Foreldrablaðið - 01.11.1959, Page 18

Foreldrablaðið - 01.11.1959, Page 18
Tólf-ára bekkurinn átti að mæta kl. 8. Þegar kennslustundin hófst vantaði sjö börn af 28. Nokkrum mínútum síð- ar var barið á hurðina, tvær stúlkur voru þar mættar. Þær heilsuðu og voru niðurlútar. — Hvað tafði ykkur, spurði kennar- inn. — Klukkan heima var vitlaus, svar- aði önnur þeirra. — Nú, og hvers vegna gazt þú ekki mætt á réttum tíma, spurði þá kennar- inn og sneri sér að hinni stúlkunni. —- Ja, ég beið eftir Dóru, ég hélt, að allt væri í lagi með klukkúna. Það var komin ró yfir bekkinn og flest bömin orðin nokkuð áhugasöm við reikninginn. Þá opnast hurðin skyndilega og einn herrann af þeim, sem vantaði, snarast inn í stofuna, gengur djarflega til kennarans, heilsar og biður afsökunar. Hann segist hafa sofið yfir sig. — Það er nú slæmt, segir kennar- inn, en segðu mér eitt, veizt þú ekki, að það þykir kurteisi hér að banka á hurðina og bíða eftir því, að manni sé boðið að ganga inn fyrir? — Jú, ég gleymdi því bara, anzaði drengurinn og byrjaði að draga bækur og annað dót upp úr tösku sinni með óþarflega miklum hávaða. Tíminn var hálfnaður og enn er bar- ið á dymar. 1 þetta skipti er það dreng- ur úr tíu-ára bekk, hann er að koma með leikfimisbuxurnar hans Jóa. — Hann gleymdi þeim heima, hann Jói. — Já, þakka þér fyrir, góði, en það hefði nú að skaðlausu getað beðið þang- að til í næstu frímínútum. Við viljum helzt ekki vera ónáðuð hér í kennslu- stundum. Auminginn litli, aðeins tíu ára, skildi ekki, að neinn hefði verið að gera ónæði og labbaði í burt. I þessum svifum sér kennarinn, hvar einn síðbúinn drengur úr bekknum kemur eftir skólaganginum, hann bíður því með að loka hurðinni, þangað til hann er kominn inn fyrir. Nú er kenn- arinn orðinn grimmdarlegur á svipinn. 16 FORELDRABLAÐIÐ

x

Foreldrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.