Litli Bergþór - 01.03.2003, Blaðsíða 10
Hreppsnefndarfréttir
byggðaráðs þá er þeim málum vísað til sveitar-
stjórnar. Vegna bókana T listans á fundi byggðaráðs
26. nóvember 2002 vill Þ listinn taka fram að
byggðaráð er ekki vettvangur fyrir bókanir einstakra
byggðaráðsmanna og hafnar Þ- listinn bókunum
T listans í 14. 15. og 16. lið. Þ-listinn vill benda á
að það hefur verið stefna hans að fundargerðir komi
inn á heimasíðuna eins fljótt og hægt er. Hvað 16.
lið varðar þá verður rekstur Bláskógabyggðar til
endurskoðunar á næstu mánuðum en ljóst er að því
verður ekki lokið samhliða gerð fjárhagsáætlunar
2003. Að öðru leiti eru tillögur byggðaráðs kynntar
og samþykktar.
Aðalskipulagsbreytingar og deiliskipulög sem
auglýst verða í desember samkvæmt ákvörðun
sveitarstjómar. I samræmi við skipulagslög 73/1997
m.s.br. óskar Bláskógabyggð eftir heimild
Skipulagsstofnunar til að auglýsa eftirfarandi
breytingar á aðalskipulagi: í Laugardal, eru fjögur
svæði sem öll fara úr því að vera landbúnaðarsvæði
yfir í frístundarsvæði, við Efra Apavatn, Leyni I og
II og við Mýri í landi Snorrastaða, samkvæmt fram-
lagðri teikningu. í Biskupstungum er eitt svæði sem
fer úr því að vera landbúnaðarsvæði yfir í frí-
stundarsvæði við Rima í landi Torfastaða. í Hauka-
dal III, verði landbúnaðarsvæði breytt í golfvöll.
Einnig breyting á aðalskipulagi vegna línustæðis í
gegnum Biskupstungur og Laugardal vegna
Sultartangalínu III. Þá eru eftirfarandi deiliskipulög
samþykkt og verða þau auglýst. Frístundabyggð að
Leyni I og II og Setberg, Laugardal. Einnig deili-
skipulag af golfvelli, Haukadal III. Þá hefur borist
bréf vegna frístundasvæðis í Mjóanesi þar sem
Skipulagsstofnun hafnar beiðni sveitarfélagsins um
að auglýsa deiliskipulagið þar sem það samræmist
ekki svæðisskipulagi.
Kaupsamningur vegna garðyrkjustöðvar Birki-
flatar, Laugarási. Seljendur eru Gunnar Sigurþórs-
son og Ragnheiður Sigurþórsdóttir. Kaupendur
Omar Sævarsson og Sigurlaug Angantýsdóttir.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar fellur frá forkaup-
srétti. Sigurlaug vék af fundi undir þessum lið.
Tillaga frá Kjartani um að sveitarstjórn Blá-
skógabyggðar samþykki að skora á allar fjallskila-
nefndir sveitarfélagsins, að samræma allar gjaldskrár
sínar fyrir næsta haust. Einnig að endurskoða fjall-
skil með tilliti til að þess draga úr kostnaði við þau.
Tillagan felld með 5 atkvæðum gegn 2. Bókun Þ-
listans: Þ listinn bendir á að meðan þrjár fjallskila-
nefndir eru í sveitarfélaginu þá mun hver nefnd
reikna út fjallskil út frá sínum forsendum.
Ráðning búfjáreftirlitsmanns til eins árs. Lögð
var fram tillaga um að Svavar Sveinsson verði
ráðinn sem búfjáreftirlitsmaður fyrir Bláskóga-
byggð. Samþykkt með 5 atkvæðum, einn sat hjá.
Litli Bergþór 10__________________________________
Kjartan Lárusson vék af fundi undir þessum lið.
Umræða um tillögur, Rannsóknastofnun Há-
skólans á Akureyri á skólamálum í Bláskógabyggð.
Að beiðni sveitarstjórna Bláskógabyggðar og
Grímsnes og Grafningshrepps tók Rannsóknar-
stofnun Háskólans á Akureyri að sér í ágúst 2002 að
kanna möguleika á breytingum á skólahaldi í
þessum sveitarfélögum. Bjami vék af fundi undir
þessum lið.
Þann 21. nóvember s.l. kynntu forsvarsmenn
RHA tillögur sínar í skýrsluformi.
Tillaga A: Lagt er til að skólamir í Bláskóga-
byggð og í Grímsnes og Grafningshreppi verði
sameinaðir í eina stofnun. Megin starfsemi þessarar
stofnunar fari fram í Reykholti en auk þess fari fram
kennsla í 1 .-7. bekk á Laugarvatni. Lagt er til að
þessi stofnun verði rekin sem byggðasamlag í eigu
sveitarfélaganna tveggja og að stjóm byggðasam-
lagsins verði jafnframt fræðslu- eða skólanefnd
svæðisins. Leitað verði samkomulags við Mosfells-
bæ um skólavist fyrir nemendur úr Þingvallasveit.
Akstur í skólana verði skipulagður í samræmi við
vegalengdir á hvorn kennslu-stað frá heimili nem-
enda með það að markmiði að lágmarka þann tíma
sem barn situr í skólabíl.
Tillaga B: Allt gmnnskólahald Bláskógabyggðar
verði sameinað í einum skóla í Reykholti. Leitað
verði samstarfs við Grímsnes og Grafningshrepp
ellegar Mosfellsbæ um skólavist fyrir nemendur
Þingvallasveitar.
Hreppsnefnd Grímsnes og Grafningshrepps
hefur nú hafnað tillögu A og er sú tillaga því ekki til
umræðu.
í sveitarstjórn Bláskógabyggðar er fullur vilji
til að reka áfram grunnskóla á Laugarvatni og í
Reykholti og á þeirri forsendu hafnar sveitarstjóm
tillögu B.
Þar sem báðum tillögum RHA er hafnað hefur
sveitarstjórn ákveðið að kanna aðra möguleika á
skólahaldi í sveitarfélaginu, þ.e.
- hvort sameina beri skóla sveitarfélagsins í eina
skólastofnun.
- hvort sameina beri unglingadeildir skólanna
tveggja í eina.
- hvort halda beri núverandi fyrirkomulagi með
lagfæringum og hagræðingu í rekstri.
Sveitarstjórn mun óska eftir skriflegri umsögn
fræðslunefndar, skólastjóra grunnskólanna, stjóma
kennarafélaga við báða skólana og foreldraráðanna
um þessa möguleika. Jafnframt mun sveitarstjóm
óska eftir því við Atvinnuþróunarsjóð Suðurlands og
Skólaskrifstofu Suðurlands að þau leggi fjárhagslegt
mat á ofangreinda möguleika.
10. fundur byggðaráðs 17. desember
Mætt voru byggðaráðsfulltrúar sveitarfélagsins.