Foreldrablaðið - 01.11.1959, Qupperneq 23
Stefán Jónsson:
3
aein
um
L
cirna
Um þessar mundir er að hef jast hér á landi það sérkennilega
fyrirbrigði, sem nefnt hefur verið jólabókaflóð. í flóði þessu mun
margt barnabóka, ef að vanda lætur, og fljóta þar góðar bækur með
hinu versta rusli.
Foreldrar og aðrir venzlamenn barna, sem hyggjast kaupa þeiin
bækur til jólagjafa, eiga erfitt að átta sig í þeirri ferlegu auglýs-
ingahríð, sem flóðinu fylgir, og er það að vonum.
„Foreldrablaðið44 telur það skyldu sína að veita nokkra veg-
sögu í þessum efnum, og kann ekki þar til betra ráð en birta eftir-
farandi grein eftir Stefán Jónsson rithöfund, ef verða mætti til þess,
að fleiri foreldrar gleddu börn sín á jólunum með góðri bók í stað
þess að eitra fyrir þau með siðlausum glæpareyfurum.
Eigi að fjalla um umfangsmikið mál
í stuttri grein, er það ekki nema sjálf-
sögð kurteisi að kalla hugleiðingar sín-
ar „fáein orð“. Ekki hvað sízt er það
nærgætni við sjálfan sig á þeim tímum,
sem nú eru yfirstandandi. Eitt megin-
einkenni þeirra eru ýtarlegar rann-
sóknir á hverju fyrirbæri tilverunnar,
hvar af hávísindalegar niðurstöður eru
dregnar. Meira að segja eru nú uppi
uppeldisfrömuðir, sem tekið hafa sér
fyrir hendur að rannsaka í vísindaleg-
um tilgangi gildi og verðleika eða ekki
verðleika bama- og unglingabóka. Skilst
af því, sem síðar segir, hví ekki er á
bókmenntir minnzt í því sambandi. Að-
ferð sú, sem mest er beitt í þessu efni,
er að spyrja börnin sjálf, leita álits
þeirra um bækur og kynna sér óskir
þeirra viðvíkjandi því, hvernig bækur
þeirra eiga helzt að vera. Að fengnum
svörum þykjast rannsóknamenn geta
gengið út frá þremur höfuðatriðum. f
fyrsta lagi skal það mikil nauðsyn að
gera sér fulla grein fyrir því, hvað bezt
á við fyrir hina ýmsu aldursflokka frá
sex og sjö ára aldri til sextán ára ald-
urs. f öðru lagi skal gera mjög skarpan
mun á telpna- og drengjabókum, og í
þriðja lagi skal leggja mjög þrönga
FORELDRABLAÐIÐ 21