Foreldrablaðið - 01.11.1959, Page 29
hyggst það veita sér allan munað áður
en hrunið dynur yfir. Einnig börnin
eru munaður þess, leikföng þess og
stássbrúður. Það fólk, sem þannig er
altekið af eftirsókn lífsgæða sér til
handa, hefur sem eðlilegt er vaxið upp
úr sjálfu sér og gleymt því, að hug-
myndaheimur barna og unglinga er
heimur á sína vísu og á kröfu til að
vaxa og þróast. 1 augum þeirra, sem
allt miða við peninga, er hugmynda-
heimur barnsins næsta barnalegur og
skrítinn. Hann er ef til vill skemmti-
legur til frásagnar, vegna þess að börn-
in eru afsprengi foreldranna og með
því að tala um þau og þeirra skrítna
heim fá foreldrar þægileg tækifæri til
að tala um sig sjálfa undir rós.
Móti því verður naumast mælt, að
ást æðimargra foreldra til barna sinna
birtist nú til dags í mjög ríkum mæli
í því að veita þeim flest, sem þau óska,
dekra við þau og reyna að gera þeim
lífið sem dásamlegast. Reyna eftir
megni að forða þeim frá því að þola
þá erfiðleika, sem foreldrarnir sjálfir
urðu að þola í sinni bernsku. Sá strangi
agi, sem áður fyrr var mikill bölvaldur
í öllu uppeldi, er nú víðast breyttur í
andstæðu sína. En við þá breytingu
hefur fólki gleymzt sú staðreynd, að
réttláur agi foreldra er hverju barni
samt sem áður nauðsyn. Það beinlínis
væntir hans og fer mikils á mis, ef það
finnur hann ekki. Liggur í augum uppi,
að hverjir þeir foreldrar, sem ekki líta
fyrst og fremst á barn sitt sem verðandi
manneskju og reyna að leiðbeina því
þangað, munu aldrei gefa því neinar
dásemdir, sem endast megi framtíð
þess, hversu mjög sem þeir dekra við
það með eftirlæti sínu. Hverjir þeir for-
eldrar, sem láta sig engu varða, hvað
böm þeirra lesa og hver hugmynda-
heimur þeim er gefinn í bókum þeirra,
láta þau jafnvel skipa fyrir um þetta
sjálf, þeir líta ekki á börn sín sem verð-
andi manneskjur. Þeir líta á þau aðeins
sem munað sinn og leikföng sín.
Ég gat hér að framan um hlutfall
milli þýddra og frumsamdra barna- og
unglingabóka hér á landi og hve hinar
þýddu bækur eru í gífurlegum meiri-
hluta. Flestar eru þær af reyfaragerð
og flestar undarlega lélegar sem slíkar,
enda láta margir þýðendur ekki nafns
síns getið á þeim. Liggur næst að halda,
að miklu skárri lestur fyrir börn og
nnglinga séu reyfarar, sem skrifaðir eru
fyrir þroskaða lesendur. Þar halda víða
á penna kunnáttusamir menn á iðju
sína, en höfundar barna- og unglinga-
reyfara eru næstum ævinlega skussar.
Það, sem vakir fyrir þýðendum
barna- og unglingabóka, er því miður
afarsjaldan það að gefa bernsku og
æsku þjóðar sinnar góða bók til lestrar,
heldur hitt að auka tekjur sínar. Útgef-
andi hvaða bókar sem er hefur það auð-
vitað að aðalmarkmiði að selja bókina
og út af fyrir sig er honum það ekki
láandi. Kunnáttusamur útgefandi
barna- og unglingabóka finnur upp á
mörgu til að auglýsa bækur sínar og
þá er það, að gulu bækurnar, bláu bæk-
urnar og þær rauðn koma við sögu,
en samkvæmt hinum margendurteknu
auglýsingum útgefanda, verða öll börn
að lesa þær bækur. Þá er gripið til þess
ráðs að spyrja börnin sjálf, hvað þau
helzt vilja lesa. Samanber Peter Grove.
Síðan kemur hún út sú bókin, sem
kvað slá öll met í vinsældum. Fólk,
sem upptekið er af fjáraflaplönum sinna
merkilegu fullorðinsára, hefur lítinn
tíma til þenkinga í andlegum efmun,
en auglýsingaheimurinn lætur ekki að
sér hæða og þrengir sér inn í vitund
FORELDRABLAÐIÐ 27