Foreldrablaðið - 01.11.1959, Side 28

Foreldrablaðið - 01.11.1959, Side 28
gjafa. Mikill hluti þess kaupir handa börnum sínum aðeins þær bækur, sem ég mundi telja hið ómerkilegasta þvað- ur. Þarf ekki lengi að athuga þetta til þess að komast að raun um, að fólk þetta kaupir helzt þær bækumar, sem mest hafa verið auglýstar. Ég þekki þetta fólk, það er sama fólkið, sem ég vissi á æskuárum sínum gleypa í sig sögur Jóns Thoroddsen, Einars Kvaran og Jóns Trausta, gráta örlög Viktoríu með Hamsun, stafa sig með ákefð fram úr bókum Gunnars Gunnarssonar jafn- óðum og þær komu út á dönsku, til- einka sér með djúpum unaði Söngva förumannsins, hrífast af Svörtum fjöðr- um og kunna utanbókar langa kafla úr Bréfi til Lám. Nú stendur þetta sama fólk hér í bókabúðum og velur börnum og barnabörnum sínum bækur. Það stendur hér og biður um bláa bók, græna bók, gula bók eða rauða. Um efni er lítið skeytt. Sé um það skeytt, er beð- ið um eitthvað spennandi fyrir strák- inn, t. d. leynilögreglusögu, en handa telpunni um Drottningu myrkviðarins eða annað þess háttar. Hvað kemur til, að fólk, sem heldur að það sé fætt af einni mestu bókmenntaþjóð heimsins og sjálft hefur strax á unga aldri not- ið þeirra bókmennta, sem menning þjóðarinnar gerði beztar, sýnir slíkan menningarlegan fjandskap í garð sinna eigin bama? Svar við þeirri spurningu er nokkuð margþætt, en sterkir em þeir þættir, sem hér skal minnzt á. Til þess að við mættum vera öðrum þjóðum fyrirmynd á sviði barnabók- mennta eru nú of mörg ár liðin frá fyrstu tugum þessarar aldar, hernáms- árin orðin full mörg og peningaprang- ið of fyrirferðarmikið. Fólki dagsins í dag hefur gleymzt sú kenning meist- 26 FORELDRABLAÐIÐ arans, að það lifi ekki af einu saman brauði. Hitt er aftur á móti efst í huga þess, að bókvitið verði ekki látið í ask- ana. Sú kynslóð ræður nú ríkjum hér á landi, sem lifað hefur þær mestu þjóð- lífsbreytingar, sem nokkur kynslóð hef- ur lifað síðan land byggðist. Sárfátæk bernska og æska, illa klædd og oft svöng, átti ekki arman munað en þann, sem bækur veittu, en er nú vaxin í þá kynslóð, sem hér fer með völd og það hafa margir hlutir gerzt. Það hafa reyndar allir hlutir gerzt. Það fólk, sem tilheyrir þessari kynslóð, þykist að vísu enn hafa í heiðri þann bókmennta- lega arf, sem því var fenginn í hendur í bernsku þess. Það heldur sig hafa notið hans vel og blessar hann mjög á tyllidögum, en mun ekki skila honum til næstu kynslóðar nema í brotum. Það umrót og þær byltingar, sem dunið hafa yfir okkur og gert okkur hina snauðustu allra manna að nýrík- um grósserum, hafa einnig snert ómjúk- lega andlegt líf okkar og svo að segja lagt í rústir fyrri lífstrú. I dag er ekki um að ræða hér á landi neina almenna lífsskoðun, því síður er þjóðareining finnanleg um nokkurt mál. Það fólk, sem byggir Island í dag, sýnist eiga það eitt sameiginlegt að keppa eftir lífsþæg- indum. En þó að telja megi þetta sam- eiginlegt, er ekki keppt eftir neinu sam- eiginlega. Hver og einn sækir fram fjrrir sig. Hver og einn berst fyrir sinni lúxusbílaþrá, kæliskápadraumi, skatt- svikahugsjón og lúxusflakki á erlendum grundum. Þjóðin sér og finnur, að allt er þetta reist á ótraustum grundvelli félagslega séð og þjóðfélagið rambar hvað eftir annað á heljarþröm. Félags- legt öryggi er hvergi að finna. Fólk hef- ur nú um skeið haft gnægð peninga handa á milli og fyrir þessa peninga

x

Foreldrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.