Litli Bergþór - 01.03.2003, Blaðsíða 18

Litli Bergþór - 01.03.2003, Blaðsíða 18
Daginn eftir að húsið hrundi, byrjaði afi strax að tína saman spýtnabrak og dót, sem gat nýst til hús- bygginga og byrjaði að byggja upp húsið. Af því að Þjóðverjar gáfu sig ekki, fóru Rússar mjög illa með Berlínarbúa. Konur þurftu að vera í felum og ég skildi seinna hversvegna. Eitthvað í stríðsrétti segir að fyrst eftir sigur, má sigurvegarinn haga sér að vild. Ég man eftir 7 ára strák, nágranna okkar, sem átti heyrnarlausan föður. Rússarnir mættu föðumum á förnum vegi og heimtuðu úrið hans. En af því að hann heyrði ekki, svaraði hann þeim ekki og þá skutu þeir hann fyrir framan okkur börnin. Síðan hef ég aldrei getað séð byssur. Eftir stríðið var Þýskalandi, ásamt Berlín, skipt í fjóra parta. Við bjuggum í NA-Berlín og lentum fyrst Rússa megin. Þegar heragi var aftur kominn á reyndust Rússarnir bara vera barngóðir. Við krakkarnir fórum þrisvar í viku að herbúðunum og stóðum þar í biðröð til að fá kannski hálfa ausu af súpu, - afganga af mat hermannanna. Þetta var svo matur fjöskyldunnar. Það var óskaplegur skortur á öllu og fólk svalt. Ég gekk alltaf berfætt af því að skórnir voru of þröngir og ég geng reyndar berfætt enn. Er líka með þykkt sigg á iljunum! Ég átti auðvitað að ganga í skónum og lagði af stað í þeim, en um leið og ég var komin úr augsýn fór ég úr og gekk berfætt. Og það bjargaði örugglega fótunum mínum, því margir urðu bæklaðir af of þröngum skóm. Nokkru eftir stríð skiptust Rússar og Bandaríkja- menn á borgarhlutum og þá lentum við Bandaríkja megin. Þá voru Rússar og Bandamenn enn vinir. En seinna versnaði samkomulagið eftir að Frakkar, Bretar og Bandaríkjamenn sameinuðu sína parta til að mynda Vestur-Þýskaland ásamt Vestur-Berlín með þýskt mark sem gjaldmiðil. Hlutur Rússa var þá Austur-Þýskaland og Austur-Berlín og þeir höfðu gjaldmiðilinn Austur-þýskt mark. Stjórnvöld í Austur-Þýskalandi mótmæltu sameiningu hluta Bandamanna og lokuðu öllum samgönguæðum Vestur-Berlínarbúa til Vestur-Þýskalands. Flugmenn Bandamanna lögðu sig þá í mikla hættu til að færa Vestur-Berlínarbúum það allra nauðsynlegasta, aðallega mat, til dæmis skólamat, sem var oftast hrísgrjónagrautur með rúsinum. Berlínarbúar hafa sérstakan húmor og finnst gaman að uppnefna ýmis- legt og kölluðu þessa loftbrú Bandamanna „Rúsínubombuna". Þann 17. júní 1956 varð uppreisn í Austur-Berlín, þar sem margt saklaust fólk fórst, meðal annars tveir úr mínum skóla. En Múrinn var ekki reistur fyrr en 1961. Afi náði að hrófla upp húsinu fljótlega eftir stríð, en það var mjög gisið og ég man að okkur krökkunum fannst mjög spennandi að fylgjast með samtölum fullorðna fólksins, því allt heyrðist milli herbergja. — Þegar afi hafði komið upp veggjun- um, vantaði þakið, og þá loks fór hann og gróf upp fjársjóðinn í garðinum. Seldi hann 3 frímerki úr safninu sínu, marg-yfirstimpluð frímerki frá Danzig, sem tilheyrði ýmist Þjóðverjum eða Pólverjum í stríðinu. Þau voru mjög verðmæt, og fyrir andvirði þeirra keypti hann timbur í þakið. Síðan hef ég safnað frímerkjum! í stríðinu höfðum við oft ekki nóg að borða, en eftir stríðið var mesti sulturinn. Ég man að þegar ég varð 6 ára, óskaði ég mér í afmælisgjöf, að mega borða mig sadda af brauði. Fjölskyldan safnaði matarmiðum til að verða við þessarri ósk minni, en svo þoldi ég ekki brauðið og kastaði því upp. Sá ég alveg óskaplega eftir því að fara svona illa með matinn. Á þessum árum var ég orðin svo horuð að ég var send ásamt fleiri bömum, á vegum Rauða krossins, til Skandinavíu. Móðir mín hafði verið skiptinemi í Svíþjóð fyrir stríð og í stríðinu fengum við svokallaða „carepackets“ eða matarpakka frá Skandinavíu. Ég fékk því leyfi til að fara til „fóstur- foreldra” móður minnar í Svfþjóð og flaug frá Berlín rétt eftir jól 1948, með einni „Rúsínubomb- unni“, og lenti fyrst í Hamborg. Þar sá ég fyrst raf- magnsljós á ævinni og fékk alveg ofbirtu í augun. Næsta dag var ég sett upp í lest með spjald um hálsinn,- 8 ára stelpan, - og sagt að fara ekki út úr lestinni, fyrr en einhver kæmi að sækja mig inn í hana. Fósturforeldramir tóku á móti mér í Stokkhólmi og var ætlunin að ég yrði þarna í 3 mánuði, en þeir urðu 9. Fyrir voru 5 böm í fjölskyldunni, svo ég var sjötta bamið og varð eins og ein úr fjölskyldunni. Elsta dóttirin var 12 ára og var þá að byrja að læra þýsku í skóla. Á hverjum degi, í öllum veðrum, hjóluðum við einn og hálfan tíma í skólann og til baka vomm við 2 tíma, því þá þurftum við að hjóla upp í móti. Ef mikill bylur var vorum við keyrð, en það var alveg í undantekningar tilfellum, því þá þurfti að sækja okkur aftur. Þegar ekki var skóli, vorum við sett út á morgn- anna og máttum ekki koma inn fyrr en kl 5, en þá var matur. Um hádegið var okkur fært snarl úti, Litli Bergþór 18

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.