Litli Bergþór - 01.03.2003, Qupperneq 17

Litli Bergþór - 01.03.2003, Qupperneq 17
Úr heimstyrjöld í sveitasælu Viðtal við Renötu og Gunnlaug - fyrri hluti. í þetta sinn eru viðmælendur Litla-Bergþórs hjónin Gunnlaugur Skúlason dýralæknir og kona hans Renata Vilhjálmsdóttir, sem búa í Brekkugerði í Laugarási í Biskupstungum. Þau Gunnlaug og Renötu þarf vart að kynna Tungnamönnum, hann hefur í vor þjónað sem dýralæknir okkar í 40 ár, lengst af sem héraðsdýralæknir og Renata hefur kennt ungum Tungnamönnum handavinnu og heim- ilisfræði um langt árabil. En blaðamaður veit að þau hafa frá mörgu að segja og í tilefni þeirra tímamóta að Gunnlaugur verður sjötugur í sumar, jafnframt því að halda upp á 40 ára starfsafmæli sitt sem dýralæknir og Renata heldur uppá 40 ára dvöl á íslandi, er bankað uppá hjá þeim hjónum einn dag seint í janúar 2003 til að fræðast um líf og starf. Renata og Gunnlaugur með börnum sínum. Talið f.v: Skúli, Barbara, Helga (fyrir framan), Renata, Hákon, Elín og Gunnlaugur. Þegar blaðamaður kemur, er Gunnlaugur ekki heima, en Renata býður til stofu. Og yfir bolla af ilmandi tei eru skriffærin tekin fram og Renata spurð um uppvöxt hennar og fjölskyldu í Þýska- landi. Renata: Jú, ég er fædd og uppalin í Berlín í Þýskalandi, fæddist 13. ágúst 1939 og þann 1. september byrjaði stríðið. Foreldrar mínir skildu áður en ég fæddist, svo ég var alin upp hjá móður minni og eftir að húsið okkar var sprengt upp, hjá móðurforeldrum. Faðir minn hét Heinz Wilhelm Pandrick, ættaður frá Lettlandi í föðurætt og var tannlæknir og vann sem slrkur í stríðinu. Hann giftist aftur og ég á slatta af hálfsystkinum, en ég hef ekki haft mikið samband við þau. Hann dó 1968. Móðir mín heitir Gerda Pandrick, fædd Entz og er enn á lífi, en orðin ansi gömul og býr á heimili fyrir aldraða í Berlín. Þegar árásimar á Berlín byrjuðu vorum við börnin í leikskólanum sem ég var í, send í búðir í Austur-Prússlandi. Mamma kom skömmu seinna á eftir mér, flúði loftárásirnar á Berlín og réði sig á búgarð í A-Prússlandi. Þar höfðum við allavega nóg að borða. Þegar rússneski herinn kom þurftum við svo að flýja frá Prússlandi. Þá flúði margt fólk til Danmerkur, en við misstum af þeim. Öllum skepn- um var slátrað á búgarðinum og búnar til pylsur og þessháttar úr kjötinu, og síðan var flúið á hestvögnum. Ég man ekki margt frá þessum flótta, sem tók um hálfan mánuð, en ég man samt greini- lega að við krakkarnir lágum í hálminum í vagn- inum og horfðum á pylsurnar dingla fyrir ofan okkur, en máttum ekki snerta þær. Mig rámar í að við fórum gegnum brennandi þorp, því fólk kveikti í öllu þegar búgarðar og þorp voru yfirgefin, til þess að Rússarnir fyndu ekkert fémætt. Þegar við komum til Berlínar, var búið að sprengja húsið okkar og eftir það bjuggum við hjá afa og ömmu. Við vorum meira og minna í loft- vamarbyrgjum dag og nótt og það var skylda að bora göt á milli íbúða í tvíbýlishúsum, til þess að fólk gæti flúið á milli. Berlín féll í maí 1945 og þá stóð húsið hans afa ennþá. En þegar Þjóðverjar voru að verja síðustu brúna lenti húsið okkar í skotlínunni og mér er það mjög minnisstætt að við stóðum öll á næsta götuhorni og horfðum á það hrynja eins og spila- borg. Eitt nágrannahús handan götunnar stóð eftir og þar bjuggum við 6 fjölskyldur fyrst á eftir. Aðallega börn og konur, því þeir fáu karlmenn, sem eftir voru, voru í fangabúðum. Við krakkamir lékum mikið lausum hala, og stuttu eftir að húsið hmndi, skreið ég inn í kjallarann og gat bjargað þaðan myndum og ættartölu, sem ég á enn og er mikilsverð heimild um fjölskylduna. Það var náttúr- lega hættulegt og ég var skömmuð fyrir, en það var þess virði. Mér varð það ljóst seinna, hvað afi minn var forsjáll maður. Þegar stríðið byrjaði, gróf hann allt verðmætt, persónulega muni og frímerkjasafnið sitt í jörðu í garðinum hjá sér og þegar Berlín féll 1945 var allt gróið og slétt og Rússarnir fundu ekkert. Þeir sem grófu sitt rétt fyrir stríðslok, gátu ekki falið vegsummerkin, og Rússarnir grófu það allt upp. L-B: Var ekki erfitt að geyma verðmæti eins og bækur og frímerkjasafn í jörðu? Renata: Nei, það var mjög vel búið um þetta. Vaxdúkur var settur í gryfjuna og dótið sett þar í, og gert þétt áður en mokað var yfir. Litli Bergþór 17

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.