega reiðaskjöldur. I Haukadal bjuggu fyrstir Þorbrandur Þorbrandsson og Ásbrandur, sonur hans, og numu land í dalnum að sögn Landnámu. En frægð Haukadals hefst með Halli Þórarinssyni, d. 1090. Honum er lýst sem merkismanni og spökum að viti og er sagt um hann að hann hafi munað er Þang- brandur skírði hann þrevetran. Teitur ísleifsson, d. 1110 var fóstursonur Halls, sonur ísleifs Gissurarsonar, fyrsta biskups í Skálholti. Hann tók við búi í Haukadal að Halli látnum og stofnaði þar skóla, fyrstur allra Islendinga. Varð Haukadalur þá þegar nafntogað lærdómssetur. Segir um Teit að hann „fæddi og lærði marga kennimenn“ (Jóns saga helga). Hjá Teiti lærði Ari Þorgils- son hinn fróði. Sonur Teits, Hallur, d. 1150 var kjörinn til biskups í Skálholti og fór utan til að taka biskupsvígslu en andaðist í þeirri ferð. Gissur Hallsson (um 1126- 1206) lög-sögumaður, sonur Halls Teitssonar, var talinn einn merkasti og fjölhæfasti maður sinnar tíðar hér á landi, hámenntaður, höfðingi mikill, góðgjam og vitur. Hann varð stallari Sigurðar konungs munns, föður Sverris konungs. Gissur fór til Rómar og skrifaði um þá ferð bók á latínu, Flos peregri- nationis, en hún er nú glötuð. Teitur Isleifsson er talinn ættfaðir Haukdæla en þeir urðu fjölmennur ættbálkur sem ber hátt í íslenskri sögu fram yfir lok þjóðveldisins. Ymsir þeirra voru miklir höfðing- jar, vel viti bornir og menntaðir, og á hendur þeirra söfnuðust mikil metorð, auður og mannaforráð. Einn þeirra var Gissur Þorvaldsson jarl. Laust fyrir aldamótin 1300 hverfur Haukadalur úr ætt Haukdæla og eftir það verður hljóðara um staðinn en líklegt er að hann hafi fljótlega komist undir Skálholtsstól. Þegar Ögmundur Pálsson Skál- holtsbiskup lét af biskupsembætti árið 1540 flutti hann bú sitt í Haukadal en sat þar ekki nema eitt ár. Eftir það var bú hans lagt undir Skálholt og eftir það er oft getið um búrekstur stólsins í Haukadal. Haukadalur átti mjög vítt land, allt inn undir Jarlhettur. Var það gróið land fyrrum og víða skógi vaxið. En uppblástur herjaði þar svo gífurlega á seinni tímum að allt land eyddist að kalla mátti, fram á hlíðarbrúnir ofan Haukadals og var heima- land staðarins í bráðri hættu. Voru horfur á því, á fjórða tug 20. aldar, að Haukadalur færi í fullkomna auðn. Eigandi jarðarinnar þá, Sigurður Greipsson (1897- 1985), setti byggð sína við Geysi og hóf þar rekstur íþróttaskóla árið 1927 og rak hann til 1971 með þjónustu við ferðamenn en hefur einnig mikið látið að sér kveða í íþrótta- og ungmennafélags- málum. Á þessum tíma kom til sögunnar danskur maður, Kristian Kirk að nafni, sem árið 1938 keypti mikinn hluta Haukadals ásamt með hjáleigunum Tortu og Bryggju, alls um 1400 ha lands, til eignar fyrir Skógrækt ríkisins. Á árunum 1938-1939 var mjög unnið að endurbótum í Haukadal, girtir 1350 ha lands, sandfok heft, komið rækt í skóginn og kirkjan byggð upp. Kirk lést 1940 en áður en hann dó gaf hann Skógrækt ríkisins jörðina með öllum mannvirkjum sem hann hafði látið gera þar. Fyrst var plantað skógi í Haukadalsland árið 1943, 1500 norskum skógarfurum, en nú hefur verið plantað um Litli Bergþór 32

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.