Litli Bergþór - 01.03.2003, Blaðsíða 16
Starfsemi
Landgræðslufélags Biskupstungna 2002
Fyrsta verk stjórnar á árinu var að fara á fund í
Gunnarsholti 16. maí til að skipuleggja starf
sumarsins og einnig var starfsemin þar skoðuð. Þar
var ákveðið að halda áfram með þau verkefni sem
hafin eru og gekk það að mestu eftir.
Dagana 21. júní til 23. júní var farið í áburðar-
dreifingu og sáningar á afréttinum. Arnheiður í
Gýgjarhólskoti sá um skipulagningu og stjórnun á
verkinu. Fyrsta daginn fóru nokkrir bændur með
vélar sínar og dreifðu áburði á Tunguheiði og utan
girðingar með veginum í átt að Sandá. Einnig var
borið á uppgræðsluna norðan við Sandá og inn við
Fremstaver. Daginn eftir var farið inn í Árbúðir með
tvær vélar, önnur með áburðardreifara og hin með
ámoksturstæki. Dreift var áburði í kringum Árbúðir.
Síðan var sáð og borið á í rofabörðin suður með
Svartá sem búið er að dreifa heyi í árið áður og
ætlun var að dreifa heyi í seinna að sumrinu. Ekki
tókst að ljúka verkinu því áburðardreifarinn bilaði.
Ekki dugði að gefast upp og enn var farið daginn
eftir og byrjað á að koma við í Tjarnheiðarbrúninni
til að sá og bera á undir hey. Svo var haldið inn í
Svartárboma, borið þar á og síðan klárað í kringum
Árbúðir. Á þessum dögum var dreift rúmum 50
tonnum af áburði og um 150 kg af fræi.
1 girðingunni við Rótamannagil báru þeir
Spóastaðafeðgar á eitt bretti af áburði í rofabörðin.
Farið var í lok júní að torfunum við Sandvatn,
sem búið er að girða af, undir forystu Guðna
Lýðssonar. I förinni var dráttarvél með rúllutætar-
ann, og stór vörubíll með rúllum, dráttarvél með
áburðardreifara, ámoksturstæki og vagn af rúllum.
Alls fóru þangað rúmar 50 rúllur frá Hjarðarlandi.
Einnig voru nokkrir sjálfboðaliðar ásamt vélamönn-
unum. Eitt bretti af áburði og aðeins af fæi voru
komin á staðinn. Dreift var áburði í börðin bæði
með höndum og með dreifaranum. Heyi var dreift
með tætaranum, en ekki tókst að ljúka verkinu
vegna þess að drifskaftið á rúllutætaranum gaf sig
og bíða 17 rúllur eftir því að vera dreift þar.
Seinni partinn í júlí og ágúst var svo farið í stóra
verkefni sumarins og sá Eiríkur í Gýgjarhólskoti um
framkvæmd á því. Styrkur fékkst úr Umhverfissjóði
verslunarinnar til að dreifa heyi í rofabörð inná
afrétti. Fengust 400.000 kr. með því skilyrði að
leggja eitthvað á móti. Fluttar voru og dreift, í
tveimur áhlaupum, 233 heyrúllum í rofabörð inn við
Svartá og í Tjamheiðarbrúnina. Rúllurnar komu að
mestu frá Drumboddstöðum og voru 152 þeirra
lluttar í 4 ferðum á vörubíl með tengivagn. Einnig
voru rúllur fluttar á traktorsvögnum til að nýta
ferðina. Fyrri tvo dagana var rúllum dreift á rof-
jaðarinn á Svartártorfunum suður frá Árbúðum. í
seinni ferðinni voru kláraðar þær rúllur sem eftir
voru við Svartá og dreift í Tjarnheiðarbrúnina
norður frá veginum í Hvítámes. Verið var með tvær
dráttarvélar í þessu. Önnur með rúllutætarann og hin
með ámoksturstæki til að moka í tætarann. Einnig
var vinnuflokkur frá Landgræðslunni, undir forystu
Magnúsar á Kjóastöðum, ásamt vélamönnunum til
aðstoðar og fleirum. Fóru um 60 rúllur á kílómetra
af rofbrúnum og meðalafköstin voru um 5 til 6 rúll-
ur á klst. með flutningi að dreifingarstað. Þó nokkur
Stjórn Landgrœðslufélags Biskupstungna skoðar árangur af
uppgrœðslu við Svartártorfur.
vinna er við þessa dreifingu fyrir utan beina véla-
vinnu því mikið fellur til af plasti og gami sem þarf
að taka til handargagns.
Aðalfundur félagsins var haldinn 28. október.
Auk venjulegra aðalfundarstarfa vom haldin erindi á
fundinum. Björn H. Barkarsson frá Landgræðslunni
flutti erindi um athugun sína á viðhorfum
um nýtingu afrétta til beitar,
Sveinn Sæland ræddi um framtíð
Biskupstungnaafréttar, eignarhald'
og notkun og Eiríkur Jónsson
sagði frá kostnaðarútreikningum við
uppgræðslu með dreifingu á rúlluheyi
með rúllutætara.
Síðasta verk sjómar á árinu var eins og
í upphafi starfsársins ferð í Gunnarsholt
15. nóvember. Að þessu sinni var það til
að taka á móti landgræðsluverðlaunum
fyrir hönd félagins.
í stjórn Landgræðslufélgsins eru
Þorfinnur á Spóastöðum, Arnheiður í
Gýgjarhólskoti og Margeir á Brú.
Arnheiður Þórðardóttir
Litli Bergþór 16