Litli Bergþór - 01.03.2003, Blaðsíða 13

Litli Bergþór - 01.03.2003, Blaðsíða 13
Hreppsnefndarfréttir aframkvæmd en vonast til að farsæl lausn finnist á málinu. Bréf frá Meðferðarheimilinu Torfastöðum dags. 7. janúar 2003 þar sem gerð er athugasemd við fasteignaálagningu á Torfastöðum. Byggðaráð leggur til að sveitarstjóra í samstarfi við rekstrarað- ila á Torfastöðum verði falið að skilgreina nákvæm- lega hvaða hluti húsnæðisins fellur beint undir skólastarfsemi og miða álagningu fasteignagjalda við það. Bréf frá sóknarnefnd Torfastaðakirkju dags. 7. janúar 2003 þar sem farið er fram á að sveitarfélagið veiti fé til að kosta girðingu utan um kirkjugarðinn. Vísað til fjárhagsáætlunar 2003 og sveitarstjóra falið að kynna sér framkvæmdimar við garðinn. Bréf frá íþróttadeild Umf.Bisk. dags. 14. janúar 2003 þar sem farið er fram á að sveitarfélagið veiti styrk til kaupa á áhöldum til fimleikaiðkunar. Vísaða til fjárhagsáætlunar 2003. Bréf frá Hestamiðstöð Suðurlands ehf dags. 13. janúar 2003 þar sem farið er fram á það við sveitar- félög sem ekki hafa lagt fjármagn til verkefnisins geri það sem fyrst í samræmi við gefin loforð. Vísað til fjárhagsáætlunar 2003. Gjaldskrá vegna fyrirtækja og annarra sem vilja hafa sér sorpgám. Byggðaráð leggur til að gjald fyrir 5 m3 gám verði kr 2.000 pr. losun og fyrir 8 m3 verði kr 3.200 pr. losun. Gámana verður að losa að lágmarki tvisvar í mánuði. Þessi gjaldskrá tekur gildi 1. apríl 2003. Gámasvæðið Laugarvatni. Sveitarstjóra falið að ræða við Gámaþjónustuna hf um uppbyggingu gámasvæðis á Laugarvatni og fjármögnun þess. Kaupsamningur um jörðina Arnarholt í Biskupstungum þar sem Arnór Karlsson og Guðni Lýðsson selja Sigríði Jónsdóttur og Sævari Bjarnhéðinssyn jörðina. Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að hún falli frá forkaupsrétti. 13. fundur byggðaráðs 3. febrúar Mættir voru: Byggðarráðsfulltrúar sveitarfélagsins og sveitarstjóri sem ritaði fundagerð. Lögð fram fundargerð fræðslunefndar Bláskóga- byggðar frá 27. janúar 2003 og umsagnir kennara og skólastjóra við grunnskólana Laugarvatni og Reykholti. Einnig umsögn foreldraráðs Grunnskólans Laugarvatni. Farið yíir drög að fjárhagsáætlun 2003. Næstu vinnudagar byggðaráðs vegna fjárhagsáætlunar verðall. febrúar og mánudaginn 17. febrúar. 11. fundur sveitarstjórnar 4. febrúar Mætt voru: Sveitastjóm auk sveitastjóra Farið yfir íbúaskrá sveitarfélagsins sem liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins. Engar athugasemdir voru gerðar og verður hún send Hagstofu íslands til staðfestingar. Ibúafundur í Aratungu, mánudagskvöldið 10. febrúar kl. 20:30. Rætt um skipulag fundarins. Akveðið að fjalla sérstaklega um stöðu sveitar- félagsins, fjármál, fræðslu- og veitumál. Gert er ráð fyrir að allir sveitarstjómarmenn sitji fyrir svörum. Fræðslumál. Umræða um skipulag grunnskóla í Bláskógabyggð. Fyrir fundinum lágu álitsgerðir frá fræðslunefnd Bláskógabyggðar frá 27. janúar 2003 og umsagnir kennara og skólastjóra við grunn- skólana Laugarvatni og Reykholti. Einnig umsögn foreldraráðs Grunnskólans á Laugarvatni. Sveitar- stjórn þakkar fyrir greinagóða umfjöllun allra hlutaðeigandi. Sveinn A. Sæland bauð velkomna gesti fund- arins skólastjóra Grunnskólans á Laugarvatni, Helga Baldursson og Reykholti, Arndísi Jónsdóttur auk forstöðumanns skólaskrifstofu Suðurlands, Kristínu Hreinsdóttur sem boðuð voru á fundinn til að ræða möguleika á hagræðingu og sparnaði í grunnskólum Bláskógabyggðar. Kristín gerði grein fyrir útreikningum Skólaskrifstofunnar og kennslumagni skólanna og skólastjórarnir komu með athugasemdir sínar og ábendingar með hvaða hætti þeir sjái skipu- lag og framtíð skólanna. Góðar umræður urðu um stöðu skólamála og komu fram mismunandi skoðanir á gildi samkennslu, útreikningum á hagræðingu, félagslegan og faglegan ávinning af kennslu unglinga á einum stað. Oddviti lagði til við sveitarstjórnarmenn að þeir hugleiddu þessi mál vel með það í huga að taka ákvörðun á næsta fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2003. Bjarni Þorkelsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið. 14. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar haldinn þriðjudaginn 11. febrúar 2003, kl. 13:30 í Fjallasal Aratungu. Mættir voru byggðaráðsfulltrúar sveitarfélagsins og sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. Farið yfír drög að fjárhagsáætlun 2003. 15. fundur byggðaráðs 17. febrúar Mættir voru byggðaráðsfulltrúar sveitarfélagsins og sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. Bréf frá Birgitte Steen dags. 23. janúar 2003 um vinabæjartengsl við Holbæk í Danmörku. Kynnt og samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna nánar í málinu með ungmennaskipti í huga. Svar Skipulagsstofnunar frá 13. febrúar 2003 við aðalskipulagsbreytingu í landi Grafar, Laugardal. Þar er auglýsingu á aðalskipulagstillögu hafnað nema á undan fari kynning á markmiðum og forsendum breytinganna fyrir hagsmunaaðilum. Bréf frá Hreiðari Þórðarsyni frá 13. janúar 2003 vegna efnistöku úr námu í landi Grafar. Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samræmi við aðalskipulag Laugardalshrepps, fyrri samþykktir Litli Bergþór 13

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.