Foreldrablaðið - 01.11.1959, Page 4
llijir óL ófaóí^
jorcu'
Helgi Þorláksson er fæddur í Múlakoti á Síðu 31.
okt. 1915. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum í Reykjavík árið 1935 og kennaraprófi
vorið 1938. Hann var fyrst kennari í Vestmanna-
eyjum, en síðan á Akranesi. Frá árihu 1946 hefur
hann verið kennari við Gagnfræðaskóla Austur-
bæjar og yfirkennari þess skólá síðustu árin. Helgi
hefur um árabil staðið framarlega í félagsmálum
kennara og er nú formaður Landssambands fram-
haldsskólakennara. Hann hefur og látið söngmál
og kirkjumál mikið til sín taka. Helgi yar skipaður
skólastjóri Vogaskólans l.okt. s. 1.
Þrír skólastjórar hafa nýlega veriS skipaSir viS barnaskólana í Reykjavík. Oss þykir hlýSa aS
kynna þá lesendum „ForeldrablaSsins“ meS nokkrum orS-
um um leiS og vér bjóSum þá velkomna og óskum þeim
góSs farnaSar í þeirra ábýrgSarmikla starfi.
Hans Jörgensson er fæddur 5. júní 1912 í Merki-
gerði á Akranesi. Hann lauk prófi frá Kennara-
skólanum vorið 1938 og stundaði framhaldsnám
við Kennaraháskólann í Kaupmannahöfn veturinn
1956—1957. Hans var kennari við Bamaskóla Ak-
ureyrar lengst af síðan 1938, unz hann varð skóla-
stjóri Vesturbæjarskólans í fyrrahaust.
Ingi Kristinsson er fæddur 29. ág. 1929 að Hjalla
í Grýtubakkahreppi, Suður-Þingeyjarsýslu. Hann
lauk stúdentsprófi frá Menntaskóla Akureyrar vor-
ið 1951 og kennaraprófi ári siðar. Ingi hefur yerið
kennari við Melaskólann frá því haustið 1952 og
þar til hann var skipaður skólastjóri þess skóla
l.september s. 1.
2 FORELDRABLAÐIÐ