Litli Bergþór - 01.03.2003, Blaðsíða 33
600.000 trjám á um 100 ha lands og er þar mestur
fjöldi rauðgrenitrjáa, um 255.000 plöntur en næst-
flest eru sitkagrenitré, um 184.000 plöntur. Arið
1941 var settur upp minnisvarði um Kristian Kirk í
Haukadal. Minnisvarðinn er tveggja metra hár
stuðlabergs-drangur frá Hrepphólum, með áletraðri
eirplötu. Tveir aðrir minnisvarðar eru í Haukadal.
Annar þeirra er helgaður sendiherra Norðmanna hér
á landi á árunum 1945-1958, Torgeir Anderssen-
Rysst, sem vann íslenskum skógræktarmálum mikið
gagn og kom á gagnkvæmum heimsóknum íslenskra
og norskra skógræktarmanna. Minnisvarði hans er
úr gabbrósteini, reistur 1961. Þá er í skóginum
brjóstmynd af Sigurði Greipssyni, gefin af nemend-
um íþróttaskólans og reist 1972. Jarðhiti er í landi
Haukadals. Þar er Marteinshver fyrir neðan
bæjarhólinn, sem var notaður til jarðbaða fyrrum, og
tvær aðrar heitar laugar. Bergþórsleiði heitir hrygg-
löguð þúst hjá kirkjugarðinum í Haukadal.
Munnmæli herma að það sé leiði
risa þess sem Bergþór hét og bjó í
Bláfelli. Bergþór óskaði eftir því
að hann yrði fluttur dauður að
Haukadal og grafinn þar því hann
vildi eiga legstað þar sem bæði
heyrðist klukknahljóð og ámiður.
Var hann jarðaður þar fyrir norðan
kirkjugarðinn og trúðu menn því
að hringur í kirkjuhurðinni væri úr
staf þeim er hann átti.“
Snúum okkur nú aftur að
Landnámu og segjum frá enn
einum merkum landnámsmanni og
miklum sögustað í Biskupstungum.
6. Ásgeir Úlfsson, bls. 226
Ásgeir hét maður Ulfsson,
honum gaf Ketilbjöm Þorgerði, dót-
tur sína og lét henni heiman fylgja
Hlíðarlönd öll fyrir ofan Hagagarð, hann bjó í Hlíð
hinni ytri, þeirra sonur var Geir goði og Þorgeir,
faðir Bárðar að Mosfelli.
Hér sem víða annars staðar er Landnáma stuttorð
en gagnorð. Hlíð hin ytri, sem við þekkjum nú
betur undir nafninu Uthlíð, á sér merka sögu eins og
aðrar landnámsjarðir í Biskupstungum. Hér á eftir
fer svo örstutt úttekt á þessari merku landnámsjörð
Ásgeris Ulfssonar gegnum aldirnar. Efnið er að
meginhluta sótt í ritið Landið þitt ísland.
Úthlíð er bær og fyrrum kirkjustaður í Biskups-
tungum, heitir í Landnámu Hlíð hin ytri en þar
byggði Ásgeir Úlfsson, tengdasonur Ketilbjarnar
gamla á Mosfelli. Sonur hans var Geir goði og bjó
hann í Úthlíð. Samkvæmt arfsögn er haugur Geirs
örskammt frá bænum og sést hann vel. Þá markar
skýrt fyrir hoftóft í mýrarjaðri neðan við gamla
bæinn í Úthlíð og er hún einnig kennd við Geir.
Steinn er í Úthlíð sem talinn er hlautbolli úr hofinu.
Hann er flatur, um 20 cm þykkur grásteinn, og í
hann grunn en víð skál. Úthlíðarkirkja var helguð
Maríu guðsmóður í fomum sið og var annexía frá
prestsetursstaðnum Miðdal í Laugardal uns hún varð
útkirkja frá Torfastöðum með lögum frá 1880 en þá
hafði verið prestslaust í Miðdals- og Úthlíðar-
sóknum um skeið. Var Úthlíðarsókn síðan þjónað
frá Torfastöðum og Skálholti frá 1963 er Torfastaða-
prestakall var flutt þangað, uns sóknin var sameinuð
Torfastaðasókn 1967. Hafði þá lengi verið kirkju-
laust í Úthlíð og messað í stofu en kirkjan fauk í
fárviðri árið 1936. Úthlíð er ein af stærstu jörðum
landsins en meginhlutinn af landi jarðarinnar er
Úthlíðarhraun sem rann úr Eldborgum á
Lambahrauni og hefur loks steypst fram af hlíðinni
sem var fyrir ofan bæinn í Úthlíð og stöðvast síðan.
Hraunið er gróðursælt, mosavaxið innan til, en að
neðanverðu er það vaxið birkikjarri og hefur nú risið
sumarbústaðabyggð í Úthlíðarskógi. í Úthlíð er
fæddur Gísli Sigurðsson árið 1930, blaðamaður og
listmálari." Nú býr í Úthlíð Björn, bróðir Gísla.
Hann hefur af miklum metnaði komið upp ferða-
þjónustu sem varla á sér hliðstæðu í sveit á íslandi.
Hér á eftir verður fjallað lítillega um landnám í
nágrannasveitum Biskupstungna.
Þar sem landnám Ketilbjamar nær yfir, auk
Biskupstungna, Laugardals og hluta Grímsness, er
rétt að gera grein fyrir landnámi í Grímsnesi, ekki
síst vegna þess að Ketilbjörn telur sitt landnám ná
að Höskuldslæk en Grímur telur sitt landnám ná að
Svínavatni. Höskuldslækur er ca. 6 km fyrir vestan
Úthlíðarkirkjugarður
Litli Bergþór 33