Foreldrablaðið - 01.11.1959, Síða 30

Foreldrablaðið - 01.11.1959, Síða 30
þess, svo að það man ekki annað en hann, er það velur börnum sínum bækur. Eitt ráð er það, sem útgefendur hafa notað umræddum bókum sínum til framdráttar, en það er að fá einhvern velþekktan kennara til að láta nafn sitt á þýðingu bókar eða þó ekki væri ann- að en skrifa um hana lofritdóm í blöð. Þeir hafa gert þetta í því trausti, að hún gengi þá fremur í augu fólks og væri nafn þýðandans trygging fyrir góðu efni hennar. ÍJtgefendur hafa nú fremur dregið úr þessari aðferð og treysta nú meira á káputitilinn. Kenn- arar hafa samt sem áður ekki lagt árar í bát, heldur þýtt, frumsamið og gefið út af eigin hvötum. En það er ekki sama að vera þokkalegur kennari og hafa þokkalegan smekk á bækur, skáld- legt ímyndunarafl og í þjónustu þess listræn vinnubrögð. Reynsla mín af barnakennurum, stéttarbræðrum mín- um, er yfirleitt ágæt. Þetta eru áhuga- menn um starf sitt og ná þar flestir miklu meiri árangri en almennt er við- urkenndur. Meðal þeirra manna veit ég marga, sem hafa næman smekk á skáld- skap og mikið yndi af góðum bókum. Svo undarlega vill til, að flestir eru þeir meðal hinna hljóðlátu og kæra sig lítið rnn að láta á sér bera. Hinu er ekki að neita, að sé eina stétt um það að saka fremur en aðra, hvílíkt óskaplegt létt- meti og himinhrópandi kjánaskapur er á borð borinn sem lesefni fyrir hörn og unglinga, þá eru það einmitt barna- kennarar bæði hérlendis og erlendis. Það er eins og menn þessarar stéttar, sem vasast mest í að semja bækur eða þýða þær, komist hvergi út fyrir stig hinnar fyrstu lestrarkennslu. Allt á að vera sem auðveldast í lestri og helzt allt á barnamáli, svo að hvergi reyni 28 FORELDRABLAÐIÐ á neina hugsun, orðminni eða álykt- unargáfu. Þessir menn virðast ekki hafa hin minnstu hugmynd um, hvað raun- veruleg bók er. Þyki þeim eða öðrum þetta harður dómur, skulu bækur þeirra vera vitni mín. Það, sem nú er fram tekið og ýmis- legt fleira á sök á því, að það ástand hefur skapazt, sem nú er orðið hér og virðist með hverju ári festast í sessi. 1 fullkomnu andvaraleysi hefur fólk látið þessi mál afskiptalaus, en smám saman sefjast af auglýsingabrellum og áróðurstækni. Það skal tekið fram, að hér er einkum átt við bækur ætlaðar börnum komnum yfir tíu ára aldur og síðan eldri. Bækur yngri barna eru hér miklu skaplegri og nálgast það að vera sæmilegar. Ekki skal því gleymt, að nú hefur Helgafellsútgáfan reynt að spyrna fótum við hinni óheillavænlegu þróun og gefið út öndvegisrit fáein í því skyni að glæða áhuga æskunnar fyrir sígildum bókum. Er þetta lofsverð tilraun, en því aðeins getur hún orðið meira en tilraun, að forráðamenn æsk- unnar skilji, hvað um er að vera. Sá auglýsingakenndi hundavaðshátt- ur, sem einkennir barna- og unglinga- bækur nú til dags, er uggvænlegur. Hvað vilja börnin lesa? er spurt. Sam- anber Politiken 21. sept. 1956 vilja þau helzt lesa um morð og glæpi og það verða þau að fá. Barna- og unglingabækur má auðvit- að skrifa um hvaða efni sem er, nema um glæpi, morð og öðruvísi manndráp og það efni annað, sem sett er á svið til að auka þá spennu, sem þegar er orðin of há. Um þetta er ef til vill óþarfi að fara mörgum orðum, því að spenn- an hlýtur að falla. Engin ósköp standa lengi og stefna og stefnuleysi hljóta að eiga sín takmörk. Spennan helzt að lík-

x

Foreldrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.