Litli Bergþór - 01.03.2003, Blaðsíða 22
var alltaf að hlýða honum yfir. Gunnlaugur þurfti
svo að taka annað „praktikum“ í Bremen og á
meðan fór ég með Barböru til Berlínar. Við sáumst
því ekki í 3 mánuði, en þá var ekki verið að hringja
eða skreppa í heimsóknir að óþörfu.
L-B: Og síðan fluttuð þið til íslands?
Renata: Já, við fluttum 5. apríl 1963 til íslands.
Eftir þennan fyrsta prufutíma á íslandi, 1961, gat ég
vel hugsað mér að flytja, því mér hafði í raun verið
vel tekið og ég þekkti sveitalífið frá gamalli tíð.
Einnig vissi ég eftir þá dvöl, - af því að ég hafði
farið með Gulla í vitjanir, - að hann var dýralæknir
af lífi og sál, en ekki að sama skapi
rannsóknarmaður. Á íslandi biðu bændur eftir
slrkum dýralækni, en í Þýskalandi var lítil eftirspurn
eftir almennum dýralæknum.
Vinir mínir sögðu reyndar allir að ég yrði komin
aftur eftir 6 mánuði, en þeim varð ekki að ósk sinni!
En þetta var rosalegt stökk. Við höfðum ekkert
húsnæði, sváfum í stofunni í Bræðratungu, ég í
sófanum og Gunnlaugur á tveim stólum með bretti
og dýnu á milli. Stofan var laus frá kl 11 á kvöldin,
því Skúli var jú oddviti og það voru oft gestir. Og
milli 7 og 8 á morgnanna þurftum við að vera búin
að rýma stofuna aftur. Ég hafði í raun ekkert fyrir
sjálfa mig nema barnið mitt og það voru mikil
viðbrigði eftir að hafa í tvö ár hugsað um allt fyrir
okkur Gunnlaug úti í Þýskalandi. Svo var ég ólétt
af Helgu og Barbara var oft veik, þoldi illa
umskiptin svo þetta var erfiður tími.
En á tíma mínum í Tungu kynntist ég samt
saumaklúbbskvöldunum með Dísunum þrem í
Ásakoti, á Króki og í Borgarholti, þeim Siggu og
Valgerði í Tungu, Jónínu á Hvítárbakka, Jensínu á
Galtalæk, Eygló og mömmu hennar í Ásakoti og
Magnhildi á Drumboddsstöðum. Þar kepptist hver
við aðra í handverki og kræsingum á kaffiborðinu
og þær gátu talað heil ósköp án þess að líta upp frá
vinnunni. Þó að ég skildi oftast ekki neitt leið mér
vel þar, líklegast af því að mér var tekið sem einni
af þeim.
7 Brœðratungu. Talið frá vinstri: Elín og Barbara Gunnlaugs-
dœtur, Guðrún Sveins, Valgerður með Stefán Sveinsson, Kjartan
Sveins, Sigríður með Helgu Gunnlaugs og Skúli Sveinsson lengst
til hœgri.
Við komum semsagt heim í apríl og í september
fengum við inni í Víðigerði. En það var leigt út sem
sumarhús. Ég átti von á mér 11. september og við
vorum rétt komin inn, en ekki búin að taka upp úr
kössunum, þegar vatnið fór.
Þegar Gunnlaugur kom til landsins voru aðeins 8
dýralæknar á landinu og var hann þá m.a. líka settur
dýralæknir í Reykjavík. Hann var því aldrei heima
og ég bjó þama með mín tvö börn, og það var ekki
pakkað upp úr kössunum fyrr en fyrir jólin '63. En
ég var mjög glöð að koma í Víðigerði, því þar var
svo mikill trjágróður. Mér fór líka mikið fram í
íslenskunni í Víðigerði, því í húsinu bjó líka Stína,
sem var trúlofuð Leifi, bróður Gúlla á Brú, og við
töluðum mikið saman.
Víðigerði.
Reykholt var þá selskaps- og menningarstaður
sveitarinnar eins og nú, og saumaklúbbar þar jafn
sjálfsagðir og annarsstaðar. Þar var ég í klúbbi með
Helgu í Birkilundi, Steinunni í Aratungu, Kristrúnu
á Brautarhóli, Huldu á Espiflöt og svo vorum við
Stína. Ég man ekki eftir fleiri konum sem bjuggu
þar þá.
Valgerður tengdamóðir mín kom mér fljótlega í
Kvenfélagið og þar kynntist ég svo flestum konum
sveitarinnar. Þá var mikið unnið í Aratungu, allt
bakað þar og svo auðvitað veitingasalan.
Námsskeiðshald var í höndum heimakvenna, það
var sungið og leikið og svo voru haldnar hlutaveltur,
basarar og fleira til fjáröflunar.
Þá var líka sjálfsagt að vera í Ungmennafélaginu
og ég keppti m.a. fyrir þá í sundi. Einu sinni var ég
fárveik daginn fyrir keppni, en Hanna á Iðu og Sirrý
Sæland fundu ráð við því. Ég var sett í heitt bað,
látin drekka 1/2 1 af rauðvíni, síðan vafin í hand-
klæði og lögð undir margar sængur. Ég svitnaði svo
mikið að það þurfti að skipta oft um handklæði, en
síðan sofnaði ég vel, og gat keppt daginn eftir í
Hveragerði!
Um vorið komu leigjendurnir aftur og þá fluttum
við í gamla Barnaskólahúsið. Bragi Steingrímsson,
sem var dýralæknir á undan Gunnlaugi, bjó þá enn í
Launrétt með sín börn, þótt Gunnlaugur væri orðinn
héraðsdýralæknir, og við höfðum ekki brjóst í okkur
að henda honum út. En 23. september 1964 fluttum
Litli Bergþór 22