Litli Bergþór - 01.03.2003, Blaðsíða 8
Hreppsnefndarfréttir
stjóra hjá Bláskógabyggð s.l. sumar, júlí og ágúst og
kostnað vegna starfa hans. Sveitarstjóri upplýsti að
heildargreiðslur fyrir tímabilið voru krónur
400.000.- og starfstími var tveir mánuðir eins og
gert var ráð fyrir samkvæmt ákvörðun
sveitarstjórnar 25. júní 2002.
Jöfnunarsjóður sveitarfélaga. Útreikningur
tekjujöfnunarframlaga 2002 er samkvæmt endur-
skoðun alls krónur 3.818.978. Kynnt.
Jöfnunarsjóður sveitarfélaga. Endurskoðuð
áætlun um úthlutun þjónustuframlags árið 2002.
Samkvæmt því eru endurskoðuð þjónustuframlög
ársins krónur 9.977.004. Kynnt.
Bréf Menntamálaráðherra til SASS, Samtaka
sunnlenskra sveitarfélaga, þar sem hann óskar
viðræðna um uppbyggingu og rekstrarþátttöku
sunnlenskra sveitarfélaga í uppbyggingu Iþrótta- og
Olympíustöðvar Islands á Laugarvatni. Kynnt, en
sveitarstjóri mun funda um málið ásamt fram-
kvæmdastjóra Iþróttamiðstöðvarinnar, deildarstjóra
íþróttaskorar KHÍ á Laugarvatni og framkvæmda-
stjóra SASS n.k. fimmtudag.
Upplýsingar frá Vatnsveitu Laugaráss um
boðun aðalfundar 27. nóvember 2002 þar sem fram
mun koma tillaga um að sveitarfélagið taki við
rekstri Vatnsveitufélagsins.
Eftirfarandi erindi voru kynnt:
a) Bréf til Fjárlaganefndar Alþingis um fjárstyrk
við endurbyggingu á Gufubaðstofu og Smíðahúsi á
Laugarvatni. Farið er fram á að veittur verði veru-
legur styrkur til viðhlítandi endurbóta á húsunum.
b) Ársreikningur og samþykktir Brunavarna
Árnessýslu.
7. fundur sveitarstjórnar 5. nóvember
Allir sveitarstjórnarmenn voru mættir
Fundargerð byggðaráðs frá 29. október 2002.
Kjartan gerir eftirfarandi bókun við 5. lið: T
listinn fagnar áskorun Kvenfélags Laugdæla um
úrbætur í samgöngumálum og vill leggja áherslu á
skilti um 30 km hámarkshraða í þéttbýli í
Bláskógabyggð verði sett upp þar sem þau vantar.
Ákveðið að taka út 8. lið og afgreiða á næsta
fundi sveitarstjórnar.
Kjartan gerir eftirfarandi bókun við 17. lið: T
listinn áréttar að framkvæmdarleyfi fyrir námu í
Grafarlandi verði ekki veitt fyrr en allt rusl hefur
verið fjarlægt úr námunni og gerð hljóðmana sé
lokið. Tryggt verði að mönin valdi ekki snjó-
þyngslum heim að Lækjarhvammi. Mikilvægt er að
búa til skýrar reglur varðandi framkvæmdaleyfi fyrir
námu í Grafarlandi, og skýr viðurlög ef reglurnar
eru ekki haldnar. Kjartan og Drífa komu með eftir-
farandi bókun við 18. lið: T listinn vill minna á
girðingu í landi Laugarvatns er liggur með
Gjábakkavegi og er í eigu ríkisins. Lagt er til að
sveitarstjórn Bláskógabyggðar fari fram á að
girðingin verði fjarlægð. Við lið y) gerir T listinn
eftirfarandi bókun: að fyrir næsta fund byggðaráðs
komi tillögur um launagreiðslur kjörinna fulltrúa
sveitarfélagsins.
Ákvörðun um álagningu gjalda 2003 og gjald-
skrár í Bláskógabyggð.
Eftirfarandi var samþykkt:
Útsvar verði 13,03 %. Álagningarprósenta fast-
eignagjalda verði 0,6 % á A-flokk þ.e. íbúðarhús og
1,1 % á B-flokk sem er m.a. iðnaðar-, verslunar- og
þjónusturekstur. Einnig er samþykkt að fasteigna-
gjöld á aldraða sem búa einir í eigin húsnæði falli
niður á íbúðarhús. Þetta á ekki við um þjónustu-
gjöld þ.e. vatnsskatt, seyrulosunargjald og sorpgjald.
Vatnsskattur verði 0,3% af álagningarstofni fast-
eigna, hámarksálagning verði krónur 17.000.- á
íbúðar- og sumarhús. Sorpgjöld verði krónur 5.700
á íbúðarhús, krónur 4.200 á sumarhús og krónur
12.600 á lögbýli og smárekstur. Aukagjald fyrir að
sækja rusl heim að húsi að Laugarvatni verður
krónur 8.100. og innheimtist með fasteignagjöldum.
Byggðaráði er falið að útfæra gjaldskrá fyrir gáma-
þjónustu við fyrirtæki. Þetta gjald innheimtist eftirá í
samræmi við fyrirliggjandi upplýsingar um fjölda
losana. Holræsagjald vegna kostnaðar við fráveitu-
kerfi /seyrulosun á Laugarvatni verður 0,1% af
fasteignamati. Lagt er til að unnið verði að gerð
gjaldskrár vegna seyrulosunar í sveitarfélaginu í
heild á næsta ári. Lóðarleigur hækka samkvæmt
vísitölu sem bundin er í viðkomandi samningunum
eða sem prósenta af mati lóðar. Gjaldskrá vegna
sundlaugar og íþróttahúss verður vísað til byggða-
ráðs. Gisting í afréttarhúsum sveitarfélagsins sem
eru rekin af Bláskógabyggð verður krónur 1500
per/gistinótt. Ibúar Bláskógabyggðar fá 50% afslátt
af því gjaldi og greiða því krónur 750. Þjónusta
vegna lengri viðveru í skóla verður krónur 170
per/tíma.
Kjartan gerir eftirfarandi bókun: T listinn legg-
ur til að fjallskilanefndir samræmi gjöld sín, gjald á
kind, álögur skv. fasteignamati jarðar, dagsverk
smala- og réttarmanna o.s.frv.
Auk þess er undarleg sú breyting sem gerð var á
álagningarstofni fjallskila í Laugardal síðastliðið
haust.
Samþykkt að stefna að sameiginlegum kynn-
igarfundi með RHA, fræðslunefndum Bláskóga-
byggðar og Grímsnes- og Grafningshrepps ásamt
sveitarstjórnum vikuna 18. til 22. nóv.
Upplýsingar um sögu Lindarfélagsins. Lagðar
voru fram upplýsingar um sögu Lindarfélagsins sem
kynntar voru á fundi oddvita með stjóm félagsins.
Oddviti sagði frá fundi sem hann ásamt full-
trúum Sambands íslenskra sveitarfélaga átti með
Litli Bergþór 8