Litli Bergþór - 01.03.2003, Blaðsíða 5

Litli Bergþór - 01.03.2003, Blaðsíða 5
Hvað segirðu til? Hér verður greint frá því helsta, sem frétt- næmt er úr Biskupstungum frá nóvember 2002 til mars 2003. Fyrst er frá því að segja að tíðarfar hefur verið mjög gott, jafnvel segist sumt roskið fólk vart muna eins milt skammdegi. Aldrei hefur komið neinn verulegur snjór, aðeins gert hvíta jörð á láglendi nokkrum sinnum en fjöllin oft grá niður í 400 - 500 m hæð y. s. Hitinn hefur oftast verið um og yfir frostmark, en nokkrum sinnum farið niður fyrir - 10°. Jarðklaki er þess vegna mjög lítill og ætti því að gróa snemma í vor. I febrúar var allmikil úr- koma en hún féll oftast til jarðar sem rigning. Mjög milt veður var um miðjan mars, hiti oft nær 10°, lítilsháttar væta og hvarf þá ís af vötnum og víða einnig úr jörð. Fuglar sem yfirleitt eru sjaldséðir hér um miðjan vetur, svo sem álftir og endur, hafa verið hér á ám og vötnum og máríuerla mun hafa sést. Hagræði af þessu tíðarfari er það helst að sam- göngur hafa verið greiðar og hross létt á fóðrum. Helstu þættir í menningarlífi voru m. a. tónleikar Hilmars Amar Agnarssonar, organista, í Skálholtskirkju til minningar um Jón Arason og syni hans, sem líflátnir voru þar á staðnum 452 árum áður. Þar hélt tónlistarhópur, sem nefnir sig Lux Terrae - Sálmaband, tónleika um miðjan nóvember og Kammerkór Suðurlands söng þar síðar í þeim mánuði. Aðventutónleikar voru í Skálholtskirkju um miðjan desember, og í Haukadalskirkju var að- ventukvöld um svipað leyti og Laugaráskvartettinn hélt tónleika í Skálholtskirkju rétt fyrir jólin. Jólamessur voru með hefðbundnum hætti; í Skál- holtskirkju á aðfangadagskvöld, um miðnætti á jóla- nótt og jóladag, í Bræðratungukirkju og Haukadals- kirkju á annan í jólum og á Torfastöðum á nýársdag. Sóknarpresturinn, sr. Egill Hallgrímsson, predikaði í öllum þessum messum nema sr. Sigurður Sigurðar- son, vígslubiskup, predikaði á jólanótt og sr. Úlfar Guðmundsson, prófastur, predikaði í Bræðratungu. Hilmar Örn Agnarsson, organisti, spilaði við fyrri þrjár messumar en Magnús Ragnarsson, organisti, leysti hann af við þrjár hinar síðari. Þorrablót var í Aratungu að kvöldi fyrsta þorra- dags í umsjá Skálholtssóknar. Þangað munu hafa komið næstum 300 manns, sem skemmtu sér á hefðbundinn hátt við át, drykkju, skemmtidagskrá og dans. Félag aldraðra hélt þorrablót fyrir félaga sína í Aratungu næst síðasta kvöld þorra. Þeir snæddu hefðbundinn þorramat framreiddan af matmæðrum í Aratungu og skemmtu svo hver öðrum með sögum, lausavísum og upplestri. Tveir harmonikkuleikarar þöndu hljóðfæri sín hvor í sínu lagi og 15 manna kór, sem er hluti af Karlakór Hreppamanna söng. Skálholtsskóli boðaði í byrjun mars eldri borgara í uppsveitunum til samkomu og að þessu sinni komu til fundar við þá nemendur úr 10. bekk Flúða- og Reykholtsskóla. Ræddu þeir í átta 6-8 manna hópum, sem í voru bæði ungir og gamlir, m. a. um rímur, rapp, val á lífsstarfi og gildismat. Síðar um daginn flutti sr. Sigurbjörn Einarsson, biskup, erindi Kirkjubóndi og prófastur eftir messu á annan í jólum. um lífsreynslu og viðhorf aldraðra. í Skálholtsskóla hefur verið tekin í notkun viðbót við skólahúsið með gistiherbergjum. Undir lok nóvember var haldinn fundur um ferðamál í Aratungu. Hann hafði yfirskriftina Gæði og gestrisni 2003- 2006, Ferðaþjónusta í Bláskógabyggð, tækifæri og framtíðarsýn. Frummælendur voru Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi, Sigurður Bjarnason, atvinnuráðgjafi, og Rögnvaldur Guðmundsson, ferðamálaráðgjafi. I hugmyndavinnu var lögð áher- sla á afþreyingu, kynningu og samvinnu. Annar fundur um sama efni var haldinn í Ara- tungu í febrúar. Þar var Ásborg einnig frummælandi og auk hennar Magnús Oddsson, formaður Ferða- málaráðs og Einar Kr. Guðfinnsson, formaður Ferðamálasamtaka íslands. í fréttum af fundinum hefur verið greint frá að áætlað hafi verið að árið 2001 hafi verið um 950 þúsund heimsóknir ferða- manna í uppsveitir Árnessýslu og þeir gætu hafa skilið eftir 1,4 — 1,9 milljarða króna. Um miðjan mars var haldin samkoma í Aratungu sem hafði þann tilgang að afla fjár til að byggja skála við þann sem fyrir er í Svartárbotnum. Farið var með gamanmál, vísur og ljóð bæði af heima- fólki og aðkomumönnum. Auk fjöldasöngs söng flokkur er nefndi sig „Vini Svartárbotna", leikið var á sög og harmonikku, bögglar boðnir upp og efnt til happdrættis um ófætt folald, sem gefið var í þessu skyni. Stjórn Veiðifélags Hvítárvatns tilkynnti að ákveðið hefði verið að veita kr. 1.000.000,- til Litli Bergþór 5

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.