Litli Bergþór - 01.03.2003, Blaðsíða 27
Hið árlega þorrablót Tungnamanna var haldið í
Aratungu á bóndadaginn þann 24. janúar.
Skálholtssókn sá um blótið að þessu sinni af sinni
alkunnu snilld. Salurinn var skreyttur í bláum litum
sem tákn nýs sveitarfélags. Að
venju komu allir með sitt trog
fullt af þorramat og drykki til
að svala þorstanum. Þegar allir
voru sestir í sín sæti bar
skemmtinefndin inn í salinn
fullan bakka af bláleitum drykk
bæði áfengum og óáfengum í
litlum staupum merkt þorrablót-
inu og sókninni, sem allir máttu
taka með sér heim þegar búið
var að renna niður ljúfengna
drykknum.
Valbjörg kennari og Gunnlaugur
dýralœknii:
Henk og Gúlli
Þegar allir voru búnir að gæða
sér á þorramatnum byrjuðu
skemmtiatriðin. Þau voru að mati
viðstaddra vel úr garði gerð og
sókninni til mikills sóma. Það var
hlegið dátt og ekki sást betur en
að allir skemmtu sér vel, og ekki
síður þeir sem grín var gert að.
Eftir að skemmtiatriðunum lauk,
var tekið til við að færa borðin upp á svið svo að
hægt yrði að stíga trylltan dans. Hljómsveitin
Upplyfting spilaði fyrir dansi þetta
kvöld. Héldu þeir uppi fjörinu þar
til yfir lauk um klukkan þrjú,
þegar fólk fór að halda til síns
heima með þreytta fætur eftir
dansinn en glatt í hjarta eftir
frábært kvöld í faðmi vina og
kunningja. MAG
Olafía og sr. Egill i Skalholti
Bœndurnir Sœvar í Arnarholti
og Heimir á Króki.
Loftur og Vilborg á Myrkholti
Kona Olafs Lyös og Arnor Karlsson
Heiöa og Hilmar Orn skemmta
Þorrablót 2003
Skólastjóri og vígslubiskup.
Bernharður og Rannveig í Skálholti.
Asborg, Helga og Unnur.
Litli Bergþór 27