Litli Bergþór - 01.03.2003, Blaðsíða 34
Svínavatn. Þarna er því allmikið land sem bæði
Ketilbjörn og Grímur hafa helgað sér.
1 Grímur fór til íslands og nam Grímsnes
allt upp til Svínavatns og bjó í Öndverðamesi fjóra
vetur, en síðar að Búrfelli.
2 „Hallkell, bróðir Ketilbjarnar sammæðra,
kom til íslands og var með Ketilbimi hinn fyrsta
vetur, Ketilbjörn bauð að gefa honum land, Hallkatli
þótti lítilmannlegt að þiggja land og skoraði á Grím
til landa eða hólmgöngu. Grímur gekk á hólm við
Hallkel undir Hallkelshólum og féll þar, en Hallkell
bjó þar síðan. Hans synir voru þeir Otkell, er
Gunnar Hámundarson vá, og Oddur að Kiðjabergi,
faðir Hallbjarnar, er veginn var við Hallbjarnar-
vörðu. (Ath. ættartengsl í Njálu).
Eins og fyrr var greint frá náði landnám
Ketilbjarnar gamla frá Höskuldslæk, neðan Minni-
Borgar í Grímsnesi upp um Laugardal og
Biskupstungur en um landnám Gríms í Grímsnesi er
sagt að það hafi náð upp að Svínavatni. Þarna er
því um 6 km breitt landsvæði sem báðir hafa eignað
sér. Er því líklegt að Hallkell hafi hugsað sér að ná
þessu landi af Grími, þegar Ketilbjörn bauð honum
land og talið að Grímur héldi því með rangindum.
Um þetta land hafa þeir þá barist Hallkell og
Grímur. Reyndar hefur Hallkell tekið sér meira land
eftir að hann felldi Grím og munar þar mestu um
Hallkelshóla. En augljóst er að Hallkell hefur ekki
tekið allt land Gríms. Það sést best á því að
sonarsynir Gríms búa í Miðengi og Búrfelli.
Þá er einnig rétt að gera grein fyrir landnámi
Skeiða, ekki síst vegna þess að nokkrir bæir sem
landfræðilega eru á Skeiðum, teljast til Biskups-
tungna. Þetta eru bæirnir Iða, Eiriksbakki og
Helgastaðir. Hér fer á eftir frásögn Landnámu um
landnám Ólafs tvennumbrúna á Skeiðum:
Ólafur tvennumbrúni, hét maður, hann fór af
Lófót til íslands, hann nam Skeið öll milli Þjórsár
og Hvítár til Sandlækjar, hann var hamrammur
mjög. Ólafur bjó á Ólafsvöllum, hann liggur í
Brúnahaugi undir Vörðufelli. Ólafur átti Ashildi, og
var þeirra sonur Helgi trausti og Þórður drífa, faðir
Þorkels gullkárs, föður Orms, föður Helgu, móður
Odds Hallvarðssonar. Vaði var hinn þriðji sonur
Ólafs, faðir Gerðar. Þorgrímur (örrabeinn), lagði
hug á Ashildi, þá er Ólafur var dauður, en Helgi
vandaði um, hann sat fyrir Þorgrími við gatnamót
fyrir neðan Áshildarmýri. Helgi bað hann láta af
komum, Þorgrímur kvaðst eigi hafa barnaskap, þeir
börðust, þar féll Þorgrímur. í Flóamannasögu er
mikil umfjöllun um Þorgrfm örrabein. Það er ekki
undarlegt, því hann er fósturfaðir Þorgilsar
Þórðarsonar, aðalpersónu Fóamannasögu. Þar er
Þorgils nefndur örrabeinsstjúpur. Mér fannst rétt að
rekja þessa frásögn Landnámu til að minna á
Áshildarmýri, en hún kemur með eftirminnilegum
hætti við sögu sjálfstæðisbaráttu okkar. Þar komu
bændur saman árið 1496 og gerðu hina merkilegu
Áshildarmýrarsamþykkt, sem sýnir vel kröftug and-
mæli landsmanna við yfirgangi konungsvaldsins.
í lokin er rétt að gera lítillega grein fyrir land-
námi nágranna-sveitarinnar í austri,
Hrunamannahreppi, m. a. vegna þess að Auðsholt,
austan Hvítár, tilheyrði Biskupstungum þar til fyrir
fáum árum. Nú tilheyrir Auðsholt
Hrunamannahreppi ekki aðeins landfræðilega heldur
líka stjónarfarslega. Telja verður líklegt að veldi
Skálholtsstaðar hafi valdið stækkun Biskupstungna
út fyrir hin landfræðilegu mörk bæði á Skeiðum og í
Hrunamannahrepp.
Áður var sagt frá landnámi þeirra feðga Þorbran-
dar Þorbjarnarsonar og Ásbrandar sonar hans, sem
námu land beggja vegna Hvítár, þ.e. Haukadal í
Biskupstungum og efri hluta Hrunamannahrepps. En
meiri hluta Hrunamannahrepps námu þeir
Bröndólfur og Már, synir Naddoðs, þess er fann
ísland. Þannig segir Landnáma frá landnámi þeirra:
Bröndólfur og Már Naddodds synir og Jórunnar,
dóttur Ölvis barnakarls, komu til Islandsbyggðar
snemma, þeir námu Hrunamannahrepp, svo vítt sem
vötn deila. Bröndólfur bjó að Berghyl, hans synir
voru þeir Þorleifur, faðir Bröndólfs, föður Þorkels
skotakolls, föður Þórarins, föður Halls í Haukadal
og Þorláks, föður Rumnólfs, föður Þorláks biskups.
Már bjó á Másstöðum, hans sonur var Beinir, faðir
Kolgrímu, móður Skeggja, föður Hjalta.
Hér eru sem sagt á ferðinni forfeður þeirra mætu
manna Halls Þórarinssonar í Haukadal, Þorláks
biskups Runólfssonar og Hjalta Skeggjasonar í
Þjórsárdal.
Litli Bergþór 34