Foreldrablaðið - 01.11.1959, Side 12

Foreldrablaðið - 01.11.1959, Side 12
Fastir kennarar við skólann eru 36, auk skólastjóra og yfirkennara. Stunda- kenngrar eru 5. Haustið 1958, þegar Vesturbæjarskólinn tók til starfa, fækkaði nemend- um Melaskólans allverulega, svo að nú þarf ekki að þrísetja nema í 5 kennslu- stofur. Fyrir nokkrum árum var stofnað Foreldraráð Melaskóla, skipað 24 for- eldrum úr skólahverfinu, sem eiga börn á bamaskólaaldri, sóknarpresti Nes- sóknar, skólastjóra, yfirkennara og 3 kennurum tilnefndum af kennarafélagi skólans. Tilgangur ráðsins er að efla samstarf foreldra og kennara, og efnir það m. a. til almennra foreldrafunda í þvi skyni. Undanfarin ár hafa 12 ára börn fengið ofurlitla danskennslu á vegum skólans. Hefur það mælzt vel fyrir og verið ákaflega vinsælt. Miðbæjarskólinn. Skólastjóri: Pálmi Jósefsson. — Yfirkennari: Jón GuÖrnannsson. 1 Miðbæjarskólanum em nú 855 nemendur á barnaskólaaldri í 32 bekkj- ardeildum, er það 4 deildum færra en síðastliðinn vetur. 1 unglingadeildum eru 232 nemendur í 8 bekkjardeildum, og í tveim sérdeildum eru 28 nem- endur úr ýmsum skólahverfum bæjarins. Sú nýbreytni var tekin upp í unglingadeildunum, áð kenna ekki eftir hádegi á laugardögum. Virðist sú breyting mælast vel fyrir hjá nemendunum. Undanfarna vetur hefur verið hafður foreldradagur í skólanum, þ. e. kennsla hefur verið felld niður þann dag, en foreldrum hefur þá verið boðið í skól- ann til að ræða við kennara. Forráðamenn nemenda og kennarar hafa verið ánægðir með þetta sérstaka tækifæri til viðræðna og kynningar. Stjórnendur skólans vænta þess, að sem flestir foreldrar heimsæki skólann, þegar næsti foreldradagur verður, og stuðli með því að aukinni kynningu milli skólans og heimilanna, og þá um leið að bættum og auknum árangri skólastarfsins. 10 FORELDRABLAÐIÐ

x

Foreldrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.