Litli Bergþór - 01.03.2003, Side 24

Litli Bergþór - 01.03.2003, Side 24
Ég skal segja þér, að best er að færa grenitré 3-4 sinnum, því þá vaxa þau hægar og það er gott fyrir framtíðina. Skógrækt er eitt af áhugamálum mínum, fyrir utan landið í heild, en við komum kannski að því seinna. 5 œttliðir: Elín, Ella amma með Egil Bjarnason, Gerða móðir Renötu og Renata. Næstu nágrannar mínir hér í Laugarási voru þau Grímur læknir og Gerða og hafði ég aðallega sam- band við Gerðu útaf börnunum. Ég hafði þá lært nógu mikið í íslensku til þess að vita að ég átti ekki að læra íslensku af henni! En svo kynntist ég fljót- lega öðrum Laugarásbúum, eins og Skúla og Guðnýju í Hveratúni, Jóni Vídalín á Sólveigar- stöðum, Ingibjörgu og Herði í Lyngási, Fríði og Hjalta í Laugargerði, Jónu og Guðmundi á Lindar- brekku, Helga Indriðasyni og Guðnýju Guðmunds- dóttur i Laugarási, Iðufólkinu, prestshjónunum sr. Guðmundi Óla og frú Önnu og Maríu og Bimi í Skálholti og fleirum. I réttunum 1992. L-B: Þú fórst fljótlega að kenna var það ekki? Renata: Jú, fyrslu kennsluna fékk ég fljótlega eftir að ég kom til íslands, eftir að ég átti Helgu. Kenndi leikfimi hjá Kvenfélaginu og handmennt í Reykholtsskóla, í námskeiðsformi. Ég kenndi þar til börnin voru orðin fjögur, en Skúli fæddist 1968. Síðan liðu fjögur ár þar til Hákon fæddist 1972. Arið 1974 fór ég svo að kenna í Skálholtsskóla, handmennt og þýsku. Ég sagði fyrst nei við sr. Heimi Steinsson, sem þá var rektor Skálholtsskóla, sagðist ekki kunna neina þýska málfræði. En hann gaf sig ekki og það varð úr að ég fór að kenna og lagðist þá í fyrsta sinn yfir íslenska og þýska mál- fræði. Þá fann ég út að ég kunni alls ekki nógu góða íslensku og lofaði sjálfri mér því að opna ekki munninn framar. En allir vita, sem þekkja mig, að mér hefur ekki tekist það! - Alla mína íslensku hafði ég lært af því að hlusta og lesa, það var enginn sem leiðrétti mig. Svo talaði ég alltaf þýsku við börnin. Af því að ég er einbirni, vildi ég ekki gera móður minni, afa og ömmu það, að þau gætu ekki talað við bamabömin sín. Mér gekk ágætlega að tala þýsku við börnin, sérstaklega eftir að ég fékk Au-pair- stúlkur frá Þýskalandi. - En meðal þeirra er Barbara (Bella), sem nú býr á Syðri-Reykjum. - Þegar Barbara mín byrjaði í skóla fékk ég samt gagnrýni, vegna þess að hún var illa læs og því kennt um að ég talaði við hana þýsku. Hún var sennilega les- blind, en það var ekki skilgreint þá. Ég sagðist þá eiga tvö börn heima, sem væru orðin læs, þótt þau væru ekki byrjuð í skóla. Nú, í Skálholti kenndi ég í 8 ár, til 1982, árið eftir að sr. Heimir hætti sem skólastjóri. En þá stóðum við í byggingaframkvæmdum. Gáfum sjálf- um okkur það í afmælisgjöf, þegar Gunnlaugur varð fimmtugur, að flytja í eigið hús. Ég teiknaði húsið eins og ég vildi hafa það, ég vildi til dæmis ekki hafa mikla ganga! Og svo teiknaði Guðmundur Magnússon á Flúðum það upp á löglegan hátt. Marteinn byggingafulltrúi vildi samt að ég kvittaði undir teikninguna, sem arkitekt! Áriðl 981 byrjuðum við á byggingunni, það var grafið fyrir því í júní, og um haustið var það fokhelt. Meðan við vorum að flytja í húsið sleppti ég að kenna í eitt ár, en fór svo að kenna aftur haustið eftir, 1983, og hef kennt samfleytt í Reykholtsskóla síðan. Hafa handmennt og heimilisfræði verið mín aðalfög. Húsið í Brekkugerði nýbyggt. Litli Bergþór 24

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.