Litli Bergþór - 01.03.2003, Blaðsíða 25

Litli Bergþór - 01.03.2003, Blaðsíða 25
Blómskrúð í garðinum við Brekkugerði. L-B: Ég veit að þú átt þér mörg áhugamál. Renata: Jú, fyrir utan ræktun í stórum og smáum stíl og dýr og þá sérstaklega hesta, þá er ísland mitt aðal áhugamál. Við höfum ferðast um allt land, bæði með Ferðafélagi Islands og Náttúrufræðifélaginu, og svo á eigin vegum á bíl, hestum og gangandi. Við höfum alltaf haft að mark- miði að skoða eitthvað af landinu í sumarleyfunum og þannig komið á flesta staði. „Ekki þó til Grímseyjar" skýtur Gunnlaugur inní, sem nú er kominn heim. Renata: Nei og ekki á enda Langaness og ekki á Horn. Síðan ég byrjaði að vinna sem leiðsögumaður á sumrin hefur samt ekki gefist eins mikill tími til einkaferðalaga eða fyrir hestamennskuna. Krakkamir voru lengi með hesta og nú eigum við eina 6 hesta. L-B: Hvenær gerðist þú leiðsögumaður? Renata: Ég fór í leiðsögumannaskólann árið 1993 og tók fyrir leiðsögn um Suðurland. Síðan bætti ég við, árið 1995, háfjallaleiðsögn og gön- guleiðsögn fyrir allt landið. Fyrst tók ég bara nokkra túra á sumri, en síðustu 8 árin hef ég verið í fullri vinnu við þetta á sumrin. L-B: Er eitthvert ferðalag þér öðru minnis- stæðara? Renata: Mér er til dæmis minnisstætt þegar við náðum að fara hringveginn, í raun áður en hann var opnaður. Við fórum með börnin og hjólhýsi hring- inn, norður og austur, að Skaftafelli. Lengra komumst við ekki á bílnum, svo við sendum hjól- hýsið á báti frá Höfn í Hornafirði til Reykjavrkur, börnin voru sett upp í flugvél og send til frændfólks í Reykjavík, en sjálf fórum við á dýralæknaþing á Homafirði! Varðandi önnur áhugamál, hef ég haft mikla ánægju af söng og fór fljótlega að syngja með Skálholtskómum undir stjórn Róberts A. Ottóssonar. Það væri hægt að segja frá mörgu í sambandi við kórinn, en hann verður einmitt fertugur á þessu ári og það væri nú tilvalið að skrifa sögu hans í Litla- Bergþór að því tilefni! Svo fórum við Hjalti, Fríður og Asta í mörg ár í Árnes til að syngja í Árneskómum undir stjórn Lofts S. Loftssonar. Þar söng fólk úr mörgum hreppum saman og skemmti sér konunglega. Fórum í söngferðir um landið og eina til norður-Noregs. Kórsöngur er dásamlegt tjáningarform og þar ber ekki svo mikið á því þótt einhver syngi ekki með alveg hárréttum íslenskum hreim! I mörg ár gáfust fáar frístundir og þá vandist ég á að nota hverja sekúndu, jafnvel tvöfalt! Ég hlusta mikið á allslags tónlist, en mest á klassísk verk og ég sakna þess alltaf að hafa ekki meira af lifandi menningarsamkomum nær mér, eins og á uppvaxtar- árunum. - Bóklestur var lengi ekki mögulegur, það var svo margt annað um að vera og mörgu að sinna. Nú tek ég mér bók í hönd, en hef alltaf smá samviskubit ef ég geri það fyrr en á kvöldin! - Ég hef unun af allslags handavinnu og vinn oftast í skorpum, svo sem útsaum, batik, leður, vefn- að, leirvinnslu, teiknun o.s.frv. Áður fyrr saumaði ég allt á krakkana, en nú eru prjónarnir ætíð innan seilingar til að gera eitthvað gagnlegt á meðan ég hlusta eða horfi á sjónvarp, eða sit sem farþegi í bíl. Því miður get ég ekki prjónað á meðan ég sit og er leiðsögumaður í rútu! Ég er í Þingborgarhópnum, þó að ég hafi nú aldrei skarað fram úr þar. Þrjár konur úr þýska saumaklúbbnum: Renata, Gerða frá Flúðum og Ellinor á Seli. Myndin er tekin 1975. Litli Bergþór 25

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.