Litli Bergþór - 01.03.2003, Blaðsíða 9

Litli Bergþór - 01.03.2003, Blaðsíða 9
Hreppsnefndarfréttir ráðherrum forsætis, fjármála og félagsmála vegna þjóðlendumála. Umræða um snjómokstur. Rætt um snjómokst- ur almennt en málinu síðan vísað til byggðaráðs. 8. fundur byggðaráðs 26. nóvember Allir byggðaráðsmenn mættir. Tilboð vegna snjómoksturs og skólaaksturs. Samþykkt að fela sveitarstjóra að fara í viðræður við lægstbjóðendur og ganga frá samningum. Bréf frá Landgræðslu Ríkisins varðandi mögu- leika á að girða af svæði milli Reyðarvatns og Hvítár í Reykholtsdal. Byggðaráð telur að allar breytingar verði að taka mið af því að kostnaður og vinna vegna fjallskila og smölunar aukist ekki í Blá- skógabyggð. Hvað varðar friðun þá verður að skoða það nánar í samkomulagi við Grímsnes- og Grafningshrepp. Bréf frá Kammerkór Suðurlands þar sem beðið er um fjárframlag vegna tónleika í Bláskógabyggð. Samþykkt að styrkja kórinn um krónur 10.000,- Frá íbúðalánasjóði. Umsóknarfrestur um heim- ild til að ráðstafa viðbótarlánum árið 2003. Samþykkt að sækja um heimild til að veita viðbótar- lán til allt að þriggja aðila. Slík ábyrgð getur falið í sér útgjöld að fjárhæð kr. 300.000.- Jafnframt bréf vegna byggingar eða kaupa á leiguhúsnæði. Sveitarstjóra falið að sækja um til sjóðsins. Niðurfelling Svæðisskipulags Þingvalla-, Grímsnes-og Grafningshrepps 1995-2015. Kynnt og staðfest. Sveitarstjóra falið að rita formanni sam- vinnunefndar svæðisskipulagsins bréf þar sem kynnt er ákvörðun byggðaráðs. Listi yfir þá sem hafa heimild til þess að panta vörur í nafni Bláskógabyggðar í samræmi við fjárhagsáætlun og staðfesta þá reikninga. Fjallskil í Biskupstungum. Bókun Drífu: Drífa Kristjánsdóttir leggur til að unnar verði tillögur um breytingar á fjallskilum Biskupstungnamanna, en fjallskilanefnd virðist ein íhaldssamasta stofnun sveitarfélagsins og tillögur um breytingar ekki að vænta þaðan. Tillögurnar lúti að því að minnka kostnað við fjallskil og munu væntanlega kalla á breytingar á leitum, fjölda þeirra og fyrirkomulagi. Öll lögbýli greiða fjallskil og því er rétt að huga að hag fleiri aðila en fjárbænda. Vísað til umræðu og afgreiðslu í sveitarstjórn. Staða heimasíðugerðar fyrir Bláskógabyggð. Bókun Drífu: T-listinn leggur áherslu á að unnið sé að uppfærslu heimasíðu Bláskógabyggðar reglulega og að fundagerðir byggðaráðs og sveitarstjórnir komi inn, daginn eftir að þær eru undirritaðar. Einnig verði settar inn fundargerðir nefnda, inná heimasíðuna, jafnóðum og þær eru afgreiddar í sveitarstjórn. Áhaldahús, starfsmannahald og skipulag. Bókun Drífu: T-listinn gerir það að tillögu sinni að samhliða gerð fjárhagsáætlunar verði farið vandlega ofaní saumana á því fyrirkomulagi sem áhaldahús á að gegna í framtíðinni. Fram komi sem fyrst tillögur um ráðningarmál, staðsetningu yfirmanns og fjölda starfsfólks svo hægt verði að gera viðeigandi ráðstafanir til framtíðar. Gjaldskrá vegna sundlaugar og íþróttahúss Bláskógabyggðar í Reykholti. Samþykkt að hækka gjald frá áramótum vegna fullorðinna í krónur 250 og kort í krónur 1700. Önnur verð óbreytt. Tillögur um nefndarlaun fyrir kjörna fulltrúa Bláskógabyggðar. Því er fagnað að tekist hefur að samræma að mestu greiðslur á svæðisvísu. Reglugerð og gjaldskrá um hundahald í Blá- skógabyggð. Kynnt og samþykkt. Reglugerðin og gjaldskrá verði kynnt í næstu útgáfu Bláskógafrétta. Bréf frá kennurum Reykholtsskóla frá síðasta fundi byggðaráðs 29. október sl. Byggðaráð leggur til að greidd verði til kennara í Bláskógabyggð í eigin húsnæði skólaárið 2002-2003 sérstök húsnæðisþóknun kr. 10.000 á mánuði til þeirra kennara sem hafa full kennsluréttindi. Viðkomandi þarf að vera a.m.k. í 60% starfi og er greiðsla þessi í samræmi við starfshlutfall viðkomandi. Byggðaráð leggur jafnframt til að þessar greiðslur leggist af frá 1. ágúst 2003. Frá sama tíma hækki húsaleiga hjá sveitarfélaginu. Bjarni vék af fundi undir þessum dagskrárlið. Bréf frá Jöfnunarsjóði um framlag sjóðsins kr. 325.000. vegna vinnu við sameiningu á bókhaldi fyn um sveitarfélaga sem nú mynda Bláskógabyggð. 9. fundur sveitarstjórnar 10. desember Allir aðalmenn mættir Fundargerðir byggðaráðs frá 26. nóvember og 3. desember 2002. Kjartan leggur fram eftirfarandi tillögu vegna 1. töluliðar byggðaráðs 26. október: Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að bjóða aftur út snjómokstur í sveitarfélaginu þar sem þeir sem buðu í snjómokstur sátu ekki allir við sama borð með útboðsgögn. Snæbjörn Sigurðsson vék af fundi undir þessum tölulið. Tillagan var felld með 4 atkvæðum gegn 2. Bókun Þ-lista: Þ-listinn telur einsýnt að bjóðendur annars vegar á Laugarvatni og hins vegar í Reykholti, hafi setið við sama borð vegna útboðs og mótmælir harðlega fullyrðingum um annað. Vegna 2. töluliðar í fundargerð byggðaráðs frá 26. nóvember hefur komið í ljós að deiliskipulagstillaga sú er liggur fyrir samrýmist ekki gildandi aðalskipulagi. Einnig þarf að endurskoða byggingarskilmála og samræma þá m.a. reglum Biskupstungnaveitu. Viðkomandi skipulag verður því endursent hönnuði til nánari yfirferðar. Bókun Þ- listans. Byggðaráð kemur fram sem ein heild en ef einhver ágreiningur er innan Litli Bergþór 9

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.