Litli Bergþór - 01.03.2003, Blaðsíða 12
Hreppsnefndarfréttir
koma fram í fjárhagsáætlun fyrir árið 2003.
Byggðamerki fyrir Bláskógabyggð. Rætt og
lögð fram lög og reglugerð um byggðamerki og
stefnt að því að láta hanna merki fyrir sveitarfélagið
sem fyrst.
Fundargerð fundar stjórnanda Barnakórs
Biskupstungna með fjárhagsnefnd sókna Skálholts-
prestakalls 16. desember 2002. Kynnt og samþykkt
að sinna verkefninu til vors. Endurskoðað með tilli-
ti til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2003.
Kynntur fundur sem haldinn var 19. desember
2002 í Svartsengi um „Suðurveitu". Kynnt og lagt
til að haldið verði áfram þátttöku við undirbúning
málsins þannig að sem best heildarmynd fáist á
hugmyndina um „Suðurveitu“. Byggðaráð vill
leggja áherslu á að einungis er um undirbúningsvin-
nu að ræða og mun Bláskógabyggð taka afstöðu til
þátttöku í „Suðurveitu“ þegar þeirri vinnu er lokið.
Eftirfarandi erindi kynnt:
Bréf frá Vegagerðinni dags. 16. desember 2002,
þar sem beðið er um framkvæmdarleyfi vegna
Bræðratunguvegar (359). Framkvæmdin er í sam-
ræmi við gildandi aðalskipulag og farið hefur fram
umhverfismat. Sveitarstjóri hefur svarað erindinu
og veitt framkvæmdarleyfið.
10. fundur sveitarstjórnar 14. janúar
Mætt voru: Sveitarstjórn auk sveitastjóra
Fundargerð byggðaráðs frá 7. janúar 2003.
Vegna 1. töluliðar er lagt er til að byggðaráð útfæri
gjaldskrá vegna stærri fyrirtækja sem hafa hjá sér
sérstakan gám. Að öðru leyti er fundargerðin kynnt
og staðfest.
Vinnufyrirkomulag við gerð fjárhagsáætlunar
2003. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar óskar eftir því
við Félagsmálaráðuneytið að síðari umræða
fjárhagsáætlunar fari fram 25. febrúar 2003. Þá fer
einnig fram fyrri umræða um þriggja ára fjárhags-
áætlun sveitarfélagsins. Einnig að sótt verði um
frest fyrir undirstofnanir sveitarfélagsins.
Sveitarstjóm samþykkir einnig að halda íbúafund í
Aratungu, mánudagskvöldið 10. febrúar kl. 20:30
þar sem drög að fjárhagsáætlun og málefni sveitar-
félapsins verða kynnt íbúum.
Asborg Arnþórsdóttir ferðamálafulltrúi
uppsveita Árnessýslu kynnti stefnumótunarverkefni
í ferðaþjónustu. Samkvæmt nýrri stefnumótun í
ferðaþjónustu fyrir uppsveitir Ámessýslu 2003-2006
er unnið að samantekt um þróun ferðaþjónustu í
uppsveitunum. Haldnir hafa verið samráðsfundir í
öllum sveitarfélögunum. Vinnan er byggð reynslu
eldri stefnumótunarvinnu „Gæði og gestristni“ auk
nýrra rannsókna. Gert er ráð fyrir að ljúka þessari
vinnu vor 2003. Kostnaður vegna stefnumótunar-
vinnunar er kr. 1.250.000.- auk vsk. sem skiptist á
öll sveitarfélögin í uppsveitunum eftir íbúafjölda.
Beiðni um að Bláskógabyggð afsali sér forkaup-
srétti vegna 40 ha. lands í Borgarholti. Kaupandi er
Njörður Geirdal kt. 060639-7799 seljendur Kristján
Kristjánsson kt. 280254-4289 og Guðrún S.
Hárlaugsdóttir kt. 060754-3069. Einnig sala á
Garðyrkjustöðinni Ekru, Laugarási, kaupandi
Marteinn Friðriksson kt. 120755-3669 seljandi
Herdís Hermannsdóttir kt. 121050-7819. Sveitar-
stjórn afsalar sér forkaupsrétti á viðkomandi
eignum.
Vatnsveita Laugaráss og umræða um veitumál.
Lagður fram samningur Vatnsveitufélags Laugaráss
og Bláskógabyggðar um yfirtöku Bláskógabyggðar
á rekstri kaldavatnsveitu í Laugarási og nágrenni.
Samningurinn felur í sér að Bláskógabyggð yfirtaki
vatnsréttindi og eignir félagsins og tryggi nægt
framboð af köldu vatni til íbúðarhúsa og atvinnurek-
strar. Einnig var lagt fram bréf frá Jóhanni B.
Oskarssyni, Laugarási og það haft til hliðsjónar við
umræðu um málið. Sveitarstjórn samþykkir
samninginn og telur að ábyrgð þess samkvæmt
lögum um vatnsveitu sé með þeim hætti að ekki séu
forsendur fyrir öðru en að samþykkja yfirtöku
Vatnsveitunar. Þá er lagt til að veitustjórn
Bláskógabyggðar annist rekstur vatnsveitunar fyrir
sveitarfélagið bæði vegna vatnsveitunar í Laugarási
og Laugarvatni.
12. fundur byggðaráðs 28. janúar
Mættir voru byggðaráðsfulltrúar sveitarfélagsins
og sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
Bréf frá Jóhanni B. Óskarssyni frá 14. janúar
2003. I framhaldi af samþykkt aðalfundar
Vatnsveitu Laugarás frá 27. nóvember var leitað til
sveitarstjómar Bláskógabyggðar með að taka yfir
rekstur og eignir veitunnar. Sveitarstjórn Bláskóga-
byggðar samþykkti á fundi sínum 14. janúar 2003
að taka að sér rekstur veitunnar samkvæmt samningi
sem sveitarstjóri gerði við stjórn veitunnar 27.
desember 2002. Byggðaráð tekur ekki afstöðu til
þess hvort rétt eða rangt hafi verið staðið að málum
hjá stjórn Vatnsveitunnar þegar samþykkt var að
leggja félagið niður á aðalfundi þess.
Bréf frá Landbúnaðarráðuneytinu dags. 16.
janúar 2003 vegna erindis sem ráðuneytinu barst frá
Konráði Ásgrímssyni eiganda Rima þar sem hann
fer fram á að vegur að Rima verði lagður um land
Vegatungu. Óskar ráðuneytið eftir afstöðu sveitar-
félagsins til málsins. í dag er ekki gert ráð fyrir
vegi í gegnum land Vegatungu að Rima í samþykktu
aðalskipulagi fyrir Biskupstungur. Á meðfylgjandi
korti er teiknað fyrirhugðað vegstæði og leggur
byggðaráð til að könnuð verði afstaða Vegagerðar-
innar til innaksturs á Biskupstungnabraut eins og
teikningin gerir ráð fyrir. Byggðaráð vill árétta að
sveitarsjóður mun á engan hátt koma að svona veg-
Litli Bergþór 12