Litli Bergþór - 01.03.2003, Blaðsíða 26

Litli Bergþór - 01.03.2003, Blaðsíða 26
Þœr sem eftir eru í klúbbnum eftir 30 ára samveru: Barbara í Ási, Gerða, Berbel á Syðri-Reykjum og Renata. Zontaklúbbur Selfoss, sem er einn af 6 starfandi Zontaklúbbum á íslandi, hefur í áratugi verið minn félagsvettvangur og er ég nú varaformaður. Tek við formennsku í maí, í annað sinn á félagstíma mínum þar. Zontahreyfingin er alþjóðleg hreyfing kvenna til að hjálpa konum um allan heim, sérstaklega í þriðja heiminum, en líka á Islandi. Markmiðið er að efla skilning, samhug og frið í heiminum. Nú helg- um við Zontakonur á Islandi krafta okkar konum sem lifa við ofbeldi og vinnum með Stígamótum. Nú, svo höfum við þýska fólkið hér í nágranna- sveitunum félag og hittumst oft og eins tökum við þátt í Þýsk-íslenska vinafélaginu á Suðurlandi. L-B: Eins og komið hefur fram eigið þið Gunnlaugur 5 böm. Segðu mér nánar frá þeim og hvað þau gera. Renata: Elst er Barbara, þroskaþjálfi í Berlín. Hún er í sambúð með Tomas Schwarzlose, doktor í efnafræði og þau eiga 2 börn, Valgerði Aniku f. 2000 og Kjartan Tobias f. 2002. Hún fór út til Þýskalands strax eftir stúdentspróf og það hefur verið ómetanlegt fyrir móður mína að hafa hana þarna úti og fyrir mig að vita af henni þar, sérstak- lega núna eftir að móðir mín er orðin gömul og ófær um að hugsa um sig sjálf. Næst er Helga, doktor í matvælaverkfræði, sem hefur unnið hjá Iðntæknistofnun í Reykjavík, en er nú um þessar mundir að hefja störf sem deildarstjóri á Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins að Skúlagötu 4. Hún er gift Óskari Þór Jóhannssyni doktor í krabba- meinslækningum og þau eiga líka 2 böm, Kristínu, f. 1992 og Daníel f. 1999. Þriðja í röðinni er Elín, tónskáld, nýbúin að ljúka 8. stigi í söng og vinnur aðallega sem tónlistarmaður og tónlistarkennari. Hún er gift Bjama Harðarsyni, blaðamanni héðan úr Laugarási, syni Ingibjargar og Harðar sem bjuggu til skammst tíma í Lyngási. Þau búa á Selfossi og eiga tvo syni saman, Egil f. 1988 og Gunnlaug f. 1992. Svo hafa þau líka alið upp Magnús, son Bjama, sem er nýorðinn 19 ára, f. 1984 og fyrir átti Bjarni líka Evu Bjarnadóttur, f. 1983. Sá fjórði er Skúli Tómas, læknir. Hann er kvænt- ur Bryndísi Sigurðardóttur lækni, dóttur Sigurðar landlæknis. Gunnlaugur skýtur inní að þeirra synir séu því komin af tveimur af þeim 5 landlæknum sem setið hafi á íslandi, þeim fyrsta, Bjama Pálssyni og þeim síðasta, Sigurði Guðmundssyni. Þau Skúli og Bryndís eru við framhaldsnám í Iowa í Bandaríkjunum, hann í hjartalækningum og hún í smitsjúkdómum. Þeirra synir eru Hjalti Gunnlaugur, f. 1994 og Guðmundur Ingvi, f. 2001. Yngstur er svo Hákon Páll, trésmíðameistari. Hann er í sambúð með Huldu Kristófersdóttur, snyrtifræðingi og þau eiga tvær dætur, Þóreyju f. 1999 og Eygló Rut, f. 2001 og búa hér í Reykholti. Þegar hér er komið sögu er liðið á kvöld, leikur að byrja í heimsmeistarakeppninni í handbolta í sjónvarpinu og viðtalið við Gunnlaug verður því að bíða betri tíma og næsta blaðs. Blaðamaður Litla-Bergþórs kveður því í þetta sinn og þakkar Renötu fyrir skemmtilegt spjall og góðar veitingar. GS Stórfjölskyldan í garðinum í Brekkugerði. Litli Bergþór 26

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.