Litli Bergþór - 01.03.2003, Blaðsíða 11

Litli Bergþór - 01.03.2003, Blaðsíða 11
Hreppsnefndarfréttir Frá Skipulagsstofnun. Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar í Tungum í landi Snorrastaða II, Bláskógabyggð. Kynnt og óskað eftir breytingum hönnuða í samræmi við niðurstöðu Veðurstofu Islands á bráðabirgðahættumati. Bréf frá Umf. Laugdæla þar sem beðið er um styrk vegna húsaleigu í íþróttahúsi KHI á Laugarvatni. Kynnt og vísað til afgreiðslu fjárhags- áætlunar fyrir árið 2003. Bréf frá Stígamótum. Fjárbeiðni Stígamóta. Erindinu hafnað. Bréf frá Guðmundi Rafnari Valtýssyni fyrir hönd Miðdalskirkju þar sem bent er á lög um kirkju- garða, 12. gr. um skyldur sveitarfélaga gagnvart viðhaldi kirkjugarða. Kynnt og vísað til afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2003. Gjaldskrá og samþykktir fyrir sorpflutninga og sorpförgun í Bláskógabyggð árið 2003. Kynnt og staðfest. Sveitarstjóri Bláskógabyggðar hefur óskað eftir viðbótar reikningsláni hjá Landsbanka íslands kr. 10.000.000,- auk ábyrgðarskuldbindingar fyrir Biskupstungnaveitu kr. 6.000.000.- Kynnt og staðfest. Frá Fræðsluneti Suðurlands: Hugmynd að gerð þjónustusamnings við hvert einstakt sveitar- félag eða sameiginlega við mörg sveitarfélög. Kynnt og vísað til oddvitanefndar uppsveita Árnes- sýslu. Bréf frá Heilsugæslustöðinni Laugarási. Svæðisbundin þjónusta opinberra aðila í uppsveitum Árnessýslu. Byggðaráð fagnar frumkvæði lækna, framkvæmdastjóra og félagsmálastjóra Heilsugæslu Laugaráss um svæðisbundna þjónustu við heilsu- gæsluna og vísar erindinu til oddvitanefndar uppsveita Ámessýslu. Frá kór Fjölbrautaskóla Suðurlands þar sem óskað er eftir fjárstuðningi til Ítalíuferðar um páska 2003. Kynnt og vísað til afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2003. Bréf frá Prestafélagi íslands þar sem þess er óskað að sveitarstjórn Bláskógabyggðar tilnefni full- trúa sinn í skólaráð Skálholtsskóla til næstu fjögurra ára frá 1. janúar 2003. Byggðaráð leggur til að aðal- fulltrúi sveitarfélagsins verði Ásborg Amþórsdóttir og Sveinn A. Sæland til vara. Bréf til Félagsmálaráðuneytis þar sem þess er farið á leit við Jöfnunarsjóð sveitarfélaga að hann taki til skoðunar og afgreiðslu aðstoð við Bláskógabyggð, í kjölfar sameiningar sveitarfélaga. Frá Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar. í tillögum fræðsluráðs er gert ráð fyrir því að frá og með næsta hausti muni Reykjavíkurborg hætta að greiða styrki til tónlistamáms vegna nemenda með lögheimili í öðrum sveitarfélögum. 9. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar miðvikudaginn 18. desember, kl. 15:30 í Fjallasal, Aratungu. Allir sveitarstjórnarmenn mættir. Endurskoðuð fjárhagsáætlun 2002. Ragnar Sær Ragnarsson sveitarstjóri og Björgvin Guð- mundsson starfsmaður KPMG, kynntu. Fjárhags- áætlun hefur verið breytt í samræmi við nýja reglu- gerð um bókhald sveitarfélaga og þær breytingar sem bókaðar höfðu verið hjá þeim sveitarfélögum sem nú eru Bláskógabyggð auk breytinga sem gerðar hafa verið af sveitarstjóm Bláskógabyggðar. Að öðru leyti kynnt og staðfest. Fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2003, fyrri umræða. Ragnar Sær Ragnarsson sveitarstjóri og Björgvin Guðmundsson starfsmaður KPMG, kynntu. Vísað til byggðaráðs til frekari vinnslu og sveitarstjómar til síðari umræðu í febrúar 2003. Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir Kistuholt og Miðholt í Reykholti. Með deiliskipu- laginu fjölgar parhúsalóðum í Reykholti. Samþykkt að auglýsa breytt deiliskipulag. Feðraorlof sveitarstjóra. Sveitarstjóri hefur óskað eftir því að fara í feðraorlof í samræmi við lög um foreldraorlof nr. 95/2000. Orlofið mun vara frá og með mars 2003 til og með júní 2003. Á orlofs- tíma mun sveitarstjóri falla út af launaskrá hjá Bláskógabyggð. Við þetta tímabil bætist síðan orlof 2003 ásamt uppsöfnuðu orlofi frá fyrra ári, þannig að heildarfjarvera sveitarstjóra verður frá 1. mars til 31. ágúst 2003. Oddviti leggur til að hann og formaður byggðaráðs sinni starfi sveitarstjóra í fjarveru hans. Oddviti og formaður byggðaráðs munu á umræddu tímabili njóta sömu kjara og sveitarstjóri og skipta þeim með sér til helminga. Drífa óskaði eftir að ákvörðun um ráðningu staðgengils sveitarstjóra yrði frestað til næsta fundar sveitarstjómar. Frestun ákvörðunar felld með 5 atkvæðum gegn 2. T-listinn leggur fram tillögu um að auglýst verði eftir staðgengli. Tillagan felld með 5 atkvæðum gegn 2. Þá voru greidd atkvæði um tillögu oddvita og var hún samþykkt með 5 atkvæðum Kjartan og Drífa sátu hjá. Bókun Þ-lista: Þ-listinn gerir tillögu oddvita að sinni í ljósi þess að oddviti og formaður byggðaráðs eru þeir aðilar sem gleggst þekkja til reksturs sveitarfélagsins og er best treystandi til að ganga í störf sveitarstjóra þennan Byggðaráðsfundur 7. janúar 2003, 11. fundur. Beiðni um styrk vegna kvikmyndar um leiðangur DTE til Brussel. Kynnt og vísað til til afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2003. Kostnaður vegna þjóðlendumála. Sveitarstjóra veitt heimild til að greiða umbeðna upphæð kr. 250.000,- en kostnaður vegna þjóðlendumála mun Litli Bergþór 11

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.