Foreldrablaðið - 01.11.1959, Page 7

Foreldrablaðið - 01.11.1959, Page 7
**-K-kd<-kd<-k-K-K-K-k-K-k-K-><-K-k-k-k-k-K-k-K-K Steinar Þorfinnsson er fœddur aS Bitru í Hraun- geröishreppi, Árnessýslu, 12. maí 1922. Hann lauk prófi frá Kennaraskóla íslands voriS 1948 og hefur síöan veri8 kennari vi8 Melaskólann í Reykjavík. Steinar er mikill áhugamaSur um skólamál og félagsmál kennara. Hann hefur veri8 formaSur Stéttarfélags barnakennara í Reykjavík sí&an ári8 1956. -k*-k-k-k**-*-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k*-k-k-k-k-k-k — Með hvaða hætti telurðu, að for- eldrar gætu orðið skólastarfinu.að meira liði en nú er? — Starfandi þurfa að vera foreldra- félög við alla barnaskólana í Reykjavík, sem vinni í nánum tengslum við starfs- lið hvers skóla. Síðan þyrfti að sameina krafta allra þessara félaga í eins konar samband reykvíkskra foreldrafélaga, sem ynni á breiðari grundvelli að al- hliða úrbótum á starfsskilyrðum skól- anna. Kennarastéttin hefur um áratugi barizt fyrir umbótum á skóla- og upp- eldismálum, en kröfum hennar hefur enn ekki verið sinnt nema að nokkru leyti. Það er orðið tímabært, að for- eldrar komi hér til liðs við kennara- stéttina. Fjölmenn og vel skipulögð foreldrasamtök gætu að mínum dómi haft úrslitaáhrif á framgang þessara mála. Það er ekki hægt að gera börn góð með því að gera þau hamingjusöm, en það er hægt að gera þau hamingjusöm með því að gera þau góð. — E. K. FORELDRABLAÐIÐ 5

x

Foreldrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.