Litli Bergþór - 01.03.2003, Blaðsíða 7
Hreppsnefndarfréttir
7. fundur byggðaráðs 29. október.
Mættir voru byggðaráðsfulltrúar sveitarfélagsins.
Bréf frá Hrafni Bragasyni varðandi reglur um
útplöntun trjáa í Laugarási. Erindinu vísað til
umhverfisnefndar til kynningar og sveitarstjóra falið
að leysa úr þeim ábendingum sem þama koma fram.
Bréf frá trúnaðarmönnum hjólhýsaeigenda,
Laugarvatni. Byggðaráð felur sveitarstjóra í sam-
ráði við verkstjóra sveitarfélagsins á Laugarvatni að
fara yfir framkvæmdalistann en vísar honum að
öðru leyti til gerðar fjárhagsáætlunar.
Bréf frá Snæbirni Þorkelssyni vegna skóla-
aksturs Austurey-Laugarvatn. Bókun Drífu: „Drífu
finnst sérkennileg staða með skólaakstur við
Grunnskólann á Laugarvatni en útboð vegna hans
virðist ekki hafa farið fram s.l. vor, þótt samningar
við skólabílstjórana væru lausir.“ Sveitarstjóri
upplýsti að tilboð vegna skólaaksturs Austurey -
Laugarvatn verða opnuð á morgun miðvikudag 30.
október en gert hafði verið ráð fyrir áframhaldandi
samningum við núverandi bflstjóra.
Ábendingar frá verkefninu Fegurri sveitum
eftir heimsóknir á sveitabæi í Laugardal. Sent um-
hverfisnefnd til kynningar. Bókun Drífu: „T-listinn
telur það forgangsmál að skipuleggja gámasvæðið
við Laugarvatn og koma því í viðunandi horf, enda
er það forsenda þess að Gámaþjónustan taki ábyrgð
á svæðinu." Sveitarstjóri upplýsti að byggingar-
verktaki hefur verið fenginn til að gera
kostnaðaráætlun vegna gámasvæðisins.
Áskorun frá Kvenfélagi Laugdæla um úrbætur í
samgöngumálum. Erindinu vísað til samgöngu-
nefndar til afgreiðslu.
Reglur um greiðslur fyrir refa- og minkaskott.
Tillaga um að hætta greiðslum fyrir rninka- og
refaskott til annarra en þeirra sem hafa lögheimili í
sveitarfélaginu og hafa löglegt veiðikort.
Sveitarfélagið mun áfram semja við þá aðila sem
hafa sérhæft sig í veiði refa.
Fundargerð stjórnar Brunavama Árnessýslu frá
16. október 2002 og tillaga að framtíðar fyrirkomu-
lagi eldvama í Bláskógabyggð. í framhaldi af fundi
stjómar Brunavama Ámessýslu með fulltrúum
Bláskógabyggðar leggur byggðaráð til að gengið
verði til samstarfs við Brunavarnir Árnessýslu um
brunavarnir í sveitarfélaginu.
Tillaga að samþykkt fyrir hundahaldi í Blá-
skógabyggð ásamt gjaldskrá fyrir hundahald.
Byggðaráð leggur til að samþykkt fyrir hundahald
verði samþykkt og að gjaldskráin verði afgreidd á
næsta fundi sveitarstjórnar.
Minnisblað frá Orkuveitu Reykjavíkur v/ Hita-
veitu Laugarvatns. Niðurstaða Orkuveitunnar er
samhljóða athugun sveitarstjórnar um að létta þarf
lánum af veitunni til þess að hún verði rekstrarhæf.
Sveitarstjóra falið að koma með tillögur fyrir lokaaf-
greiðslu fjárhagsáætlunar 2003 um úrlausn vegna
skuldastöðu veitunnar þannig að hún geti staðið
undir sér til framtíðar. Bókun Drífu: T-listinn leggur
áherslu á að unnið verði að samræmingu í veitu-
málum alls sveitarfélagsins enda sé það forsenda
þess að Hitaveitan á Laugarvatni verði rekstrarhæf.
Bréf frá Deloitte & Touche hf. Þar sem farið er
fram á að fallið verði frá forkaupsrétti vegna
Eiríksbakka í Biskupstungum. Kynnt og samþykkt
að falla frá forkaupsrétti.
Bréf sveitarstjóra þar sem hann fer fram á að-
stoð KPMG- Endurskoðunar við útreikninga á rek-
strarstöðu Bláskógabyggðar. Kynnt, en KPMG er
að vinna að uppgjöri gömlu sveitarfélaganna en mun
að því loknu vinna tillögur sem lagðar verða fyrir
sveitarstjóm á milli umræðna við gerð fjárhags-
áætlunar 2003.
Samþykkt Bláskógabyggðar um að koma á
hreinsun fráveituvatns og reglubundinni losun,
vinnslu eða förgun seyru í samræmi við reglugerðir
um fráveitur. Kynnt.
Frá Náttúruvernd ríkisins vegna framkvæmda-
leyfis fyrir námu í Grafarlandi Laugardal. í fram-
haldi af umsögn Náttúruverndar ríkisins leggur
byggðaráð til að veitt verði framkvæmdarleyfi fyrir
námu í landi Grafar með svipuðum skilyrðum og
Náttúruverndin leggur til. Sveitarstjóra falið að
ganga frá framkvæmdaleyfi með kvöðum til leyfis-
hafa. Þá verði náman auglýst sem breyting á
aðalskipulagi sveitarfélagsins.
Samþykki fyrir reikningsláni að fjárhæð kr.
40.000.000 í Landsbanka fslands þangað til lánsþörf
sveitarfélagsins verður leyst með öðrum hætti.
Kynnt og samþykkt.
Afréttarmál á Kili, öryggismál. Bókun Drífu:
„Drífa fagnar því að gerðar voru öryggisráðstafanir
á neyðarútgöngu í Sandárbragganum, en sett hafði
verið upp neyðarljós yfir dyrum. Þetta vakti mikla
öryggistilfinningu fjallmanna, fram eftir nóttu,
meðan batteríið dugði. Hún vonar að þetta sé upp-
hafið að enn frekari úrbótum á aðstöðu fjallmanna
við Sandá.“
Beiðni T-lista um aðstöðu í Aratungu fyrir
viðveru - og símatíma. Vel tekið í málið og verður
málið unnið í samvinnu við skrifstofu Bláskóga-
byggðar.
Fyrirspurn Drífu um viðhald heimreiða að
lögbýlum og hvort sveitarfélagið hafi sett sér reglur
um þessi atriði? Formaður byggðaráðs upplýsti að
sveitarfélagið hefur enga fjármuni til viðhalds heim-
reiða heldur sér Vegagerðin um öll viðhaldsmál og
fjármunir til þess eru takmarkaðir.
Fyrirspurn Drífu um ráðningartíma Margeirs
Ingólfssonar formanns byggðaráðs sem verkefna-
Litli Bergþór 7