Litli Bergþór - 01.03.2003, Blaðsíða 31

Litli Bergþór - 01.03.2003, Blaðsíða 31
2.-3. Eyfröður hinn gamli og Drumboddur, bls. 224 Eyfröður hinn gamli nam tunguna eystri milli Kaldakvíslar og Hvítár og bjó í Tungu, með honum kom út Drumboddur er bjó á Drumboddsstöðum. Hér er Landnáma afar stuttorð um landnámið í Eystri-Tungu. Kaldakvísl sem þar er nefnd er augljóslega Tungufljót. Er því landnám Eyfröðar gamla vel afmarkað landfræðilega milli Tungufljóts að vestan og Hvítár að austan. Um er að ræða grös- ugt og gjöfult land, gott til búskapar. A landnáms- jörð Eyfröðar, Tungu, sem við þekkjum betur undir nafninu Bræðratunga gerist mikil saga gegnum aldirnar. Á þjóðveldisöld bjuggu í Tungu bræðurnir Ásgrímur og Sigfús, Elliða-Grímssynir. Þaðan gæti nafnið Bræðratunga verið komið. Hér á eftir verður stiklað á stóru í sögu þessarar merku jarðar og stuðst við ritið Landið þitt ísland. Brœðratungukirkja Bræðratunga er stórbýli og kirkjustaður í Biskupstungum. Stendur bærinn framarlega í tung- unni sem verður milli Hvítár og Tungufljóts. Miklar engjar heyra til Bræðratungu, jörðin á land í Pollengi við Tungufljót og Tunguey í Hvítá, framan við tunguna. Hvort tveggja eru grösugar starengjar. I Bræðratungu var kirkja helguð Andrési postula í kaþólskum sið. Þar var fyrrum útkirkja frá Torfastöðum en 1952 var sóknin lögð undir Skálholt. Núverandi kirkja var vígð 1911. I Bræðratungu bjó Eyfröður hinn gamli er nam land milli Tungufljóts og Hvítár að sögn Landnámu. Var þar löngum höfuðból og höfðingjasetur. Þar komu við sögu ýmsir helstu höfðingjar þjóðveldistíma- bilsins og síðan langt fram eftir öldum. Meðal ábúenda þar var Ásgrímur Elliða-Grímsson sem m. a. kemur við sögu í Njáls sögu. Enn heita Flosatraðir frá gömlu vaði á Hvítá heim að Bræðratungu. Eiga þær að rekja nafn til heimsóknar Flosa Þórðarsonar á Svínafelli til Ásgríms. Gissur Þorvaldsson sat um tíma að búi í Bræðratungu. Á öndverðri 16. öld bjó í Bræðratungu Gísli Hákonarson (1583-1631) lögmaður sem í heimildum er talinn „einna vinsælastur veraldlegra höfðingja á íslandi“. Hann var tengdafaðir Þorláks Skúlasonar, biskups í Skálholti. Tengdadóttir hans, Helga Magnúsdóttir, (Matrónan í Bræðratungu), bjó lengi í Bræðratungu, ekkja eftir Hákon, mann sinn. Hún var höfðingskona mikil og kom mjög við sögu Brynjólfs biskups Sveinssonar og Ragnheiðar, dóttur hans. Á 17. öld bjuggu hjónin Einar Þormóðsson og Jóhanna Einarsdóttir í Bræðratungu. Við lát Einars varð rekistefna út af erfðamálum og fluttist Jóhanna á bæ einn í nágrenninu. En hún var skapstór og það svo mjög að eftir að hún var komin í kör lét hún flytja sig á hverjum degi þangað sem hún gat séð heim að Bræðratungu og formælt jörðinni og eig- endum hennar. Á seinni hluta 17. aldar bjó í Bræðratungu Magnús Sigurðsson (1651-1707), stórauðugur maður og um margt vel gefinn en drykkjumaður og svoli við vín. Þar kom að kona hans, Þórdís Jónsdóttir, flýði heimilið til systur sin- nar sem var biskupsfrú í Skálholti. Um sama leyti var Ámi Magnússon prófessor gestur í Skálholti. Spunnust hneykslanleg málaferli milli hans og Magnúsar í Bræðratungu því að Magnús taldi Árna hafa flekað konu sína. I samskipti þessa fólks sótti Halldór Laxness efnivið í skáldsögu sína, Hið Ijósa man. Einn af mætustu íslendingum 18. aldar, Magnús Gíslason (1704-1766) amtmaður, sat um skeið í Bræðratungu. Magnús studdi vel framfarir um sína daga, hann var eldheitur ættjarðarvinur og skörungur mikill. Og enn höldum við áfram að segja frá landnámi í Biskupstungum, samkvæmt Landnámu. 4.-5. Þorbrandur Þorbjarnars. hins óarga og Ásbrandur sonur hans, bls. 224 Þorbrandur, sonur Þorbrandar hins óarga, og Ásbrandur sonur hans, komu til Islands síð land- námstfðar, og vísaði Ketilbjöm þeim til landnáms fyrir ofan múla þann, er fram gengur hjá Stakksá og til Kaldakvíslar og bjuggu í Haukadal. Þeim þóttu þau lönd of lítil, er tungan eystri var þá byggð, þá juku þeir landnám sitt og námu hinn efri hlut Hrunamannahrepps, sjónhending úr Múla í Ingjaldsgnúp fyrir ofan Gyldarhaga. Börn Ásbrands voru Vébrandur og Arngerður. Vébrandur var faðir Oddlaugar, er átti Svertingur Runólfsson. Stórhuga hafa þeir feðgar verið er þeir láta sér ekki nægja allt land ofan Stakksár, skammt fyrir ofan Múla. Þeir nema einnig efri hluta Hruna- mannahrepps eins og Landnáma greinir frá. í þessu landnámi eru þó jarðir sem fram á þennan dag þykja kostajarðir, s. s. Neðri-Dalur, Helludalur og Hauka- dalur ásamt ýmsum hjáleigum. Einnig hafa þessu landnámi heyrt til jarðir þar fyrir innan vestan Tungufljóts, sem í byggð voru a.m.k. sumar hverjar fram á 20. öld. En þama var land gróið á öldum áður tugi km fyrir ofan núverandi byggð. Hauka- Litli Bergþór 31

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.