Litli Bergþór - 01.03.2003, Blaðsíða 28
Átthagafræði í ellefu hundruð ár:
Landnám - landfræðilegir þættir
Fyrri hluti
Inngangur
Það er venja að telja að landnám íslands hafi
staðið frá 870 til 930 og er sá tími nefndur land-
námsöld. Á þessum sextíu árum, telur Ari fróði
Þorgilsson að landið hafi orðið albyggt. Ýmsir telja
að með þessu orðalagi eigi Ari við að landið hafi
orðið alnumið. Það var einmitt í lok landnámsaldar,
árið 930, sem íslendingar stofnuðu allsherjarþing á
Þingvöllum, þing fyrir alla landsmenn, af mikilli
framsýni. Á þessum tíma höfðu Norðmenn, svo
nærtækt dæmi sé tekið, ekkert allsherjarþing, heldur
giltu þar mismunandi lög eftir landshlutum. Það
sem er e. t. v. hvað merkilegast við þetta þing
forfeðra okkar á Þingvöllum, er að þar var á ferðinni
aðskilnaður löggjafarvalds og dómsvalds. Um slíkt
var ekki að ræða á þessum öldum erlendis. Slíkur
aðskilnaður fór ekki að tíðkast fyrr en á 18. öld,
með kenningum Montesquieu hins franska, um
þrískiptingu valdsins í löggjafarvald, dómsvald og
framkvæmdavald. Þetta stjórnskipulag, þ. e. lög
þjóðveldisins, bjuggu íslendingar við alla þjóð-
veldisöldina eða til ársins 1262 er þeir afsöluðu sér
sjálfstæði sínu í hendur Hákonar gamla
Hákonarsonar Noregskonungs með Gamla sáttmála
(Gissurarsáttmála).
varðar dómsmálin. Líklega
hefur veikasti hlekkurinn í
annars ágætu kerfi þjóðveldis-
laga, verið að hér skorti að
verulegu leyti skilgreint fram-
kvæmdavald. Á þessum
öldum er framkvæmdavaldið óskar ólafsson-
yfirleitt í höndum konunga erlendis. Samkvæmt
þjóðveldislögunum var hér ekki konungur, en þeir
sem upphaflega stóðu að setningu þjóðveldislaganna
hafa sennilega litið svo á að þetta vald væri í hön-
dum jarlsins hérlendis, en til embættis hans var stof-
nað með lögunum. Eins og kunnugt er var aðeins
efnn jarl á Islandi, þ. e. Gissur Þorvaldsson, því við
andlát hans 1268 datt þetta embætti út úr
stjórnkerfinu. Segja má að framkvæmdavaldið hafi
verið í höndum goðanna 36, sem síðar var fjölgað
upp í 48. Þetta fyrirkomulag gekk allvel framan af,
meðan jafnræði gætti meðal goðanna, en þegar kom
fram á 12. öld og goðorðin færðust á fárra hendur,
riðlaðist þetta kerfi. Borgarastyrjöld hófst í landinu
- Sturlungaöldin -, sem endar með falli þjóðveldisins
1262, eins og fyrr var frá greint.
Hér á eftir verður fjallað um landnámsmenn
Biskupstungna og nágrennasveitanna.
Stjórnskipun sú sem sett var á laggirnar með
stofnun Alþingis á Þingvöllum 930 var í stöðugri
þróun þau 332 ár sem hún var við lýði. Má þar m
a. nefna lög um fjórðungsdóma, sem líklega hafa
verið sett árið 962 og setningu fimmtardóms árið
1004, sem stórbættu stjórnkerfið, einkum hvað
Þjóðhátíð á Þingvöllum 2000
I Landnámsmenn:
Landnáma, Guðni Jónsson 1942:
1. Ketilbjörn inn gamli Ketilsson,
bls. 3, 18 og 225
Ketilbjörn Ketilsson, maður
norrænn, byggði suður að
Mosfelli hinu efra, þaðan eru
Mosfellingar komnir.
Ketilbjörn landnámsmaður,
sá er byggði suður að Mosfelli
hinu efra, var faðir Teits, föður
Gissurar hins hvíta, föður ísleifs,
er fyrstur var biskup í Skálholti,
föður Gissurar biskups.
Ketilbjöm hét maður ágætur í
Naumudal, hann var Ketilsson
og Æsu, dóttur Hákonar
hlaðajarls Grjótgarðssonar, hann
átti Helgu, dóttur Þórðar skegg-
ja. Ketilbjörn fór til Islands, þá
er landið var víða byggt með sjó,
hann hafði skip það, er Elliði
hét, hann kom í Elliðarós fyrir
Litli Bergþór 28