Litli Bergþór - 01.03.2003, Blaðsíða 21

Litli Bergþór - 01.03.2003, Blaðsíða 21
orðabókarinnar gátum við aðeins skilið hvor aðra. Skúli skildi eitthvað í dönsku og ég hafði sænskuna mína. Svo voru Gunna og Skúli, börn Sveins og Sigríðar, að byrja að læra að lesa í skóla og las ég með þeim, t.d. Gagn og gaman. Renala í útreiðatúr 1992. í Tungu var ég í viku og það er held ég harðasta námstímabil ævi minnar! Ég var með hausverk af einbeitingu allan tíman. En þar, og á Selfossi, lærði ég mesta íslensku af bömunum og ég ákvað að læra íslensku af ævintýrabókum. Hafði mikið fyrir að útvega mér Grimms-ævintýrin. Og þegar við fórum aftur út í apríl, gat ég sagt það helsta á íslensku. - Af Jóni Pálssyni hafði ég lært að bölva! Það var eitt það fyrsta sem ég lærði! En ég man að ég hafði samt ekki lært að segja „ég er södd“ og var alltaf í vandræðum þegar okkur Gulla var boðið í kaffi og það voru bomar á borð 10 sortir af kökum og alltaf verið að bjóða manni meira! Eitt það eftirminnilegasta frá fyrstu íslandsdvöl minni var samt hestamannaball í samkomuhúsinu á Vatnsleysu. Þegar ég kom fram prúðbúin klukkan 6 var allt heimilisfólk í Tungu enn í vinnufötunum og ég var því viss um að hafa misskilið eitthvað. Var þreytt og ætlaði að fara að sofa, þegar loksins var lagt af stað. Þegar við svo komum eftir langa keyrslu, að því er mér fannst, sátu allir við kaffi- drykkju og var mikill kliður í salnum. En þegar við birtumst snarþögnuðu allir. Fólk þjappaði sér saman svo að við gætum sest og svo var okkur réttar kökur úr ýmsum áttum, þannig að borðið fyrir framan okkur var hlaðið. Ég frétti seinna að það höfðu allir beðið með eftirvæntingu eftir því að Gunnlaugur birtist með kærustunni svo ég var þama einskonar „stjarna“ kvöldsins án þess að vita það! Þarna var sýnt úr Skugga-Sveini, og sungið. Svo voru kaffiborðin tekin upp, konur settust við aðra hlið salarins og karlar við hina. Ég dansaði m.a. við Hárlaug Ingvarsson, sem talaði við mig allan tíman og ég sagði: „já“ eða „nei“, eftir því sem mér fannst passa, en skildi ekki neitt! Eitt af því, sem ég tók sérstaklega eftir, var hvað karlamir hreyfðu sig sérkennilega á bekkjunum. Þeir voru þá víst að staupa sig, en það mátti ekki sjást. En neftóbakið sást í stórum röndum eftir endilöngu handarbakinu og þá list að draga þetta allt upp í nasimar, hef ég ætíð undrast síðan! Leist mér illa á dökka straumana, sem fylgdu á eftir og voru þurrkaðir í tóbaksklúta, og setti Gunnlaugi þau skil- yrði að ef ég ætti að giftast honum, mætti hann aldrei taka svona í nefið! - Hann stelst nú samt til þess af og til, en gerir það samt hóflega! — Renata og Gunnlaugur á giftingardaginn. Þau skjöl, sem þarf til að giftast í Þýskalandi, þekktust ekki einu sinni á Islandi, svo við giftum okkur daginn fyrir brottför okkar frá íslandi, 13. apríl 1961 hjá borgardómara að Laugarvegi 13. Þar þurfti bara vegabréf og vottorð um að maður væri ekki þegar giftur. Vígsluvottar okkar voru föðurbróðir Gunnlaugs, Halldór frá Kiðjabergi og sonur föðursystur hans, Gunnlaugur Briem og án nokkurs fyrirvara tókst Góu, konu Gunnlaugs, líka að halda smá brúðkaupsveislu. Síðan játuðumst við hvort öðru í annað sinn í kirkju um leið og Barbara var skírð úti í Þýskalandi. Renata með Barböru áfyrsta ári. Þegar við komum út aftur til Þýskalands, tók við að klára námið og æfingarkennsla. Svo fæddist Barbara í september 1961 og þá hætti ég kennslu. Við bjuggum í úthverfi Hannover og þar má segja að ég hafi lært dýralækningarnar með Gulla, því ég Litli Bergþór 21

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.